Ljósleiðari og raflína lögð að Veiðivötnum 27. september 2011 06:15 Línan í Veiðivötn Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar ásamt Neyðarlínunni vilja bæta öryggi á svæðinu í kringum Veiðivötn með lagningu rafmagns og ljósleiðara á svæðið. Kortið sýnir fyrirhugað línustæði frá Vatnsfelli að Snjóöldu. Kort/Mannvit Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Rafmagnsstrengurinn og ljósleiðarinn verða lagðir saman um 22 kílómetra leið frá fjarskiptastöðinni í Vatnsfelli um Veiðivötn í Snjóöldu þar sem Neyðarlínan er með fjarskiptasendi. Best sé að ná að ljúka verkinu áður en vetur gengur í garð. „Það hafa orðið alvarleg slys í Veiðivötnum sem gera að verkum að við teljum þetta forgangsmál. Þetta er líka talsvert öryggismál fyrir okkur að leggja rafmagn,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og vísar til þess að fjarskiptasendar á svæðinu taki orku úr ljósavélum. Þær geti bilað auk þess sem af þeim stafi bæði loft- og hljóðmengun. Hreppsráð Rangárþings ytra kveðst fagna framtakinu og samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti. Byggingarfulltrúi sveitarfélagins bíður hins vegar umsagnar Umhverfistofnunar áður en hann gefur út framkvæmdaleyfi. Ætlunin er að grafa ekki fyrir línunum heldur plægja þær niður. Þórhallur segir leiðina að mestu liggja um eyðisanda og vegslóðum fylgt að hluta. „Það er ekkert rask af þessu,“ segir hann. Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, segir mikilvægt að losna við þá hættu sem skapist af því að menn noti aðra hita- og ljósgjafa en rafmagn í veiðihúsum á svæðinu. Þá muni tryggara fjarskiptasamband bæta mjög öryggi allra á svæðinu og nýtast ekki síst við björgunarstörf. „Þetta getur ekki verið annað en öllum til góða,“ segir Guðfinna. Kjartan Magnússon, formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar, segir línurnar vera algera byltingu. Á vegum félagsins séu á bilinu fimmtán til tuttugu hús á svæðinu. Í sumum er rafmagn frá olíurafstöðvum. Önnur eru kynt með gasi. „Það eru gríðarlegir hagsmunir að losna við gasið úr húsunum. Það hefur valdið okkur áhyggjum og tjóni,“ segir hann. Að sögn Kjartans er ekki gefið upp að sinni hver áætlaður kostnaður sé. Ljóst sé þó að framkvæmdin borgi sig til lengri tíma. Meðal annars verði nú unnt að hafa hita á húsakostinum yfir veturinn. „Það á að gera endingartíma húsanna margfalt lengri,“ segir formaður veiðifélagsins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira
Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Rafmagnsstrengurinn og ljósleiðarinn verða lagðir saman um 22 kílómetra leið frá fjarskiptastöðinni í Vatnsfelli um Veiðivötn í Snjóöldu þar sem Neyðarlínan er með fjarskiptasendi. Best sé að ná að ljúka verkinu áður en vetur gengur í garð. „Það hafa orðið alvarleg slys í Veiðivötnum sem gera að verkum að við teljum þetta forgangsmál. Þetta er líka talsvert öryggismál fyrir okkur að leggja rafmagn,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og vísar til þess að fjarskiptasendar á svæðinu taki orku úr ljósavélum. Þær geti bilað auk þess sem af þeim stafi bæði loft- og hljóðmengun. Hreppsráð Rangárþings ytra kveðst fagna framtakinu og samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti. Byggingarfulltrúi sveitarfélagins bíður hins vegar umsagnar Umhverfistofnunar áður en hann gefur út framkvæmdaleyfi. Ætlunin er að grafa ekki fyrir línunum heldur plægja þær niður. Þórhallur segir leiðina að mestu liggja um eyðisanda og vegslóðum fylgt að hluta. „Það er ekkert rask af þessu,“ segir hann. Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, segir mikilvægt að losna við þá hættu sem skapist af því að menn noti aðra hita- og ljósgjafa en rafmagn í veiðihúsum á svæðinu. Þá muni tryggara fjarskiptasamband bæta mjög öryggi allra á svæðinu og nýtast ekki síst við björgunarstörf. „Þetta getur ekki verið annað en öllum til góða,“ segir Guðfinna. Kjartan Magnússon, formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar, segir línurnar vera algera byltingu. Á vegum félagsins séu á bilinu fimmtán til tuttugu hús á svæðinu. Í sumum er rafmagn frá olíurafstöðvum. Önnur eru kynt með gasi. „Það eru gríðarlegir hagsmunir að losna við gasið úr húsunum. Það hefur valdið okkur áhyggjum og tjóni,“ segir hann. Að sögn Kjartans er ekki gefið upp að sinni hver áætlaður kostnaður sé. Ljóst sé þó að framkvæmdin borgi sig til lengri tíma. Meðal annars verði nú unnt að hafa hita á húsakostinum yfir veturinn. „Það á að gera endingartíma húsanna margfalt lengri,“ segir formaður veiðifélagsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira