Reglum um erfðabreyttan mat frestað 3. september 2011 05:30 Jóhannes Gunnarsson Matvælareglugerð skotið á frest Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað gildistöku reglugerðar um merkingu matvæla sem innihalda erfðabreytt matvæli. Neytendasamtökin segja um mikið hagsmunamál fyrir neytendur að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Vilhelm Neytendamál Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað til áramóta gildistöku reglugerðar um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, sem átti að taka gildi síðastliðinn miðvikudag. Neytendasamtökin mótmæla frestuninni harðlega en lögfræðingur í ráðuneytinu segir innflytjendur hafa beðið um frestinn. Sá hluti reglugerðarinnar sem veit að merkingum dýrafóðurs úr erfðabreyttum hráefnum hefur þegar tekið gildi. Reglugerðin felur í sér að matvæli sem innihalda erfðabreyttar lífverur, til dæmis hveitikorn, maís eða soja, skuli merkt greinilega á umbúðum eða í hillu. Markmiðið með reglunum er að upplýsa neytendur matvæla og kaupendur fóðurs um innihald vöru, það er hvort hún innihaldi erfðabreytt hráefni. Deilur um ágæti erfðabreyttra matvæla hafa verið eitt stærsta neytendamál síðari ára á heimsvísu. Skýrar reglugerðir um merkingu erfðabreyttra matvæla eru í öllum öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en málin horfa öðru vísi við í Bandaríkjunum og erfitt gæti reynst að fá nauðsynlegar upplýsingar um allar vörur. Baldur Erlingsson, lögfræðingur hjá ráðuneytinu, segir innflytjendur matvöru frá Bandaríkjunum hafa óskað eftir frestinum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir þó að reglurnar muni koma til framkvæmda. „Það er engan bilbug á okkur í ráðuneytinu að finna og þessi reglugerð er á leiðinni,“ segir Bjarni en bætir því við að það hafi þótti sjálfsagt að verða við ósk um frest því að aðlögunin gæti tekið tíma og enn þurfi að fara í gegnum ýmis atriði. „Það er alveg eðlilegt.“ Neytendasamtökin fögnuðu nýju reglugerðinni er hún var undirrituð í lok síðasta árs en harma nú frestunina. „Ég skil ekki þessa frestun og vil fá rök ráðherra fyrir henni,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég spyr því, hverra hagsmuna er verið að gæta? Eru það hagsmunir innflytjenda?“ Jóhannes segir einnig umhugsunarvert hvort til standi að breyta reglunum frekar áður en þær taki gildi. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk Neytendasamtakanna að segja fólki hvort það eigi að kaupa erfðabreyttar vörur eða ekki. „Hins vegar þurfa neytendur slíkar upplýsingar til að geta valið vörur á upplýstan hátt.“ Jóhannes segir innflytjendur hafa fengið nægt svigrúm til að laga sig að reglugerðinni. Þar að auki hafi önnur EES-ríki búið við slíkar reglur um árabil. „En við sitjum enn og bíðum, og það er óviðunandi fyrir íslenska neytendur.“thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Matvælareglugerð skotið á frest Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað gildistöku reglugerðar um merkingu matvæla sem innihalda erfðabreytt matvæli. Neytendasamtökin segja um mikið hagsmunamál fyrir neytendur að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Vilhelm Neytendamál Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað til áramóta gildistöku reglugerðar um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, sem átti að taka gildi síðastliðinn miðvikudag. Neytendasamtökin mótmæla frestuninni harðlega en lögfræðingur í ráðuneytinu segir innflytjendur hafa beðið um frestinn. Sá hluti reglugerðarinnar sem veit að merkingum dýrafóðurs úr erfðabreyttum hráefnum hefur þegar tekið gildi. Reglugerðin felur í sér að matvæli sem innihalda erfðabreyttar lífverur, til dæmis hveitikorn, maís eða soja, skuli merkt greinilega á umbúðum eða í hillu. Markmiðið með reglunum er að upplýsa neytendur matvæla og kaupendur fóðurs um innihald vöru, það er hvort hún innihaldi erfðabreytt hráefni. Deilur um ágæti erfðabreyttra matvæla hafa verið eitt stærsta neytendamál síðari ára á heimsvísu. Skýrar reglugerðir um merkingu erfðabreyttra matvæla eru í öllum öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en málin horfa öðru vísi við í Bandaríkjunum og erfitt gæti reynst að fá nauðsynlegar upplýsingar um allar vörur. Baldur Erlingsson, lögfræðingur hjá ráðuneytinu, segir innflytjendur matvöru frá Bandaríkjunum hafa óskað eftir frestinum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir þó að reglurnar muni koma til framkvæmda. „Það er engan bilbug á okkur í ráðuneytinu að finna og þessi reglugerð er á leiðinni,“ segir Bjarni en bætir því við að það hafi þótti sjálfsagt að verða við ósk um frest því að aðlögunin gæti tekið tíma og enn þurfi að fara í gegnum ýmis atriði. „Það er alveg eðlilegt.“ Neytendasamtökin fögnuðu nýju reglugerðinni er hún var undirrituð í lok síðasta árs en harma nú frestunina. „Ég skil ekki þessa frestun og vil fá rök ráðherra fyrir henni,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég spyr því, hverra hagsmuna er verið að gæta? Eru það hagsmunir innflytjenda?“ Jóhannes segir einnig umhugsunarvert hvort til standi að breyta reglunum frekar áður en þær taki gildi. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk Neytendasamtakanna að segja fólki hvort það eigi að kaupa erfðabreyttar vörur eða ekki. „Hins vegar þurfa neytendur slíkar upplýsingar til að geta valið vörur á upplýstan hátt.“ Jóhannes segir innflytjendur hafa fengið nægt svigrúm til að laga sig að reglugerðinni. Þar að auki hafi önnur EES-ríki búið við slíkar reglur um árabil. „En við sitjum enn og bíðum, og það er óviðunandi fyrir íslenska neytendur.“thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent