Fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns 29. september 2011 05:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirgripsmikilli skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður starfshópsins, segir lykilniðurstöðuna vera þá að lestur og ánægja af lestri skipti sköpum. „Þetta eru niðurstöður sem þurfa að komast til samfélagsins í heild sinni og þær staðreyndir að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega og að viðhorf til lestrarhesta sé ekki nægilega jákvætt," segir hún, en tíu tillögur starfshópsins að breytingum til að stuðla að betri námsárangri drengja voru samþykktar í menntaráði gær. Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri hjá Rannís, vann úttekt á kynjamun í námsárangri barna í grunnskólum fyrir starfshópinn. Hann segir þessi rúm 23 prósent drengja sem ekki geta lesið sér til gagns afar hátt hlutfall. „Grunnskólar virðast vera blindir á það að stór hluti stráka, alveg frá sex ára aldri þegar þessi munur kemur fyrst fram, virðist eiga í vanda við lestur. Og þeir eru allt að þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar," segir Almar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í menntun þessara drengja – þegar þeir vakna allt í einu upp við 15 ára og geta ekki lesið sér til gagns. Það er ótækt." Vinna starfshópsins leiddi einnig í ljós að stúlkur, sérstaklega á unglingastigi, sýna meiri einkenni kvíða og vanlíðunar en drengir. Á meðan yfirburðir stúlkna í náminu aukast virðist andleg líðan þeirra aftur á móti versna. „Þetta fannst starfshópnum áhyggjuefni og því var samþykkt að sambærilegur starfshópur hæfi störf til að greina þessar niðurstöður um stelpurnar betur," segir Þorbjörg Helga. - sv Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirgripsmikilli skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður starfshópsins, segir lykilniðurstöðuna vera þá að lestur og ánægja af lestri skipti sköpum. „Þetta eru niðurstöður sem þurfa að komast til samfélagsins í heild sinni og þær staðreyndir að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega og að viðhorf til lestrarhesta sé ekki nægilega jákvætt," segir hún, en tíu tillögur starfshópsins að breytingum til að stuðla að betri námsárangri drengja voru samþykktar í menntaráði gær. Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri hjá Rannís, vann úttekt á kynjamun í námsárangri barna í grunnskólum fyrir starfshópinn. Hann segir þessi rúm 23 prósent drengja sem ekki geta lesið sér til gagns afar hátt hlutfall. „Grunnskólar virðast vera blindir á það að stór hluti stráka, alveg frá sex ára aldri þegar þessi munur kemur fyrst fram, virðist eiga í vanda við lestur. Og þeir eru allt að þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar," segir Almar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í menntun þessara drengja – þegar þeir vakna allt í einu upp við 15 ára og geta ekki lesið sér til gagns. Það er ótækt." Vinna starfshópsins leiddi einnig í ljós að stúlkur, sérstaklega á unglingastigi, sýna meiri einkenni kvíða og vanlíðunar en drengir. Á meðan yfirburðir stúlkna í náminu aukast virðist andleg líðan þeirra aftur á móti versna. „Þetta fannst starfshópnum áhyggjuefni og því var samþykkt að sambærilegur starfshópur hæfi störf til að greina þessar niðurstöður um stelpurnar betur," segir Þorbjörg Helga. - sv
Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira