Jónsi dáleiddi Crowe 2. september 2011 08:00 Sögulegt samstarf Bandaríski leikstjórinnCameron Crowe segir í viðtali við vefsíðuna ifc.com að samstarfið við Jónsa sé sögulegt; íslenski tónlistarmaðurinn hafi samið nýja persónu inn í myndina We Bought a Zoo. Leikstjórinn hyggst notast við tónlist á allt annan hátt en hann hefur áður gert og það sé ekki síst vegna samstarfsins við Jónsa.NordicPhotos/Getty Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er almennt talinn vera snillingur í notkun tónlistar í kvikmyndum sínum. En hann hyggst venda kvæði sín í kross í sinni nýjustu mynd með aðstoð Jónsa úr Sigur Rós. Það styttist í að nýjasta kvikmynd Camerons Crowe, We Bought a Zoo, verði frumsýnd. Myndin skartar Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkum og segir frá ungum föður sem ákveður að endurreisa gamlan dýragarð. Crowe hefur haft einstakt nef fyrir tónlist í kvikmyndum sínum og notkun hans gæðir þær miklu lífi. Leikstjórinn hóf ungur störf hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone og sú fortíð hefur mótað kvikmyndagerð leikstjórans. Hann gerði þessum endurminningum sínum góð skil í kvikmyndinni Almost Famous. Crowe lýsir því hins vegar í viðtali við vefsíðuna ifc.com hvernig hann notar tónlist á allt annan hátt í We Bought a Zoo og það sé ekki síst fyrir tilstilli tónlistar Jónsa. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af tónlistinni hans og Sigur Rósar og hlustuðum á þá allan tímann sem við vorum í upptökum. Þegar við vorum hálfnuð lá það einhvern veginn í augum uppi að Jónsi myndi semja tónlistina þannig að ég skrifaði honum tölvupóst og náði í skottið á honum á Íslandi. Hann bað um að fá að lesa handritið og ég sendi honum bæði það og atriði úr myndinni. Hann stökk bara upp í flugvél, kom hingað frá Íslandi, samdi tónlistina strax og við höfum verið í hálfgerðri dáleiðslu síðan.“ Cameron viðurkennir að tónlistin í myndunum hans hafi yfirleitt verið samansett eins og safnskífa til að ná fram rétta andrúmsloftinu og draga fram persónuleika myndarinnar. „Ég hef alltaf nálgast kvikmyndir mínar á þann hátt en nú er þetta frábrugðið, tónlist Jónsa er eins og viðbótarpersóna. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Crowe grunar hreinlega að það verði ekki mörg lög eftir aðra listamenn í myndinni því Jónsi sé hamhleypa til verka, hann sé alltaf að semja ný lög. „Tónlist mun ekki leika neitt minna hlutverk í myndinni, hún verður bara öðruvísi.“ freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er almennt talinn vera snillingur í notkun tónlistar í kvikmyndum sínum. En hann hyggst venda kvæði sín í kross í sinni nýjustu mynd með aðstoð Jónsa úr Sigur Rós. Það styttist í að nýjasta kvikmynd Camerons Crowe, We Bought a Zoo, verði frumsýnd. Myndin skartar Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkum og segir frá ungum föður sem ákveður að endurreisa gamlan dýragarð. Crowe hefur haft einstakt nef fyrir tónlist í kvikmyndum sínum og notkun hans gæðir þær miklu lífi. Leikstjórinn hóf ungur störf hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone og sú fortíð hefur mótað kvikmyndagerð leikstjórans. Hann gerði þessum endurminningum sínum góð skil í kvikmyndinni Almost Famous. Crowe lýsir því hins vegar í viðtali við vefsíðuna ifc.com hvernig hann notar tónlist á allt annan hátt í We Bought a Zoo og það sé ekki síst fyrir tilstilli tónlistar Jónsa. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af tónlistinni hans og Sigur Rósar og hlustuðum á þá allan tímann sem við vorum í upptökum. Þegar við vorum hálfnuð lá það einhvern veginn í augum uppi að Jónsi myndi semja tónlistina þannig að ég skrifaði honum tölvupóst og náði í skottið á honum á Íslandi. Hann bað um að fá að lesa handritið og ég sendi honum bæði það og atriði úr myndinni. Hann stökk bara upp í flugvél, kom hingað frá Íslandi, samdi tónlistina strax og við höfum verið í hálfgerðri dáleiðslu síðan.“ Cameron viðurkennir að tónlistin í myndunum hans hafi yfirleitt verið samansett eins og safnskífa til að ná fram rétta andrúmsloftinu og draga fram persónuleika myndarinnar. „Ég hef alltaf nálgast kvikmyndir mínar á þann hátt en nú er þetta frábrugðið, tónlist Jónsa er eins og viðbótarpersóna. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Crowe grunar hreinlega að það verði ekki mörg lög eftir aðra listamenn í myndinni því Jónsi sé hamhleypa til verka, hann sé alltaf að semja ný lög. „Tónlist mun ekki leika neitt minna hlutverk í myndinni, hún verður bara öðruvísi.“ freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira