Skuldir lækkaðar um rúmlega 23 milljarða 29. september 2011 11:00 Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Landsbankans, segir bankann hafa náð markmiði sínu í skuldamálum heimilanna. Mynd/Landsbankinn Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Landsbankans, segir að úrræðin hafi verið nauðsynleg til að hraða meðferð skuldamála og einfalda úrvinnslu þeirra. Hann segir að aðgerðirnar hafi byggt á traustri fjárhagsstöðu bankans. Skuldalækkun Landsbankans sem var kynnt síðastliðið vor var þríþætt að sögn Helga; breyting á 110% leið, endurgreiðsla vaxta til skilvísra viðskiptavina og lækkun annarra skulda en fasteignaskulda.Sjálfvirkar keyrslur til að hraða málum „Við höfum sagt að meginmarkmið bankans hafi verið að hraða uppgjöri skuldamála heimilanna. Við teljum að úrræðin sem við kynntum síðastliðið vor hafi heppnast mjög vel og að við höfum náð þessu markmiði. Ekki aðeins ná þau til yfir 50.000 viðskiptavina og skipta verulegu máli fyrir tugi þúsunda, heldur náðum við að einfalda alla vinnu og hraða henni. Í stað þess að viðskiptavinir þyrftu að sækja um endurgreiðslu vaxta og 110% leiðina buðum við þeim niðurfærslu skulda að eigin frumkvæði í sjálfvirkum keyrslum úr gagnagrunnum okkar.“ Helgi Teitur segir að með þessari aðferð hafi Landsbankinn náð til mun fleiri viðskiptavina en höfðu áður sóst eftir niðurfærslu skulda. „Við áætlum t.d. í sambandi við 110% leiðina að aðeins helmingur þeirra sem fær lækkun skulda nú, hafi í raun sóst eftir því að eigin frumkvæði.“Áhersla á skilvirkni Lækkun fasteignaskulda hjá Landsbankanum, með aðlagaðri 110% leiðinni, fól í sér að almennt var miðað við verðmat í stað fasteignamats áður. Með því lækkuðu skuldir meira en áður hafði verið. Í öðru lagi koma aðfarahæfar eignir almennt ekki til frádráttar eins og áður. „Með því að einfalda framkvæmd við lækkun fasteignaskulda einstaklinga vildi Landsbankinn leggja áherslu á meiri skilvirkni. Við viðurkennum fúslega að 110% leiðin var of tafsöm og það er ástæðan fyrir því að breytingar voru gerðar á henni,“ segir Helgi Teitur. Skilvirkir viðskiptavinir fá þessa dagana endurgreidd 20% af þeim vöxtum sem þeir hafa greitt frá 31. desember 2008 til 30. apríl 2011. Helgi segir að þetta séu vel yfir 50.000 viðskiptavinir. „Við byrjum á því að færa endurgreiðsluna til lækkunar höfuðstóls þeirra lána sem menn hafa í bankanum, en þeir sem eru skuldlausir fá endurgreiðslu. Auðvitað fá sumir þeirra lágar upphæðir enda hafa þeir þá greitt mjög lága vexti. Þeir sem hins vegar hafa þurft að borga háa vexti, fá þá í sinn hlut umtalsverðar fjárhæðir sem koma til lækkunar skulda.“Sértæk skuldaaðlögun of hægvirk Helgi Teitur Helgason segir að eitt af vandamálunum sem bankakerfið hafi staðið frammi fyrir hafi verið að hin Sértæka skuldaaðlögun, sem átti að vera bjarghringur margra, hafi alls ekki gengið nógu vel og í reynd mjög illa. „Þess vegna gripum við til eigin ráða og kynntum það sem við köllum Lækkun annarra skulda. Þar erum við að lækka skuldir viðskiptavina sem teljast vera umfram eignastöðu og greiðslugetu þeirra, nákvæmlega eins og gert er í Sértækri skuldaaðlögun. Munurinn er sá að okkar aðferð er mun hraðvirkari og ekki nærri jafn flókin og sú leið sem fyrir var.“ Að sögn Helga getur niðurfærsla skulda, sem falla undir Lækkun annarra skulda, numið allt að fjórum milljónum króna fyrir einstaklinga og 8 milljónum fyrir hjón. Lækkunin er gerð að undangengnu sjálfvirku greiðslumati. „Það bendir allt til þess að um 1600 viðskiptavinir fái skuldir sínar lækkaðar um þrjá til fjóra milljarða króna með þessum hætti. Endanlegir útreikningar liggja ekki allir fyrir en þegar það verður munum við hafa samband við viðskiptavini og kynna þeim niðurstöðuna. Við stefnum að því að búið verði að kynna öllum viðskiptavinum niðurstöður umsókna þeirra í október.“ Sérblöð Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Landsbankans, segir að úrræðin hafi verið nauðsynleg til að hraða meðferð skuldamála og einfalda úrvinnslu þeirra. Hann segir að aðgerðirnar hafi byggt á traustri fjárhagsstöðu bankans. Skuldalækkun Landsbankans sem var kynnt síðastliðið vor var þríþætt að sögn Helga; breyting á 110% leið, endurgreiðsla vaxta til skilvísra viðskiptavina og lækkun annarra skulda en fasteignaskulda.Sjálfvirkar keyrslur til að hraða málum „Við höfum sagt að meginmarkmið bankans hafi verið að hraða uppgjöri skuldamála heimilanna. Við teljum að úrræðin sem við kynntum síðastliðið vor hafi heppnast mjög vel og að við höfum náð þessu markmiði. Ekki aðeins ná þau til yfir 50.000 viðskiptavina og skipta verulegu máli fyrir tugi þúsunda, heldur náðum við að einfalda alla vinnu og hraða henni. Í stað þess að viðskiptavinir þyrftu að sækja um endurgreiðslu vaxta og 110% leiðina buðum við þeim niðurfærslu skulda að eigin frumkvæði í sjálfvirkum keyrslum úr gagnagrunnum okkar.“ Helgi Teitur segir að með þessari aðferð hafi Landsbankinn náð til mun fleiri viðskiptavina en höfðu áður sóst eftir niðurfærslu skulda. „Við áætlum t.d. í sambandi við 110% leiðina að aðeins helmingur þeirra sem fær lækkun skulda nú, hafi í raun sóst eftir því að eigin frumkvæði.“Áhersla á skilvirkni Lækkun fasteignaskulda hjá Landsbankanum, með aðlagaðri 110% leiðinni, fól í sér að almennt var miðað við verðmat í stað fasteignamats áður. Með því lækkuðu skuldir meira en áður hafði verið. Í öðru lagi koma aðfarahæfar eignir almennt ekki til frádráttar eins og áður. „Með því að einfalda framkvæmd við lækkun fasteignaskulda einstaklinga vildi Landsbankinn leggja áherslu á meiri skilvirkni. Við viðurkennum fúslega að 110% leiðin var of tafsöm og það er ástæðan fyrir því að breytingar voru gerðar á henni,“ segir Helgi Teitur. Skilvirkir viðskiptavinir fá þessa dagana endurgreidd 20% af þeim vöxtum sem þeir hafa greitt frá 31. desember 2008 til 30. apríl 2011. Helgi segir að þetta séu vel yfir 50.000 viðskiptavinir. „Við byrjum á því að færa endurgreiðsluna til lækkunar höfuðstóls þeirra lána sem menn hafa í bankanum, en þeir sem eru skuldlausir fá endurgreiðslu. Auðvitað fá sumir þeirra lágar upphæðir enda hafa þeir þá greitt mjög lága vexti. Þeir sem hins vegar hafa þurft að borga háa vexti, fá þá í sinn hlut umtalsverðar fjárhæðir sem koma til lækkunar skulda.“Sértæk skuldaaðlögun of hægvirk Helgi Teitur Helgason segir að eitt af vandamálunum sem bankakerfið hafi staðið frammi fyrir hafi verið að hin Sértæka skuldaaðlögun, sem átti að vera bjarghringur margra, hafi alls ekki gengið nógu vel og í reynd mjög illa. „Þess vegna gripum við til eigin ráða og kynntum það sem við köllum Lækkun annarra skulda. Þar erum við að lækka skuldir viðskiptavina sem teljast vera umfram eignastöðu og greiðslugetu þeirra, nákvæmlega eins og gert er í Sértækri skuldaaðlögun. Munurinn er sá að okkar aðferð er mun hraðvirkari og ekki nærri jafn flókin og sú leið sem fyrir var.“ Að sögn Helga getur niðurfærsla skulda, sem falla undir Lækkun annarra skulda, numið allt að fjórum milljónum króna fyrir einstaklinga og 8 milljónum fyrir hjón. Lækkunin er gerð að undangengnu sjálfvirku greiðslumati. „Það bendir allt til þess að um 1600 viðskiptavinir fái skuldir sínar lækkaðar um þrjá til fjóra milljarða króna með þessum hætti. Endanlegir útreikningar liggja ekki allir fyrir en þegar það verður munum við hafa samband við viðskiptavini og kynna þeim niðurstöðuna. Við stefnum að því að búið verði að kynna öllum viðskiptavinum niðurstöður umsókna þeirra í október.“
Sérblöð Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira