Farsæll kvikmyndaleikstjóri reynir fyrir sér í leikhúsinu 15. september 2011 14:00 Ragnar Bragason leikstýrir nýju verki eftir sjálfan sig í Borgarleikhúsinu eftir ár. Hann hefur aldrei áður leikstýrt í leikhúsi.Fréttablaðið/Valli „Við Magnús [Geir Þórðarson] höfum átt þetta samtal í nokkur ár um hvort ég hefði áhuga á að koma inn í leikhúsið og ég stóðst ekki mátið núna þegar vel var boðið,“ segir Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri. Ragnar, sem hingað til hefur aðallega gert kvikmyndir og sjónvarpsþætti, semur nýtt verk og leikstýrir því fyrir Borgarleikhúsið, en það verður sett upp á næsta ári. Leikhússtjórinn Magnús Geir er ákaflega ánægður með að hafa klófest Ragnar. „Ég hef dáðst að verkum hans á undanförnum árum. Hann er fær leikstjóri og hefur einstaka sögumannshæfileika, segir sterkar og skýrar sögur af alvöru fólki,“ segir Magnús, sem viðurkennir að hann hafi lengi átt sér þann draum að fá Ragnar til að takast á við leikhúsið. Ragnari finnst þetta mjög spennandi verkefni, hann er alltaf reiðubúinn að prófa eitthvað nýtt. „Og svo er náttúrlega spurning hvort maður þurfi ekki að víkka út starfssvið sitt þegar stuðningur við kvikmyndagerð er eins og hann er í dag.“ Ragnar er þó ekki blautur á bak við eyrun þegar kemur að leikhúsi því hann gerði heimildarmyndina Love Is in the Air sem fylgdi eftir frægðarför leikhópsins Vesturports til London með sýninguna Rómeó & Júlíu. „Leikhúsið er auðvitað annað sýningarform en grunnatriðin eru alltaf þau sömu, maður er að segja sögu og búa til persónur.“ Og Ragnar viðurkennir að vinnuaðferðir hans með leikurum eigi rætur sínar að rekja til leikhússins. „Þetta er eitthvað sem Mike Leigh byrjaði að þróa í leikhúsi og færði út í bíómyndir sínar og byggist á því að nota leikara sem höfunda.“ Leikstjórinn segir að leikhúsið hafi sína kosti, áhorfendur séu til að mynda tilbúnari að trúa í leikhúsi en gagnvart bíómynd. „Í bíómynd verður maður að hafa glugga og veggi og ákveðinn raunveruleika en í leikhúsi veit fólk að það er að horfa á eitthvað tilbúið,“ útskýrir Ragnar, sem kveðst þó ekki ætla að taka stórt stökk efnislega. „Ég ætla að halda mig við það sem ég kann; þetta verður realískt verk með blöndu af gamni og alvöru.“freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Við Magnús [Geir Þórðarson] höfum átt þetta samtal í nokkur ár um hvort ég hefði áhuga á að koma inn í leikhúsið og ég stóðst ekki mátið núna þegar vel var boðið,“ segir Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri. Ragnar, sem hingað til hefur aðallega gert kvikmyndir og sjónvarpsþætti, semur nýtt verk og leikstýrir því fyrir Borgarleikhúsið, en það verður sett upp á næsta ári. Leikhússtjórinn Magnús Geir er ákaflega ánægður með að hafa klófest Ragnar. „Ég hef dáðst að verkum hans á undanförnum árum. Hann er fær leikstjóri og hefur einstaka sögumannshæfileika, segir sterkar og skýrar sögur af alvöru fólki,“ segir Magnús, sem viðurkennir að hann hafi lengi átt sér þann draum að fá Ragnar til að takast á við leikhúsið. Ragnari finnst þetta mjög spennandi verkefni, hann er alltaf reiðubúinn að prófa eitthvað nýtt. „Og svo er náttúrlega spurning hvort maður þurfi ekki að víkka út starfssvið sitt þegar stuðningur við kvikmyndagerð er eins og hann er í dag.“ Ragnar er þó ekki blautur á bak við eyrun þegar kemur að leikhúsi því hann gerði heimildarmyndina Love Is in the Air sem fylgdi eftir frægðarför leikhópsins Vesturports til London með sýninguna Rómeó & Júlíu. „Leikhúsið er auðvitað annað sýningarform en grunnatriðin eru alltaf þau sömu, maður er að segja sögu og búa til persónur.“ Og Ragnar viðurkennir að vinnuaðferðir hans með leikurum eigi rætur sínar að rekja til leikhússins. „Þetta er eitthvað sem Mike Leigh byrjaði að þróa í leikhúsi og færði út í bíómyndir sínar og byggist á því að nota leikara sem höfunda.“ Leikstjórinn segir að leikhúsið hafi sína kosti, áhorfendur séu til að mynda tilbúnari að trúa í leikhúsi en gagnvart bíómynd. „Í bíómynd verður maður að hafa glugga og veggi og ákveðinn raunveruleika en í leikhúsi veit fólk að það er að horfa á eitthvað tilbúið,“ útskýrir Ragnar, sem kveðst þó ekki ætla að taka stórt stökk efnislega. „Ég ætla að halda mig við það sem ég kann; þetta verður realískt verk með blöndu af gamni og alvöru.“freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira