Slasaðist illa og hjólið brotnaði í tvennt 3. september 2011 02:30 Guðbjörg Halldórsdóttir með reiðhjólið sem hún var á þegar hún lenti í árekstri við annan hjólreiðamann.Fréttablaðið/anton Þegar Guðbjörg Halldórsdóttir fór í hjólreiðatúr í Fossvogsdalnum á góðviðrisdegi í júlíbyrjun átti hún ekki von á því að hún yrði meira og minna frá vinnu næstu tvo mánuðina. „Mér tókst ekki að afstýra árekstri við ungan strák sem kom hjólandi niður brekku. Hann hjólaði á göngustíg og stytti sér leið yfir grasflöt yfir á hjólastíginn sem ég var á. Þarna, eins og víða annars staðar á hjólastígum, var beygja og tré byrgðu einnig sýn. Samferðakona mín sá strákinn á undan mér en hann sá okkur ekki. Við strákurinn skullum saman og ég datt fram fyrir mig og lenti á höfðinu. Sem betur fer var ég með hjálm en ég fékk áverka á háls og brjósthrygg,“ segir Guðbjörg sem kveðst alls ekki vera búin að ná sér eftir slysið. Strákurinn slapp ómeiddur og hjólið hans var óskemmt eftir áreksturinn, að sögn Guðbjargar. Gaffallinn á hennar hjóli brotnaði og hjólið er í raun ónýtt, að því er hún greinir frá. „Þetta sýnir hvað getur gerst þegar hjólað er á miklum hraða. Sjálf var ég ekki á miklum hraða en ég gerði mér ekki grein fyrir hraðanum sem hann var á. Svona slys sýnir að það er margt sem þarf að laga í sambandi við samgönguleiðir fyrir hjólreiðamenn.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hjólreiðamenn sýni varkárni og fari eftir umferðarreglum á hjólastígum. „Það eru engar sérstakar reglur í gildi fyrir hjólreiðamenn um hámarkshraða en þeir þurfa að fara eftir almennum umferðarreglum. Það er algjör nauðsyn til þess að koma megi í veg fyrir slys. Það er orðin mikil umferð á hjólreiðastígunum, alveg eins og á götunum, auk þess sem fólk er farið að hjóla mjög hratt. Hjólreiðamenn eru jafnvel á 30 til 40 km hraða.“ Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði Landspítalans, segir hjólreiðaslys geta verið mjög slæm. „Þetta er allur skalinn, frá minni háttar slysum upp í alvarleg. Það þarf að sýna tillitssemi í þessu eins og öðru. Hjólreiðamenn þurfa að passa sig og passa aðra. Sem betur fer eru flestir með hjálm. Hjálmurinn þarf hins vegar að vera með almennilegu skyggni fram yfir andlitið og vera rétt festur. Það skiptir miklu máli.“ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þegar Guðbjörg Halldórsdóttir fór í hjólreiðatúr í Fossvogsdalnum á góðviðrisdegi í júlíbyrjun átti hún ekki von á því að hún yrði meira og minna frá vinnu næstu tvo mánuðina. „Mér tókst ekki að afstýra árekstri við ungan strák sem kom hjólandi niður brekku. Hann hjólaði á göngustíg og stytti sér leið yfir grasflöt yfir á hjólastíginn sem ég var á. Þarna, eins og víða annars staðar á hjólastígum, var beygja og tré byrgðu einnig sýn. Samferðakona mín sá strákinn á undan mér en hann sá okkur ekki. Við strákurinn skullum saman og ég datt fram fyrir mig og lenti á höfðinu. Sem betur fer var ég með hjálm en ég fékk áverka á háls og brjósthrygg,“ segir Guðbjörg sem kveðst alls ekki vera búin að ná sér eftir slysið. Strákurinn slapp ómeiddur og hjólið hans var óskemmt eftir áreksturinn, að sögn Guðbjargar. Gaffallinn á hennar hjóli brotnaði og hjólið er í raun ónýtt, að því er hún greinir frá. „Þetta sýnir hvað getur gerst þegar hjólað er á miklum hraða. Sjálf var ég ekki á miklum hraða en ég gerði mér ekki grein fyrir hraðanum sem hann var á. Svona slys sýnir að það er margt sem þarf að laga í sambandi við samgönguleiðir fyrir hjólreiðamenn.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hjólreiðamenn sýni varkárni og fari eftir umferðarreglum á hjólastígum. „Það eru engar sérstakar reglur í gildi fyrir hjólreiðamenn um hámarkshraða en þeir þurfa að fara eftir almennum umferðarreglum. Það er algjör nauðsyn til þess að koma megi í veg fyrir slys. Það er orðin mikil umferð á hjólreiðastígunum, alveg eins og á götunum, auk þess sem fólk er farið að hjóla mjög hratt. Hjólreiðamenn eru jafnvel á 30 til 40 km hraða.“ Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði Landspítalans, segir hjólreiðaslys geta verið mjög slæm. „Þetta er allur skalinn, frá minni háttar slysum upp í alvarleg. Það þarf að sýna tillitssemi í þessu eins og öðru. Hjólreiðamenn þurfa að passa sig og passa aðra. Sem betur fer eru flestir með hjálm. Hjálmurinn þarf hins vegar að vera með almennilegu skyggni fram yfir andlitið og vera rétt festur. Það skiptir miklu máli.“ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira