Slasaðist illa og hjólið brotnaði í tvennt 3. september 2011 02:30 Guðbjörg Halldórsdóttir með reiðhjólið sem hún var á þegar hún lenti í árekstri við annan hjólreiðamann.Fréttablaðið/anton Þegar Guðbjörg Halldórsdóttir fór í hjólreiðatúr í Fossvogsdalnum á góðviðrisdegi í júlíbyrjun átti hún ekki von á því að hún yrði meira og minna frá vinnu næstu tvo mánuðina. „Mér tókst ekki að afstýra árekstri við ungan strák sem kom hjólandi niður brekku. Hann hjólaði á göngustíg og stytti sér leið yfir grasflöt yfir á hjólastíginn sem ég var á. Þarna, eins og víða annars staðar á hjólastígum, var beygja og tré byrgðu einnig sýn. Samferðakona mín sá strákinn á undan mér en hann sá okkur ekki. Við strákurinn skullum saman og ég datt fram fyrir mig og lenti á höfðinu. Sem betur fer var ég með hjálm en ég fékk áverka á háls og brjósthrygg,“ segir Guðbjörg sem kveðst alls ekki vera búin að ná sér eftir slysið. Strákurinn slapp ómeiddur og hjólið hans var óskemmt eftir áreksturinn, að sögn Guðbjargar. Gaffallinn á hennar hjóli brotnaði og hjólið er í raun ónýtt, að því er hún greinir frá. „Þetta sýnir hvað getur gerst þegar hjólað er á miklum hraða. Sjálf var ég ekki á miklum hraða en ég gerði mér ekki grein fyrir hraðanum sem hann var á. Svona slys sýnir að það er margt sem þarf að laga í sambandi við samgönguleiðir fyrir hjólreiðamenn.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hjólreiðamenn sýni varkárni og fari eftir umferðarreglum á hjólastígum. „Það eru engar sérstakar reglur í gildi fyrir hjólreiðamenn um hámarkshraða en þeir þurfa að fara eftir almennum umferðarreglum. Það er algjör nauðsyn til þess að koma megi í veg fyrir slys. Það er orðin mikil umferð á hjólreiðastígunum, alveg eins og á götunum, auk þess sem fólk er farið að hjóla mjög hratt. Hjólreiðamenn eru jafnvel á 30 til 40 km hraða.“ Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði Landspítalans, segir hjólreiðaslys geta verið mjög slæm. „Þetta er allur skalinn, frá minni háttar slysum upp í alvarleg. Það þarf að sýna tillitssemi í þessu eins og öðru. Hjólreiðamenn þurfa að passa sig og passa aðra. Sem betur fer eru flestir með hjálm. Hjálmurinn þarf hins vegar að vera með almennilegu skyggni fram yfir andlitið og vera rétt festur. Það skiptir miklu máli.“ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þegar Guðbjörg Halldórsdóttir fór í hjólreiðatúr í Fossvogsdalnum á góðviðrisdegi í júlíbyrjun átti hún ekki von á því að hún yrði meira og minna frá vinnu næstu tvo mánuðina. „Mér tókst ekki að afstýra árekstri við ungan strák sem kom hjólandi niður brekku. Hann hjólaði á göngustíg og stytti sér leið yfir grasflöt yfir á hjólastíginn sem ég var á. Þarna, eins og víða annars staðar á hjólastígum, var beygja og tré byrgðu einnig sýn. Samferðakona mín sá strákinn á undan mér en hann sá okkur ekki. Við strákurinn skullum saman og ég datt fram fyrir mig og lenti á höfðinu. Sem betur fer var ég með hjálm en ég fékk áverka á háls og brjósthrygg,“ segir Guðbjörg sem kveðst alls ekki vera búin að ná sér eftir slysið. Strákurinn slapp ómeiddur og hjólið hans var óskemmt eftir áreksturinn, að sögn Guðbjargar. Gaffallinn á hennar hjóli brotnaði og hjólið er í raun ónýtt, að því er hún greinir frá. „Þetta sýnir hvað getur gerst þegar hjólað er á miklum hraða. Sjálf var ég ekki á miklum hraða en ég gerði mér ekki grein fyrir hraðanum sem hann var á. Svona slys sýnir að það er margt sem þarf að laga í sambandi við samgönguleiðir fyrir hjólreiðamenn.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hjólreiðamenn sýni varkárni og fari eftir umferðarreglum á hjólastígum. „Það eru engar sérstakar reglur í gildi fyrir hjólreiðamenn um hámarkshraða en þeir þurfa að fara eftir almennum umferðarreglum. Það er algjör nauðsyn til þess að koma megi í veg fyrir slys. Það er orðin mikil umferð á hjólreiðastígunum, alveg eins og á götunum, auk þess sem fólk er farið að hjóla mjög hratt. Hjólreiðamenn eru jafnvel á 30 til 40 km hraða.“ Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði Landspítalans, segir hjólreiðaslys geta verið mjög slæm. „Þetta er allur skalinn, frá minni háttar slysum upp í alvarleg. Það þarf að sýna tillitssemi í þessu eins og öðru. Hjólreiðamenn þurfa að passa sig og passa aðra. Sem betur fer eru flestir með hjálm. Hjálmurinn þarf hins vegar að vera með almennilegu skyggni fram yfir andlitið og vera rétt festur. Það skiptir miklu máli.“ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira