Geðlæknir metur litháísku móðurina sakhæfa 17. september 2011 08:00 frá Vettvangi Konunni var gert að sæta geðrannsókn og situr í farbanni til 29. september. Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. Konan sætir farbanni, sem rennur út 29. september næstkomandi. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á lokastigi og að henni lokinni verður málið sent til ríkissaksóknara. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leiddu niðurstöður DNA-rannsóknar í ljós að sveinbarnið átti blóðföður hér á landi. Faðirinn og móðirin bjuggu saman heima hjá föður hans um skeið eftir að hún kom til Íslands frá Litháen í október í fyrra, en slitu síðan samvistir. Faðir barnsins hafði ekki grun um að konan væri barnshafandi fremur en aðrir sem umgengust hana. Það var laugardaginn 2. júlí sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann nýfætt andvana sveinbarn, sem komið hafði verið fyrir í plasti þar sem það var ekki fyrir sjónum manna í ruslageymslu við hótel Frón í Reykjavík. Rúmlega tvítug kona hafði skömmu áður fengið aðstoð á Landspítala vegna mikilla blæðinga. Þar töldu læknar að hún hefði fætt barn skömmu áður eða á síðasta sólarhring, þrátt fyrir að hún segðist ekki kannast við að hafa verið ófrísk. Hún hafði unnið sem herbergisþerna á umræddu hóteli og mun hafa fætt barnið þar. Lögregla taldi ljóst að barnið hefði verið á lífi og heilbrigt þegar það fæddist og er konan ein talin bera ábyrgð á andláti þess. - jssAthugasemd: Upphaflega hljóðaði fyrsta setning fréttarinnar svo: „Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana fætt barn sitt eftir í ruslageymslu ...“ Orðið „fætt“ hefur verið fjarlægt úr textanum, enda liggur fyrir að barnið var heilbrigt og á lífi þegar það kom í heiminn. Það var því ekki „andvana fætt“. Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. Konan sætir farbanni, sem rennur út 29. september næstkomandi. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á lokastigi og að henni lokinni verður málið sent til ríkissaksóknara. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leiddu niðurstöður DNA-rannsóknar í ljós að sveinbarnið átti blóðföður hér á landi. Faðirinn og móðirin bjuggu saman heima hjá föður hans um skeið eftir að hún kom til Íslands frá Litháen í október í fyrra, en slitu síðan samvistir. Faðir barnsins hafði ekki grun um að konan væri barnshafandi fremur en aðrir sem umgengust hana. Það var laugardaginn 2. júlí sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann nýfætt andvana sveinbarn, sem komið hafði verið fyrir í plasti þar sem það var ekki fyrir sjónum manna í ruslageymslu við hótel Frón í Reykjavík. Rúmlega tvítug kona hafði skömmu áður fengið aðstoð á Landspítala vegna mikilla blæðinga. Þar töldu læknar að hún hefði fætt barn skömmu áður eða á síðasta sólarhring, þrátt fyrir að hún segðist ekki kannast við að hafa verið ófrísk. Hún hafði unnið sem herbergisþerna á umræddu hóteli og mun hafa fætt barnið þar. Lögregla taldi ljóst að barnið hefði verið á lífi og heilbrigt þegar það fæddist og er konan ein talin bera ábyrgð á andláti þess. - jssAthugasemd: Upphaflega hljóðaði fyrsta setning fréttarinnar svo: „Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana fætt barn sitt eftir í ruslageymslu ...“ Orðið „fætt“ hefur verið fjarlægt úr textanum, enda liggur fyrir að barnið var heilbrigt og á lífi þegar það kom í heiminn. Það var því ekki „andvana fætt“.
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira