Lærir tískuljósmyndun í London 15. september 2011 16:00 Íris Björk Reynisdóttir. Fréttablaðið/VALLI Ljósmyndun hefur átt hug Írisar Bjarkar Reynisdóttur undanfarin fjögur ár. Hún flytur búferlum til London á laugardaginn og hefur nám í ljósmyndun og stíliseringu við London College of Fashion. Ljósmyndaáhuginn kviknaði þegar Íris var skiptinemi í Brasilíu. Þá greip hana mikil löngun til þess að taka myndir enda margt nýtt og framandi sem bar fyrir augu. „Ég keypti mér almennilega myndavél hálfu ári eftir heimkomu. Á sama tíma hóf ég að vinna fyrir ljósmyndanefnd Verzlunarskóla Íslands og tók myndir fyrir nemendafélag skólans í tvö ár." Eftir útskrift vorið 2010 hefur hún verið iðin við ljósmyndun, samhliða því að kenna í Danslistarskóla JSB og læra förðun. Hún kveðst hafa lagt stund á förðun til að auka möguleika sína á inngöngu í skólann. Á sama tíma neitar hún því ekki að gott sé að hafa förðunarnámið í farteskinu sem ljósmyndari. Íris segist vera að þróa með sér sinn eigin stíl og að hún reyni alltaf að prófa eitthvað nýtt með hverri myndatöku. „Mig langar að starfa á sviði tísku og valdi skólann af þeim sökum. Hann býður upp á nám til BA-gráðu í tískuljósmyndun, ólíkt mörgum skólum sem bjóða einungis upp á meistaragráðu í faginu." Námsbraut Írisar er blanda af ljósmyndun og stíliseringu. Fyrsta árið leggur hún stund á bæði fögin en eftir það hyggst hún sérhæfa sig í ljósmyndun. „Ég hef ekki beint reynslu af stíliseringu en hef skýra skoðun á því sem ég vil gera í myndatökum," segir Íris sem var einmitt á leið að mynda og stílisera myndatöku fyrir nýja línu Oroblu-sokkabuxnanna. „Ég hef ekki alltaf haft áhuga á tísku. Hann kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur vaxið samhliða ljósmyndaáhuganum. Ég get ekki sagt að ég hafi verið svalasti krakkinn í grunnskóla." Íris heldur úti vefsíðunni iris-bjork.blogspot.com og má fylgjast með ævintýrum hennar þar. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Ljósmyndun hefur átt hug Írisar Bjarkar Reynisdóttur undanfarin fjögur ár. Hún flytur búferlum til London á laugardaginn og hefur nám í ljósmyndun og stíliseringu við London College of Fashion. Ljósmyndaáhuginn kviknaði þegar Íris var skiptinemi í Brasilíu. Þá greip hana mikil löngun til þess að taka myndir enda margt nýtt og framandi sem bar fyrir augu. „Ég keypti mér almennilega myndavél hálfu ári eftir heimkomu. Á sama tíma hóf ég að vinna fyrir ljósmyndanefnd Verzlunarskóla Íslands og tók myndir fyrir nemendafélag skólans í tvö ár." Eftir útskrift vorið 2010 hefur hún verið iðin við ljósmyndun, samhliða því að kenna í Danslistarskóla JSB og læra förðun. Hún kveðst hafa lagt stund á förðun til að auka möguleika sína á inngöngu í skólann. Á sama tíma neitar hún því ekki að gott sé að hafa förðunarnámið í farteskinu sem ljósmyndari. Íris segist vera að þróa með sér sinn eigin stíl og að hún reyni alltaf að prófa eitthvað nýtt með hverri myndatöku. „Mig langar að starfa á sviði tísku og valdi skólann af þeim sökum. Hann býður upp á nám til BA-gráðu í tískuljósmyndun, ólíkt mörgum skólum sem bjóða einungis upp á meistaragráðu í faginu." Námsbraut Írisar er blanda af ljósmyndun og stíliseringu. Fyrsta árið leggur hún stund á bæði fögin en eftir það hyggst hún sérhæfa sig í ljósmyndun. „Ég hef ekki beint reynslu af stíliseringu en hef skýra skoðun á því sem ég vil gera í myndatökum," segir Íris sem var einmitt á leið að mynda og stílisera myndatöku fyrir nýja línu Oroblu-sokkabuxnanna. „Ég hef ekki alltaf haft áhuga á tísku. Hann kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur vaxið samhliða ljósmyndaáhuganum. Ég get ekki sagt að ég hafi verið svalasti krakkinn í grunnskóla." Íris heldur úti vefsíðunni iris-bjork.blogspot.com og má fylgjast með ævintýrum hennar þar. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið