Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Jóhanna Sigurþórsdóttir og Stígur Helgason skrifar 29. september 2011 04:00 Héraðsdómur Reykjavíkur Ákæran á hendur fólkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. Mennirnir tveir, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ívar Aron Hill Ævarsson, eru margdæmdir brotamenn. Konan hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Að þessu sinni er mönnunum gefið að sök að hafa í íbúð í Reykjavík slegið fórnarlambið í andlitið svo hann fékk blóðnasir. Að því búnu hafi þeir skipað honum að klæðast hettupeysu og leitt hann nauðugan og með hettu yfir höfði sér frá íbúðinni að heimili hans. Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá. Áætlað verðmæti þýfisins er samtals yfir tvær milljónir króna. Meðal þess sem þeir stálu var flatskjár, heimabíótæki, tölvubúnaður, myndavél, kaffivél, samlokugrill, iPod-spilari, sjónvarpsflakkari, GSM-sími, úr, málverk, veiðistangir, vöðlur, munir til fluguhnýtinga, ýmis fatnaður, snjóbretti og snjóbrettaskór. Konan er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í ráninu og farið með Ívari Aroni í hraðbanka Kaupþings í Hafnarfirði, þar sem þau tóku út þúsund krónur með greiðslukorti sem þau höfðu rænt frá manninum. Tryggingamiðstöðin krefur hin ákærðu um bætur upp á ríflega 1,1 milljón króna. Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. Mennirnir tveir, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ívar Aron Hill Ævarsson, eru margdæmdir brotamenn. Konan hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Að þessu sinni er mönnunum gefið að sök að hafa í íbúð í Reykjavík slegið fórnarlambið í andlitið svo hann fékk blóðnasir. Að því búnu hafi þeir skipað honum að klæðast hettupeysu og leitt hann nauðugan og með hettu yfir höfði sér frá íbúðinni að heimili hans. Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá. Áætlað verðmæti þýfisins er samtals yfir tvær milljónir króna. Meðal þess sem þeir stálu var flatskjár, heimabíótæki, tölvubúnaður, myndavél, kaffivél, samlokugrill, iPod-spilari, sjónvarpsflakkari, GSM-sími, úr, málverk, veiðistangir, vöðlur, munir til fluguhnýtinga, ýmis fatnaður, snjóbretti og snjóbrettaskór. Konan er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í ráninu og farið með Ívari Aroni í hraðbanka Kaupþings í Hafnarfirði, þar sem þau tóku út þúsund krónur með greiðslukorti sem þau höfðu rænt frá manninum. Tryggingamiðstöðin krefur hin ákærðu um bætur upp á ríflega 1,1 milljón króna.
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira