Kristján Valur Skálholtsbiskup Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 20. september 2011 06:00 Skálholt er alla daga áhrifastaður en síðasta sunnudag var þar biskupsvígsla Kristjáns Vals Ingólfssonar. Söngurinn í kirkjunni var máttugur og biskupinn nýi var krossaður, skrýddur og blessaður. Staðurinn ljómaði, bænir flugu og erindið um kærleikann var boðað. Jörð og himinn föðmuðust, tími og eilífð kysstust. Fagnaðarerindi, ekki satt? Já, nýr tími er fæddur í Skálholti og þjóðkirkjunni þar með. Staðurinn er helgistaður og dómkirkjan þjónar ekki aðeins fólki í uppsveitum Árnessýslu heldur hundruðum þúsunda aðvífandi. Skálholt mun áfram gegna hlutverkum sögumiðlunar og hýsa málþing, námskeið og mannfundi. En Skálholt mun væntanlega eflast sem helgistaður því allir staðarmenn vilja, að þar sé kyrrðarstaður fyrir lifandi fólk í leit að friði, merkingu og þroska. En til hvers nýjan vígslubiskup? Slíkir biskupar þjóna ekki aðeins fornu biskupsstólunum eða vígslum fólks og húsa. Vígslubiskupum er ætlað að efla fólk til lífs og starfa. Hlutverk þeirra er ekki aðeins að hleypa lífi í prestana, heldur að vera vökumenn kirkjunnar til að efla gott líf í söfnuðum umdæma sinna. Í nývígðum Kristjáni Val býr ræktuð hæfni og fræðimennska, sem gagnast mun hirðisstarfinu. Hann er nærfærinn í samskiptum, mállipur með afbrigðum og kunnáttusamur prédikari. En svo eru líka í honum viðaukar eða plúsar, sem gera samskipti við hann ánægjuleg, gefandi og ríkuleg. Hið fyrsta er sálmagerð hans og sönggeta. Nýi vígslubiskupinn er eitt besta og mikilvirkasta sálmaskáld Íslendinga síðustu áratugi. Sálmar eru til söngs í kirkjunni og ljóð Kristjáns Vals eru um Guð, fegurð heimsins og dásemdir lífsins. Ljóðmál hans er gjarnan lipurt og glitrandi. Hann hefur gert léttleikandi barnasálma, upplífgandi sálma fyrir messusöng, ljóð fyrir kvöldsöng og sértæk tilvik. Svo hefur hann þýtt fjölmarga texta stóru kirkjutónverkanna. Takk fyrir. Annað er að maðurinn er matgæðingur. Fjölskylda hans og raunar allir, sem eitthvað kannast við Kristján Val, vita að hann er ötull og kann til verka í kokkhúsinu, kann að búa til veislu og kallar gjarnan til borðs og hátíðar. Í honum býr veislusókn, sem rímar ljómandi vel við borðhaldið í kirkjunni. Vígslubiskupinn iðkar guðfræði veislunnar. Í Kristjáni Val samtengjast alvara og gleði, heilindi og kátína. Þar sem hann er eða fer hljómar gjarnan smitandi hlátur. Á tímum þegar erindi kirkjunnar hefur verið spyrt við margt annað en fögnuð er dásamlegt að í Skálholti skuli nú vera ljóðandi, eldandi og dillandi glaður biskup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun
Skálholt er alla daga áhrifastaður en síðasta sunnudag var þar biskupsvígsla Kristjáns Vals Ingólfssonar. Söngurinn í kirkjunni var máttugur og biskupinn nýi var krossaður, skrýddur og blessaður. Staðurinn ljómaði, bænir flugu og erindið um kærleikann var boðað. Jörð og himinn föðmuðust, tími og eilífð kysstust. Fagnaðarerindi, ekki satt? Já, nýr tími er fæddur í Skálholti og þjóðkirkjunni þar með. Staðurinn er helgistaður og dómkirkjan þjónar ekki aðeins fólki í uppsveitum Árnessýslu heldur hundruðum þúsunda aðvífandi. Skálholt mun áfram gegna hlutverkum sögumiðlunar og hýsa málþing, námskeið og mannfundi. En Skálholt mun væntanlega eflast sem helgistaður því allir staðarmenn vilja, að þar sé kyrrðarstaður fyrir lifandi fólk í leit að friði, merkingu og þroska. En til hvers nýjan vígslubiskup? Slíkir biskupar þjóna ekki aðeins fornu biskupsstólunum eða vígslum fólks og húsa. Vígslubiskupum er ætlað að efla fólk til lífs og starfa. Hlutverk þeirra er ekki aðeins að hleypa lífi í prestana, heldur að vera vökumenn kirkjunnar til að efla gott líf í söfnuðum umdæma sinna. Í nývígðum Kristjáni Val býr ræktuð hæfni og fræðimennska, sem gagnast mun hirðisstarfinu. Hann er nærfærinn í samskiptum, mállipur með afbrigðum og kunnáttusamur prédikari. En svo eru líka í honum viðaukar eða plúsar, sem gera samskipti við hann ánægjuleg, gefandi og ríkuleg. Hið fyrsta er sálmagerð hans og sönggeta. Nýi vígslubiskupinn er eitt besta og mikilvirkasta sálmaskáld Íslendinga síðustu áratugi. Sálmar eru til söngs í kirkjunni og ljóð Kristjáns Vals eru um Guð, fegurð heimsins og dásemdir lífsins. Ljóðmál hans er gjarnan lipurt og glitrandi. Hann hefur gert léttleikandi barnasálma, upplífgandi sálma fyrir messusöng, ljóð fyrir kvöldsöng og sértæk tilvik. Svo hefur hann þýtt fjölmarga texta stóru kirkjutónverkanna. Takk fyrir. Annað er að maðurinn er matgæðingur. Fjölskylda hans og raunar allir, sem eitthvað kannast við Kristján Val, vita að hann er ötull og kann til verka í kokkhúsinu, kann að búa til veislu og kallar gjarnan til borðs og hátíðar. Í honum býr veislusókn, sem rímar ljómandi vel við borðhaldið í kirkjunni. Vígslubiskupinn iðkar guðfræði veislunnar. Í Kristjáni Val samtengjast alvara og gleði, heilindi og kátína. Þar sem hann er eða fer hljómar gjarnan smitandi hlátur. Á tímum þegar erindi kirkjunnar hefur verið spyrt við margt annað en fögnuð er dásamlegt að í Skálholti skuli nú vera ljóðandi, eldandi og dillandi glaður biskup.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun