Ljósleiðari og raflína lögð að Veiðivötnum 27. september 2011 06:15 Línan í Veiðivötn Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar ásamt Neyðarlínunni vilja bæta öryggi á svæðinu í kringum Veiðivötn með lagningu rafmagns og ljósleiðara á svæðið. Kortið sýnir fyrirhugað línustæði frá Vatnsfelli að Snjóöldu. Kort/Mannvit Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Rafmagnsstrengurinn og ljósleiðarinn verða lagðir saman um 22 kílómetra leið frá fjarskiptastöðinni í Vatnsfelli um Veiðivötn í Snjóöldu þar sem Neyðarlínan er með fjarskiptasendi. Best sé að ná að ljúka verkinu áður en vetur gengur í garð. „Það hafa orðið alvarleg slys í Veiðivötnum sem gera að verkum að við teljum þetta forgangsmál. Þetta er líka talsvert öryggismál fyrir okkur að leggja rafmagn,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og vísar til þess að fjarskiptasendar á svæðinu taki orku úr ljósavélum. Þær geti bilað auk þess sem af þeim stafi bæði loft- og hljóðmengun. Hreppsráð Rangárþings ytra kveðst fagna framtakinu og samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti. Byggingarfulltrúi sveitarfélagins bíður hins vegar umsagnar Umhverfistofnunar áður en hann gefur út framkvæmdaleyfi. Ætlunin er að grafa ekki fyrir línunum heldur plægja þær niður. Þórhallur segir leiðina að mestu liggja um eyðisanda og vegslóðum fylgt að hluta. „Það er ekkert rask af þessu,“ segir hann. Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, segir mikilvægt að losna við þá hættu sem skapist af því að menn noti aðra hita- og ljósgjafa en rafmagn í veiðihúsum á svæðinu. Þá muni tryggara fjarskiptasamband bæta mjög öryggi allra á svæðinu og nýtast ekki síst við björgunarstörf. „Þetta getur ekki verið annað en öllum til góða,“ segir Guðfinna. Kjartan Magnússon, formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar, segir línurnar vera algera byltingu. Á vegum félagsins séu á bilinu fimmtán til tuttugu hús á svæðinu. Í sumum er rafmagn frá olíurafstöðvum. Önnur eru kynt með gasi. „Það eru gríðarlegir hagsmunir að losna við gasið úr húsunum. Það hefur valdið okkur áhyggjum og tjóni,“ segir hann. Að sögn Kjartans er ekki gefið upp að sinni hver áætlaður kostnaður sé. Ljóst sé þó að framkvæmdin borgi sig til lengri tíma. Meðal annars verði nú unnt að hafa hita á húsakostinum yfir veturinn. „Það á að gera endingartíma húsanna margfalt lengri,“ segir formaður veiðifélagsins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Rafmagnsstrengurinn og ljósleiðarinn verða lagðir saman um 22 kílómetra leið frá fjarskiptastöðinni í Vatnsfelli um Veiðivötn í Snjóöldu þar sem Neyðarlínan er með fjarskiptasendi. Best sé að ná að ljúka verkinu áður en vetur gengur í garð. „Það hafa orðið alvarleg slys í Veiðivötnum sem gera að verkum að við teljum þetta forgangsmál. Þetta er líka talsvert öryggismál fyrir okkur að leggja rafmagn,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og vísar til þess að fjarskiptasendar á svæðinu taki orku úr ljósavélum. Þær geti bilað auk þess sem af þeim stafi bæði loft- og hljóðmengun. Hreppsráð Rangárþings ytra kveðst fagna framtakinu og samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti. Byggingarfulltrúi sveitarfélagins bíður hins vegar umsagnar Umhverfistofnunar áður en hann gefur út framkvæmdaleyfi. Ætlunin er að grafa ekki fyrir línunum heldur plægja þær niður. Þórhallur segir leiðina að mestu liggja um eyðisanda og vegslóðum fylgt að hluta. „Það er ekkert rask af þessu,“ segir hann. Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, segir mikilvægt að losna við þá hættu sem skapist af því að menn noti aðra hita- og ljósgjafa en rafmagn í veiðihúsum á svæðinu. Þá muni tryggara fjarskiptasamband bæta mjög öryggi allra á svæðinu og nýtast ekki síst við björgunarstörf. „Þetta getur ekki verið annað en öllum til góða,“ segir Guðfinna. Kjartan Magnússon, formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar, segir línurnar vera algera byltingu. Á vegum félagsins séu á bilinu fimmtán til tuttugu hús á svæðinu. Í sumum er rafmagn frá olíurafstöðvum. Önnur eru kynt með gasi. „Það eru gríðarlegir hagsmunir að losna við gasið úr húsunum. Það hefur valdið okkur áhyggjum og tjóni,“ segir hann. Að sögn Kjartans er ekki gefið upp að sinni hver áætlaður kostnaður sé. Ljóst sé þó að framkvæmdin borgi sig til lengri tíma. Meðal annars verði nú unnt að hafa hita á húsakostinum yfir veturinn. „Það á að gera endingartíma húsanna margfalt lengri,“ segir formaður veiðifélagsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira