Þingkona kærir ákvörðun til ráðuneytis 16. september 2011 06:15 Við bílinn Eygló og eiginmaður hennar hafa kært ákvörðun Umferðarstofu til innanríkisráðherra. Fréttablaðið/anton Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðherra vegna SP fjármögnunar og Umferðarstofu. Eygló biður ráðuneytið að kanna hvort löglegt sé fyrir Umferðarstofu að neita að skrá eiginmann hennar sem eiganda fjölskyldubílsins, sem var keyptur á bílaláni hjá SP fjármögnun árið 2004. Eiginmaður Eyglóar, Sigurður E. Vilhelmsson, fór fram á við Umferðarstofu 2. ágúst síðastliðinn að skráningu ökutækisins yrði breytt í samræmi við dóma Hæstaréttar. Sigurður vildi verða skráður eigandi fjölskyldubifreiðarinnar, en ekki SP fjármögnun. Umferðarstofa synjaði þessu. „Kærandi kefst þess að innanríkisráðuneytið fjalli um ákvörðun Umferðarstofu frá 11. ágúst 2011 sl. þess efnis að synja beiðni hans um að vera skráður eigandi bifreiðarinnar RT337 í ökutækjaskrá stofnunarinnar. Jafnframt er þess krafist að ráðuneytið fjalli um efnislegt lögmæti ákvörðunarinnar,“ segir í kærunni. Þá sendi Eygló efnahags- og viðskiptaráðherra skriflega fyrirspurn þess efnis hvort fjármögnunarfyrirtækin eigi ekki að telja þær bifreiðar sem þau segjast eiga, fram til skatts. Í ársreikningum fyrirtækjanna séu þær þó hvergi skráðar sem eign, heldur eru þær skráðar sem eign í skattframtölum lánþega. Eygló spyr ráðherra meðal annars hvort slíkt samræmist lögum. „Efnahags- og viðskiptaráðherra fer yfir þetta og ég vænti þess að hann komi fram með afstöðu í þessu máli. Hann getur ekki hlaupist undan því,“ segir Eygló og vísar í dóma Hæstaréttar þar um. „Ég tel að við eigum bílana okkar.“ - sv Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðherra vegna SP fjármögnunar og Umferðarstofu. Eygló biður ráðuneytið að kanna hvort löglegt sé fyrir Umferðarstofu að neita að skrá eiginmann hennar sem eiganda fjölskyldubílsins, sem var keyptur á bílaláni hjá SP fjármögnun árið 2004. Eiginmaður Eyglóar, Sigurður E. Vilhelmsson, fór fram á við Umferðarstofu 2. ágúst síðastliðinn að skráningu ökutækisins yrði breytt í samræmi við dóma Hæstaréttar. Sigurður vildi verða skráður eigandi fjölskyldubifreiðarinnar, en ekki SP fjármögnun. Umferðarstofa synjaði þessu. „Kærandi kefst þess að innanríkisráðuneytið fjalli um ákvörðun Umferðarstofu frá 11. ágúst 2011 sl. þess efnis að synja beiðni hans um að vera skráður eigandi bifreiðarinnar RT337 í ökutækjaskrá stofnunarinnar. Jafnframt er þess krafist að ráðuneytið fjalli um efnislegt lögmæti ákvörðunarinnar,“ segir í kærunni. Þá sendi Eygló efnahags- og viðskiptaráðherra skriflega fyrirspurn þess efnis hvort fjármögnunarfyrirtækin eigi ekki að telja þær bifreiðar sem þau segjast eiga, fram til skatts. Í ársreikningum fyrirtækjanna séu þær þó hvergi skráðar sem eign, heldur eru þær skráðar sem eign í skattframtölum lánþega. Eygló spyr ráðherra meðal annars hvort slíkt samræmist lögum. „Efnahags- og viðskiptaráðherra fer yfir þetta og ég vænti þess að hann komi fram með afstöðu í þessu máli. Hann getur ekki hlaupist undan því,“ segir Eygló og vísar í dóma Hæstaréttar þar um. „Ég tel að við eigum bílana okkar.“ - sv
Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira