Orðsporið getur enn versnað Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. september 2011 06:00 Það mat alþjóðlega tryggingafyrirtækisins Aon að Ísland sé sízt allra Vestur-Evrópuríkja fallið til fjárfestinga kemur engum á óvart sem fylgzt hefur með þróun mála hér á landi undanfarin ár. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær skipar fyrirtækið Íslandi á bekk með ríkjum á borð við Egyptaland, Rússland, Kína, Tyrkland, Lettland og Albaníu. Heldur skárra þykir að fjárfesta í ríkjum eins og Mexíkó, Marokkó, Litháen, Búlgaríu og Túnis. Þrátt fyrir fyrirheit í stjórnarsáttmála um að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum“ hefur ríkisstjórnin hreinlega lagt sig í framkróka að fæla erlenda fjárfesta frá landinu. Í stað þess að reyna að draga úr þeim hömlum sem fyrir voru, til dæmis á fjárfestingum í sjávarútvegs- og orkugeiranum, og leitast við að vega upp ókosti sem erfitt er að losna við til skemmri tíma litið, á borð við veikan gjaldmiðil og gjaldeyrishöft, hefur ríkisstjórnin enn aukið á óvissu sem fylgir fjárfestingum á Íslandi. Og óvissa er einmitt það sem alþjóðlegir fjárfestar reyna af fremsta megni að forðast. Lítt ígrundaðar breytingar hafa verið gerðar á skattaumhverfinu sem eru íþyngjandi fyrir fjárfesta sem hér eru fyrir og líklegar til að fæla ný fyrirtæki frá. Sömuleiðis hafa mögulegir fjárfestar rekið sig á að séu þeir ekki stjórnvöldum þóknanlegir getur gengið afar hægt að fá svör við fyrirspurnum og beiðnum um upplýsingar. Dæmi um það er hollenzka fyrirtækið ECA, sem hugðist fjárfesta í flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Þetta eru þó smámunir miðað við þann skaða sem hringlandahátturinn og hamagangurinn í kringum fjárfestingu Magma Energy í HS orku hefur valdið. Annar stjórnarflokkurinn hefur margítrekað að hann vilji ógilda kaupsamninginn og þjóðnýta fyrirtækið, þvert á lög og alþjóðasamninga. Fullyrðingum um sölu orkuauðlindanna hefur sömuleiðis verið haldið á lofti, þótt þær eigi sér enga stoð í veruleikanum. Og þá er ótalin furðuleg forsaga, sem bendir til að ráðamenn hafi meðvitað viljað koma í veg fyrir aðra stóra erlenda fjárfestingu, uppbyggingu álvers Norðuráls í Helguvík. Tal um þjóðnýtingu og ógildingu löglegra samninga sem þegar hafa verið gerðir er vísasta leiðin til að tryggja að erlendir fjárfestar forði sér á harðahlaupum. Af sama toga eru vangaveltur um að breyta eigi þeirri framkvæmd sem viðgengizt hefur lengi, eins og nú er raunin þegar stjórnarliðar ræða hvort leyfa eigi kaup kínverska athafnamannsins Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að fjárfesta tugi milljarða í nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu. Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, bendir réttilega á það í grein hér í blaðinu í gær að verði Huang Nubo neitað um heimild til að fjárfesta á Íslandi, verði að styðja þá ákvörðun hlutlægum og málefnalegum rökum. Annars muni orðspor Íslands bíða enn frekari hnekki. Við komumst reyndar ekki neðar á lista Vestur-Evrópuríkja. En það væri leiðinlegt ef við dyttum niður fyrir flest gömlu kommúnistaríkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það mat alþjóðlega tryggingafyrirtækisins Aon að Ísland sé sízt allra Vestur-Evrópuríkja fallið til fjárfestinga kemur engum á óvart sem fylgzt hefur með þróun mála hér á landi undanfarin ár. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær skipar fyrirtækið Íslandi á bekk með ríkjum á borð við Egyptaland, Rússland, Kína, Tyrkland, Lettland og Albaníu. Heldur skárra þykir að fjárfesta í ríkjum eins og Mexíkó, Marokkó, Litháen, Búlgaríu og Túnis. Þrátt fyrir fyrirheit í stjórnarsáttmála um að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum“ hefur ríkisstjórnin hreinlega lagt sig í framkróka að fæla erlenda fjárfesta frá landinu. Í stað þess að reyna að draga úr þeim hömlum sem fyrir voru, til dæmis á fjárfestingum í sjávarútvegs- og orkugeiranum, og leitast við að vega upp ókosti sem erfitt er að losna við til skemmri tíma litið, á borð við veikan gjaldmiðil og gjaldeyrishöft, hefur ríkisstjórnin enn aukið á óvissu sem fylgir fjárfestingum á Íslandi. Og óvissa er einmitt það sem alþjóðlegir fjárfestar reyna af fremsta megni að forðast. Lítt ígrundaðar breytingar hafa verið gerðar á skattaumhverfinu sem eru íþyngjandi fyrir fjárfesta sem hér eru fyrir og líklegar til að fæla ný fyrirtæki frá. Sömuleiðis hafa mögulegir fjárfestar rekið sig á að séu þeir ekki stjórnvöldum þóknanlegir getur gengið afar hægt að fá svör við fyrirspurnum og beiðnum um upplýsingar. Dæmi um það er hollenzka fyrirtækið ECA, sem hugðist fjárfesta í flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Þetta eru þó smámunir miðað við þann skaða sem hringlandahátturinn og hamagangurinn í kringum fjárfestingu Magma Energy í HS orku hefur valdið. Annar stjórnarflokkurinn hefur margítrekað að hann vilji ógilda kaupsamninginn og þjóðnýta fyrirtækið, þvert á lög og alþjóðasamninga. Fullyrðingum um sölu orkuauðlindanna hefur sömuleiðis verið haldið á lofti, þótt þær eigi sér enga stoð í veruleikanum. Og þá er ótalin furðuleg forsaga, sem bendir til að ráðamenn hafi meðvitað viljað koma í veg fyrir aðra stóra erlenda fjárfestingu, uppbyggingu álvers Norðuráls í Helguvík. Tal um þjóðnýtingu og ógildingu löglegra samninga sem þegar hafa verið gerðir er vísasta leiðin til að tryggja að erlendir fjárfestar forði sér á harðahlaupum. Af sama toga eru vangaveltur um að breyta eigi þeirri framkvæmd sem viðgengizt hefur lengi, eins og nú er raunin þegar stjórnarliðar ræða hvort leyfa eigi kaup kínverska athafnamannsins Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að fjárfesta tugi milljarða í nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu. Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, bendir réttilega á það í grein hér í blaðinu í gær að verði Huang Nubo neitað um heimild til að fjárfesta á Íslandi, verði að styðja þá ákvörðun hlutlægum og málefnalegum rökum. Annars muni orðspor Íslands bíða enn frekari hnekki. Við komumst reyndar ekki neðar á lista Vestur-Evrópuríkja. En það væri leiðinlegt ef við dyttum niður fyrir flest gömlu kommúnistaríkin.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun