Fagna hugmyndum um aukinn innflutning 16. september 2011 04:00 Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“Guðmundur MarteinssonGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri innflutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óskastaða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutningskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neytendur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðvar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“Guðmundur MarteinssonGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri innflutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óskastaða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutningskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neytendur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðvar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira