Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda 28. september 2011 04:00 Umferðarþungi í Reykjavík Sundabraut átti meðal annars að létta á umferðarþunga um Vesturlandsveg.fréttablaðið/anton Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemjumikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í langan tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnesinga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veginn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frestað í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, segir íbúa bæjarins fulla efasemda um fyrirætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem myndast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hagsmuni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Hann efast stórlega um að þingmenn Norðvesturkjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemjumikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í langan tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnesinga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veginn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frestað í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, segir íbúa bæjarins fulla efasemda um fyrirætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem myndast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hagsmuni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Hann efast stórlega um að þingmenn Norðvesturkjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira