Grugguppvakningar vilja endurlífga handboltarokkið 15. september 2011 20:00 Handboltarokkararnir í Bush eru búnir að senda frá sér nýja plötu, þá fyrstu í tíu ár. Gavin Rossdale, til hægri, þykir vera á uppleið eftir misheppnaða sólóplötu fyrir þremur árum.nordicphotos/getty Bush er ekki vinsælasta hljómsveit heims. Hún er ekki heldur sú besta né sú virkasta. Það hafa samt allir heyrt lög með Bush og sama hvað þér finnst um harpix-klístrað handboltarokkið þá er komin ný plata frá Bretunum sem allir halda að séu Kanar. Hljómsveitin Bush sendi í vikunni frá sér fimmtu breiðskífuna. Sveitin er ekki sú virkasta í heimi því sautján ár eru liðin frá fyrstu plötunni, Sixteen Stone, sem naut talsverðra vinsælda og hefur selst í milljónum eintaka um allan heim. Þá eru tíu ár liðin frá útgáfu síðustu plötu Bush, Golden State, sem var reyndar ekkert sérstaklega vinsæl. Ólíkt því sem margir telja, þá er Bush bresk hljómsveit, stofnuð í London árið 1992. Hljómurinn er hins vegar jafn bandarískur og gallabuxur og djúpsteikir kleinuhringir. Hljómsveitin hefur alltaf flokkast sem einhvers konar uppvakningur gruggtímabilsins, líkt og Stone Temple Pilots og síðar Creed. Á Íslandi flokkast þessar hljómsveitir undir handboltarokk og á nýrri plötu Bush virðist hljómsveitin vilja endurvekja þá tónlistarstefnu. Plötunni hefur verið sæmilega tekið af gagnrýnendum. Flestir tala um að platan sé ekki léleg, þó hún sé ekkert sérstaklega góð. Þá virðast allir sammála um að platan bæti litlu sem engu við feril Bush og sé sísta plata hljómsveitarinnar. Söngvaranum Gavin Rossdale, sem er þekktastur í dag fyrir að vera eiginmaður söngkonunnar Gwen Stefani, er þó hrósað. Talað er um að platan sé afar hressandi miðað við misheppnuðu sólóplötuna WANDERlust frá árinu 2008. Bush er þekktust fyrir lög á borð við Machinehead, Swallowed, The Chemicals Between Us og síðar Inflatable. Slíkir smellir virðast langt undan á nýju plötunni, þó að lög á borð við Afterlife, The Sound of Winter, All My Life og The Mirror of the Signs henti eflaust sem upphitunarlög fyrir leik FH og Hauka í N1-deildinni í handbolta. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bush er ekki vinsælasta hljómsveit heims. Hún er ekki heldur sú besta né sú virkasta. Það hafa samt allir heyrt lög með Bush og sama hvað þér finnst um harpix-klístrað handboltarokkið þá er komin ný plata frá Bretunum sem allir halda að séu Kanar. Hljómsveitin Bush sendi í vikunni frá sér fimmtu breiðskífuna. Sveitin er ekki sú virkasta í heimi því sautján ár eru liðin frá fyrstu plötunni, Sixteen Stone, sem naut talsverðra vinsælda og hefur selst í milljónum eintaka um allan heim. Þá eru tíu ár liðin frá útgáfu síðustu plötu Bush, Golden State, sem var reyndar ekkert sérstaklega vinsæl. Ólíkt því sem margir telja, þá er Bush bresk hljómsveit, stofnuð í London árið 1992. Hljómurinn er hins vegar jafn bandarískur og gallabuxur og djúpsteikir kleinuhringir. Hljómsveitin hefur alltaf flokkast sem einhvers konar uppvakningur gruggtímabilsins, líkt og Stone Temple Pilots og síðar Creed. Á Íslandi flokkast þessar hljómsveitir undir handboltarokk og á nýrri plötu Bush virðist hljómsveitin vilja endurvekja þá tónlistarstefnu. Plötunni hefur verið sæmilega tekið af gagnrýnendum. Flestir tala um að platan sé ekki léleg, þó hún sé ekkert sérstaklega góð. Þá virðast allir sammála um að platan bæti litlu sem engu við feril Bush og sé sísta plata hljómsveitarinnar. Söngvaranum Gavin Rossdale, sem er þekktastur í dag fyrir að vera eiginmaður söngkonunnar Gwen Stefani, er þó hrósað. Talað er um að platan sé afar hressandi miðað við misheppnuðu sólóplötuna WANDERlust frá árinu 2008. Bush er þekktust fyrir lög á borð við Machinehead, Swallowed, The Chemicals Between Us og síðar Inflatable. Slíkir smellir virðast langt undan á nýju plötunni, þó að lög á borð við Afterlife, The Sound of Winter, All My Life og The Mirror of the Signs henti eflaust sem upphitunarlög fyrir leik FH og Hauka í N1-deildinni í handbolta. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira