Ekkert gefið eftir þótt ánægjan sé í fyrirrúmi 16. september 2011 05:00 Í toppbaráttunni Bragi Halldórsson hefur staðið sig vel það sem af er Norðurlandamóti öldunga í skák. Hann er í toppbaráttunni ásamt mörgum sterkum skákmönnum, til að mynda Friðriki Ólafssyni og Heikki Westerinen, sem hefur unnið þetta mót í síðustu þrjú skipti. Fréttablaðið/Anton Kominn aftur til keppni Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson, fyrrverandi formaður Alþjóðaskáksambandsins, er meðal keppenda. „Hér er alls ekkert gefið eftir. Síður en svo,“ segir Bragi Halldórsson, einn af þátttakendum á Norðurlandamóti öldunga sem fer fram þessa dagana. „Hér njóta menn leiksins og baráttunnar og það er í fyrirrúmi hjá flestum,“ bætir Bragi við. „Úrslitin eru því ekki aðalatriðið, heldur frekar ánægjan af leiknum.“ Bragi hefur verið í forystu nær allt mótið en tapaði fyrir Nils Åke Malmdin í sjöttu umferð, sem fór fram í gær, og féll niður í sjötta sætið. Meðal þeirra 52ja keppenda sem eru mættir til leiks að þessu sinni er Finninn Heikki Westerinen, sem hefur unnið þetta mót síðustu þrjú skipti, en keppt hefur verið annað hvert ár frá árinu 1999. „Hér eru margir sterkir skákmenn,“ segir Bragi. „Westerinen hefur til dæmis teflt oftar en nokkur annar á Ólympíumóti og síðan er ánægjulegt að sjá Friðrik [Ólafsson stórmeistara] aftur í keppni. Hann var örlítið ryðgaður framan af en er kominn í gang núna,“ segir Bragi. Eftir úrslitin í sjöttu umferð eru finnski stórmeistarinn Yrjö Rantanen og Daninn Jørn Sloth í forystu með fimm vinninga. Friðrik vann í gær og er í þriðja til fimmta sæti ásamt Westerinen og Malmdin með fjóra og hálfan vinning. Mótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Þrjár umferðir eru eftir og hefst sjöunda umferð í dag klukkan 14. Mótinu lýkur á sunnudag. Þá kemur í ljós hvort Westerinen sigrar í fjórða sinn í röð eða hvort titillinn fellur einhverjum öðrum í skaut. Jafnvel gæti Íslendingur unnið í fyrsta sinn. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Kominn aftur til keppni Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson, fyrrverandi formaður Alþjóðaskáksambandsins, er meðal keppenda. „Hér er alls ekkert gefið eftir. Síður en svo,“ segir Bragi Halldórsson, einn af þátttakendum á Norðurlandamóti öldunga sem fer fram þessa dagana. „Hér njóta menn leiksins og baráttunnar og það er í fyrirrúmi hjá flestum,“ bætir Bragi við. „Úrslitin eru því ekki aðalatriðið, heldur frekar ánægjan af leiknum.“ Bragi hefur verið í forystu nær allt mótið en tapaði fyrir Nils Åke Malmdin í sjöttu umferð, sem fór fram í gær, og féll niður í sjötta sætið. Meðal þeirra 52ja keppenda sem eru mættir til leiks að þessu sinni er Finninn Heikki Westerinen, sem hefur unnið þetta mót síðustu þrjú skipti, en keppt hefur verið annað hvert ár frá árinu 1999. „Hér eru margir sterkir skákmenn,“ segir Bragi. „Westerinen hefur til dæmis teflt oftar en nokkur annar á Ólympíumóti og síðan er ánægjulegt að sjá Friðrik [Ólafsson stórmeistara] aftur í keppni. Hann var örlítið ryðgaður framan af en er kominn í gang núna,“ segir Bragi. Eftir úrslitin í sjöttu umferð eru finnski stórmeistarinn Yrjö Rantanen og Daninn Jørn Sloth í forystu með fimm vinninga. Friðrik vann í gær og er í þriðja til fimmta sæti ásamt Westerinen og Malmdin með fjóra og hálfan vinning. Mótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Þrjár umferðir eru eftir og hefst sjöunda umferð í dag klukkan 14. Mótinu lýkur á sunnudag. Þá kemur í ljós hvort Westerinen sigrar í fjórða sinn í röð eða hvort titillinn fellur einhverjum öðrum í skaut. Jafnvel gæti Íslendingur unnið í fyrsta sinn. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira