Kaldur hugur og hlýtt hjarta Sigurður Árni Þórðarson skrifar 6. september 2011 06:00 Paul Ricoeur var einn áhugaverðasti heimspekingur Frakka á tuttugustu öld. Bækur hans rötuðu víða og hugmyndir hans höfðu áhrif í mörgum fræðagreinum. Áður en hann lét af störfum var hann til dæmis um tíma prófessor við guðfræðideild Chicago-háskóla. Fræðasvið Ricoeurs var vítt og hér verður aðeins vikið að hvernig hann ræddi um tvær víddir í gagnrýni hugmynda. Ricoeur talaði um meistara tortryggni og hvernig nýta má niðurbrot þeirra í heimi hugmyndanna til endurheimtar og endurbyggingar. Meistarar tortryggninnar eru þau, sem þora að efast um viðtekin sannindi, andmæla því, sem ekki stenst skoðun og leggja til aðrar túlkunarleiðir en hinar hefðbundnu. Dæmi Ricoeur um tortryggnisspekinga eru Marx, sem lagði grunn að samfélagsrýni, og Freud, sem uppgötvaði dýptir sálarinnar og atriði sem stýrðu hegðun, veru og vitundarlífi manna. Þriðji meistari tortryggninnar var síðan Nietzsche, sem hafnaði ýmsum hugmyndakerfum sem honum þóttu ekki standast, til dæmis í trúarhugsun. Öflugir tortryggjendur skafa burt hið ónýta og rök þeirra varða sannleiksleitendur – af hvaða sauðahúsi sem þeir eru. En tortryggni er ekki nóg, hlutverk andans er ekki bara að brjóta niður, stinga í kýli og hleypa út galli blekkinga. Hugur þjónar ekki aðeins hreingerningu sálarinnar heldur velferð fólks. Hugsun er ekki bara fyrir gagnrýni heldur líka lífsrýni. Hlutverk skynsemi er bæði að rífa niður, en líka byggja upp, að veita næringu og leyfa vaxtarsprotum að dafna. Þess vegna er hugsun endurheimtar mikilvæg, spekin skoðar hvað af hugmyndum má endurnýta. Jesús Kristur er að mínu viti besta dæmið um speking, sem bæði tortryggði og endurtryggði, reif niður það sem hindraði fólk til frelsis en endurbyggði líka ríki elskunnar. Við megum vera tortryggin til dæmis þegar við lesum goðsögur og góðar bókmenntir, en ættum ekki að henda þeim bara af því að þær fjalla um verur sem eru ekki til. Stóru sögur mannkynsins fjalla alltaf um líf í heiminum, fólk, átök og mikilvæg atriði. Goðmögn, handanverur og einstaklingar eru ekki aðalatriði þessara sagna, heldur viskan um líf og lífsmöguleika í heimi. Hið sama gildir um Biblíuna, trúarbragðaefni og heimspekiefni aldanna. Hið mikilvæga er að endurheimta dýptarviskuna. Tortryggjum hefðir og kreddur, en hugsum speki og einnig trúarefni til lífs. Hver maður ætti að temja sér tortryggjandi huga en elskandi afstöðu, kaldan huga og hlýtt hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun
Paul Ricoeur var einn áhugaverðasti heimspekingur Frakka á tuttugustu öld. Bækur hans rötuðu víða og hugmyndir hans höfðu áhrif í mörgum fræðagreinum. Áður en hann lét af störfum var hann til dæmis um tíma prófessor við guðfræðideild Chicago-háskóla. Fræðasvið Ricoeurs var vítt og hér verður aðeins vikið að hvernig hann ræddi um tvær víddir í gagnrýni hugmynda. Ricoeur talaði um meistara tortryggni og hvernig nýta má niðurbrot þeirra í heimi hugmyndanna til endurheimtar og endurbyggingar. Meistarar tortryggninnar eru þau, sem þora að efast um viðtekin sannindi, andmæla því, sem ekki stenst skoðun og leggja til aðrar túlkunarleiðir en hinar hefðbundnu. Dæmi Ricoeur um tortryggnisspekinga eru Marx, sem lagði grunn að samfélagsrýni, og Freud, sem uppgötvaði dýptir sálarinnar og atriði sem stýrðu hegðun, veru og vitundarlífi manna. Þriðji meistari tortryggninnar var síðan Nietzsche, sem hafnaði ýmsum hugmyndakerfum sem honum þóttu ekki standast, til dæmis í trúarhugsun. Öflugir tortryggjendur skafa burt hið ónýta og rök þeirra varða sannleiksleitendur – af hvaða sauðahúsi sem þeir eru. En tortryggni er ekki nóg, hlutverk andans er ekki bara að brjóta niður, stinga í kýli og hleypa út galli blekkinga. Hugur þjónar ekki aðeins hreingerningu sálarinnar heldur velferð fólks. Hugsun er ekki bara fyrir gagnrýni heldur líka lífsrýni. Hlutverk skynsemi er bæði að rífa niður, en líka byggja upp, að veita næringu og leyfa vaxtarsprotum að dafna. Þess vegna er hugsun endurheimtar mikilvæg, spekin skoðar hvað af hugmyndum má endurnýta. Jesús Kristur er að mínu viti besta dæmið um speking, sem bæði tortryggði og endurtryggði, reif niður það sem hindraði fólk til frelsis en endurbyggði líka ríki elskunnar. Við megum vera tortryggin til dæmis þegar við lesum goðsögur og góðar bókmenntir, en ættum ekki að henda þeim bara af því að þær fjalla um verur sem eru ekki til. Stóru sögur mannkynsins fjalla alltaf um líf í heiminum, fólk, átök og mikilvæg atriði. Goðmögn, handanverur og einstaklingar eru ekki aðalatriði þessara sagna, heldur viskan um líf og lífsmöguleika í heimi. Hið sama gildir um Biblíuna, trúarbragðaefni og heimspekiefni aldanna. Hið mikilvæga er að endurheimta dýptarviskuna. Tortryggjum hefðir og kreddur, en hugsum speki og einnig trúarefni til lífs. Hver maður ætti að temja sér tortryggjandi huga en elskandi afstöðu, kaldan huga og hlýtt hjarta.