Gæði í gegn 29. september 2011 11:00 Eggert Gottskálksson, framkvæmdastjóri Harðviðarvals. Harðviðarval ehf., Krókhálsi 4, er rótgróið, íslenskt fjölskyldufyrirtæki með áratuga reynslu af sölu byggingavara. Undanfarin tuttugu ár hefur fyrirtækið einblínt á gólfefni og býður meðal annars breitt úrval í parketi. Framkvæmdastjórinn Eggert Gottskálksson veit allt um málið. „Við erum með allar helstu gerðir af parketi, það er viðarparket, harðparket og plastparket," upplýsir hann og segir ákveðnar útgáfur njóta meiri vinsælda en aðrar um þessar mundir. „Stór hluti þess fólks sem kaupir viðarparket sækist eftir eikarplanka parketi, það er mjög vinsælt, og gamaldags útliti, burstuðu, fösuðu og mattlökkuðu," segir hann og getur þess að eikin sé sígild, enda sívinsæl þótt aðrir straumar og stefnur í viðarparketi, ljósara og dekkra parket komi og fari. „Þeir sem kjósa þetta plankaútlit og útlit sem ef til vill er erfitt að fá í viðarparketi án þess að borga fúlgu fjár fyrir geta farið út í harðparket; til dæmis eikarútlit þar sem eikin virðist vera hvíttuð, grárri eða reykt en þá er hún aðeins brúnni en gengur og gerist." Eggert segir fólk þá ekki aðeins fá draumaparketið á lægra verði heldur sé harðparket slitþolnara en viðarparket. „Eiginlega þarf töluvert til að það sjáist á því," bendir hann á og bætir við að harðparket sé því eftirsótt í Evrópu. Hann segir plastparket vera ódýrustu gerð parkets sem Harðviðarval býður upp á. Þó sé hvergi slegið af í gæðakröfum. „Nei, enda leggjum við mikla áherslu á gæði og verslum aðeins við viðurkennda aðila," segir hann og nefnir í því samhengi framleiðendurna Quick Step í Belgíu og Haro í Þýskalandi. „Quick Step er sá gólfefnaframleiðandi sem hefur náð hvað lengst í útliti, endingu og vöruþróun í harðparketi. Parketið kemur mjög vel út, reynslan sýnir það," segir hann og bendir á að Haro gefi Quick Step ekkert eftir í gæðum. „Sem dæmi er parketið merkt Bláa englinum, vottorði frá Ofnæmis- og astmasamtökum Evrópu þess efnis að engin uppgufun komi frá því." Loks má geta þess að 1.000 fermetra sýningarsalur er að Krókhálsi 4 þar sem sýnishorn er af öllum vörum Harðviðarvals. Gagnlegar upplýsingar Harðviðarval er með stærsta parketsýningarsal landsins að Krókhálsi 4, þar geta viðskiptavinir séð sýnishorn af öllum þeim vörum sem bjóðast. Mynd/Stefán Harðviðarval heldur úti heimasíðunni www.parket.is þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um parketið sem fyrirtækið selur, lýsingu, myndir, verð og fleira. Á vefsíðunni er líka sérstakur flipi merktur belgíska framleiðandanum Quick Step. Með því að smella á hann gefst notendum færi á að máta ólíkar gerðir af Quick Step parketi á gólf í sýndarherbergi. Þá geta þeir sem hyggjast sjálfir leggja parket fengið handhægar leiðbeiningar á vefsíðunni. Þar er fleira gagnlegt, til dæmis upplýsingar um meðhöndlun á parketi. Loks má nefna að Harðviðarval selur fleira en parket og önnur gólfefni, til dæmis fylgiefni, hurðir, viðarþiljur, kerfisloft og fleira. Vefsíðan geymir upplýsingar um þessa vöruflokka, auk þess sem greint er frá spennandi tilboðum. Sérblöð Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Harðviðarval ehf., Krókhálsi 4, er rótgróið, íslenskt fjölskyldufyrirtæki með áratuga reynslu af sölu byggingavara. Undanfarin tuttugu ár hefur fyrirtækið einblínt á gólfefni og býður meðal annars breitt úrval í parketi. Framkvæmdastjórinn Eggert Gottskálksson veit allt um málið. „Við erum með allar helstu gerðir af parketi, það er viðarparket, harðparket og plastparket," upplýsir hann og segir ákveðnar útgáfur njóta meiri vinsælda en aðrar um þessar mundir. „Stór hluti þess fólks sem kaupir viðarparket sækist eftir eikarplanka parketi, það er mjög vinsælt, og gamaldags útliti, burstuðu, fösuðu og mattlökkuðu," segir hann og getur þess að eikin sé sígild, enda sívinsæl þótt aðrir straumar og stefnur í viðarparketi, ljósara og dekkra parket komi og fari. „Þeir sem kjósa þetta plankaútlit og útlit sem ef til vill er erfitt að fá í viðarparketi án þess að borga fúlgu fjár fyrir geta farið út í harðparket; til dæmis eikarútlit þar sem eikin virðist vera hvíttuð, grárri eða reykt en þá er hún aðeins brúnni en gengur og gerist." Eggert segir fólk þá ekki aðeins fá draumaparketið á lægra verði heldur sé harðparket slitþolnara en viðarparket. „Eiginlega þarf töluvert til að það sjáist á því," bendir hann á og bætir við að harðparket sé því eftirsótt í Evrópu. Hann segir plastparket vera ódýrustu gerð parkets sem Harðviðarval býður upp á. Þó sé hvergi slegið af í gæðakröfum. „Nei, enda leggjum við mikla áherslu á gæði og verslum aðeins við viðurkennda aðila," segir hann og nefnir í því samhengi framleiðendurna Quick Step í Belgíu og Haro í Þýskalandi. „Quick Step er sá gólfefnaframleiðandi sem hefur náð hvað lengst í útliti, endingu og vöruþróun í harðparketi. Parketið kemur mjög vel út, reynslan sýnir það," segir hann og bendir á að Haro gefi Quick Step ekkert eftir í gæðum. „Sem dæmi er parketið merkt Bláa englinum, vottorði frá Ofnæmis- og astmasamtökum Evrópu þess efnis að engin uppgufun komi frá því." Loks má geta þess að 1.000 fermetra sýningarsalur er að Krókhálsi 4 þar sem sýnishorn er af öllum vörum Harðviðarvals. Gagnlegar upplýsingar Harðviðarval er með stærsta parketsýningarsal landsins að Krókhálsi 4, þar geta viðskiptavinir séð sýnishorn af öllum þeim vörum sem bjóðast. Mynd/Stefán Harðviðarval heldur úti heimasíðunni www.parket.is þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um parketið sem fyrirtækið selur, lýsingu, myndir, verð og fleira. Á vefsíðunni er líka sérstakur flipi merktur belgíska framleiðandanum Quick Step. Með því að smella á hann gefst notendum færi á að máta ólíkar gerðir af Quick Step parketi á gólf í sýndarherbergi. Þá geta þeir sem hyggjast sjálfir leggja parket fengið handhægar leiðbeiningar á vefsíðunni. Þar er fleira gagnlegt, til dæmis upplýsingar um meðhöndlun á parketi. Loks má nefna að Harðviðarval selur fleira en parket og önnur gólfefni, til dæmis fylgiefni, hurðir, viðarþiljur, kerfisloft og fleira. Vefsíðan geymir upplýsingar um þessa vöruflokka, auk þess sem greint er frá spennandi tilboðum.
Sérblöð Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira