Svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn 28. september 2011 08:00 „Þetta kom mér rosalega á óvart, ég var búinn að gleyma þessari keppni," segir Alexander Jarl Abu-Samrah, eða Alli abstrakt, sem er kominn í úrslit norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi 14. október og tekur einn keppandi frá hverju Norðurlandaríkjanna þátt. Alli mætir til leiks fyrir Íslands hönd með lagið Í mínu hverfi. „Ég syng um hvað er að gerast í mínu hverfi og hvað fólki finnst í mínu hverfi um alls kyns hluti. Ég er úr Vesturbænum og þetta er eiginlega um Vesturbæinn. En annars er þetta mest um Reykjavík, þannig séð," segir Alli, sem er nýorðinn tvítugur. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Palestínumaður en hefur alltaf búið hér á landi. Faðir hans, sem er palestínskur, skildi við móður Alla þegar Alli var ungur að aldri og hefur hann lítið sem ekkert búið á Íslandi. Alli hefur einu sinni komið til Palestínu. Þá var hann fimm ára og fór þangað með mömmu sinni og pabba, afa sínum og ömmu og frændsystkinum. „Það var rosalega gaman en þetta er mjög frábrugðinn heimur þarna," segir rapparinn um upplifun sína. „Það var svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn og fara í gegnum Ísrael til að komast þarna inn. Ég er líka alltaf stoppaður í Bandaríkjunum út af þessu eftirnafni." Aðspurður segist Alli hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum þegar hann var í grunnskóla hér heima en eftir að honum lauk hafi fordómarnir hætt. Þessa dagana er hann að vinna að sinni fyrstu rappplötu og mun eitt lagið fjalla um Palestínu og ástandið þar. „Ég er að reyna að plata Erp [Eyvindarson] með mér í það en hann er alltaf svo upptekinn." Alli hóf feril sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu plötuna Sincere Sunset sem komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að rappa og lítur mikið upp til rapparanna í Forgotten Lores. Fyrir efsta sætið í norrænu keppninni fást 1.000 evrur, eða um 160 þúsund krónur, auk upptökutíma hjá þekktum upptökustjórum í Svíþjóð sem kalla sig Salazar-bræður. Tónlistinni verður dreift á iTunes og Spotify. Einn Íslendingur er í dómnefndinni, Þorsteinn Lár Ragnarsson úr XXX Rottweiler. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
„Þetta kom mér rosalega á óvart, ég var búinn að gleyma þessari keppni," segir Alexander Jarl Abu-Samrah, eða Alli abstrakt, sem er kominn í úrslit norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi 14. október og tekur einn keppandi frá hverju Norðurlandaríkjanna þátt. Alli mætir til leiks fyrir Íslands hönd með lagið Í mínu hverfi. „Ég syng um hvað er að gerast í mínu hverfi og hvað fólki finnst í mínu hverfi um alls kyns hluti. Ég er úr Vesturbænum og þetta er eiginlega um Vesturbæinn. En annars er þetta mest um Reykjavík, þannig séð," segir Alli, sem er nýorðinn tvítugur. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Palestínumaður en hefur alltaf búið hér á landi. Faðir hans, sem er palestínskur, skildi við móður Alla þegar Alli var ungur að aldri og hefur hann lítið sem ekkert búið á Íslandi. Alli hefur einu sinni komið til Palestínu. Þá var hann fimm ára og fór þangað með mömmu sinni og pabba, afa sínum og ömmu og frændsystkinum. „Það var rosalega gaman en þetta er mjög frábrugðinn heimur þarna," segir rapparinn um upplifun sína. „Það var svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn og fara í gegnum Ísrael til að komast þarna inn. Ég er líka alltaf stoppaður í Bandaríkjunum út af þessu eftirnafni." Aðspurður segist Alli hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum þegar hann var í grunnskóla hér heima en eftir að honum lauk hafi fordómarnir hætt. Þessa dagana er hann að vinna að sinni fyrstu rappplötu og mun eitt lagið fjalla um Palestínu og ástandið þar. „Ég er að reyna að plata Erp [Eyvindarson] með mér í það en hann er alltaf svo upptekinn." Alli hóf feril sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu plötuna Sincere Sunset sem komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að rappa og lítur mikið upp til rapparanna í Forgotten Lores. Fyrir efsta sætið í norrænu keppninni fást 1.000 evrur, eða um 160 þúsund krónur, auk upptökutíma hjá þekktum upptökustjórum í Svíþjóð sem kalla sig Salazar-bræður. Tónlistinni verður dreift á iTunes og Spotify. Einn Íslendingur er í dómnefndinni, Þorsteinn Lár Ragnarsson úr XXX Rottweiler. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira