Tugir stórfyrirtækja hafa flúið krónuna 15. september 2011 05:00 Upplýsti á þingi að 37 af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gerðu reikninga sína upp í erlendri mynt.fréttablaðið/stefán Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna. Af þessum fyrirtækjum eru ellefu sjávarútvegsfyrirtæki, sem samanlagt eiga um 42 prósent af aflamarki. Magnús Orri segir það umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtækin njóti kostanna við uppgjör í erlendri mynt berjist samtök þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna, með kjafti og klóm gegn því að almenningur fái notið sömu kjara. „Útgerðarmennirnir gera upp í evrum og njóta þannig lægri vaxta og minni sveiflna en standa svo í baráttunni gegn því að starfsmenn þeirra, fiskvinnslufólk og sjómenn, fái sömu kjör.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ljóst væri að evran væri komin inn bakdyramegin sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar. „Það er ljóst að stór og vel rekin fyrirtæki telja hagsmunum sínum betur borgið við það að gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Það þarf að skoða, það er nokkuð ljóst.“ Ragnheiður sagði það einnig umhugsunarefni hvernig gjaldeyrishöftin kæmu við fyrirtækin. Þau gætu leitt til þess að fyrirtæki með hátt hlutfall tekna í erlendri mynt færði höfuðstöðvar sínar úr landi. Magnús Orri tekur undir þessar áhyggjur og segir það að fyrirtækin flýi krónuna auka líkur á því að þau flytji höfuðstöðvar sínar út. „Stóru verðmætu fyrirtækin okkar eiga þess kost að fara út úr krónunni og það hafa mörg þeirra gert. Almenningur hefur ekki sama valkost og situr eftir með háa vexti og óvissu í rekstri heimila.“kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna. Af þessum fyrirtækjum eru ellefu sjávarútvegsfyrirtæki, sem samanlagt eiga um 42 prósent af aflamarki. Magnús Orri segir það umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtækin njóti kostanna við uppgjör í erlendri mynt berjist samtök þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna, með kjafti og klóm gegn því að almenningur fái notið sömu kjara. „Útgerðarmennirnir gera upp í evrum og njóta þannig lægri vaxta og minni sveiflna en standa svo í baráttunni gegn því að starfsmenn þeirra, fiskvinnslufólk og sjómenn, fái sömu kjör.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ljóst væri að evran væri komin inn bakdyramegin sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar. „Það er ljóst að stór og vel rekin fyrirtæki telja hagsmunum sínum betur borgið við það að gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Það þarf að skoða, það er nokkuð ljóst.“ Ragnheiður sagði það einnig umhugsunarefni hvernig gjaldeyrishöftin kæmu við fyrirtækin. Þau gætu leitt til þess að fyrirtæki með hátt hlutfall tekna í erlendri mynt færði höfuðstöðvar sínar úr landi. Magnús Orri tekur undir þessar áhyggjur og segir það að fyrirtækin flýi krónuna auka líkur á því að þau flytji höfuðstöðvar sínar út. „Stóru verðmætu fyrirtækin okkar eiga þess kost að fara út úr krónunni og það hafa mörg þeirra gert. Almenningur hefur ekki sama valkost og situr eftir með háa vexti og óvissu í rekstri heimila.“kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira