Skylda okkar að vinna í Útsvari 29. september 2011 04:45 Ómar Stefánsson Bæjarfulltrúinn segir lið Kópavogs undanfarin tvö ár hafa verið skipuð hálfdrættingum. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi, sem leggur mikla áherslu á sigur bæjarins í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu. Til að undirstrika þunga málsins lagði Ómar fram sérstaka bókun á síðasta bæjarráðsfundi. „Það er mikilvægt að í Útsvarslið Kópavogs verði valið fólk sem vill sigra en ekki bara taka þátt. Legg því til að auglýst verði eftir ábendingum frá Kópavogsbúum í tilvonandi sigurlið bæjarins,“ bókaði Ómar. Reyndar kom í ljós eftir bæjarráðsfundinn að Útsvarslið Kópavogs hafði þegar verið mannað. „Þetta er víst úrvalslið núna og ég hef heyrt að það stundi stífar æfingar. Ég hef meiri væntingar til þess en að HK verði Íslandsmeistari í handbolta,“ segir Ómar. Kópavogur vann Útsvarskeppnina tvö fyrstu árin en næstu tvö árin þar á eftir ekki. „Þetta voru hálfdrættingar og fengu ekki fullan hlut,“ lýsir Ómar Útsvarsliði Kópavogs síðustu tvö árin. Hann segir hins vegar að knattspyrnulið Breiðabliks hafi haldið uppi heiðri bæjarins undanfarin tvö ár með því að vinna fyrst bikarmeistaratitil og síðan Íslandsmeistaratitil í fyrra. Í ár sé slíku ekki að heilsa. „Kópavogur er nafli alheimsins og það er ábyrg skylda okkar að minna á okkur reglulega. Við erum alltaf bestir í einhverju á hverju ári,“ segir Ómar Stefánsson.- gar Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
„Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi, sem leggur mikla áherslu á sigur bæjarins í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu. Til að undirstrika þunga málsins lagði Ómar fram sérstaka bókun á síðasta bæjarráðsfundi. „Það er mikilvægt að í Útsvarslið Kópavogs verði valið fólk sem vill sigra en ekki bara taka þátt. Legg því til að auglýst verði eftir ábendingum frá Kópavogsbúum í tilvonandi sigurlið bæjarins,“ bókaði Ómar. Reyndar kom í ljós eftir bæjarráðsfundinn að Útsvarslið Kópavogs hafði þegar verið mannað. „Þetta er víst úrvalslið núna og ég hef heyrt að það stundi stífar æfingar. Ég hef meiri væntingar til þess en að HK verði Íslandsmeistari í handbolta,“ segir Ómar. Kópavogur vann Útsvarskeppnina tvö fyrstu árin en næstu tvö árin þar á eftir ekki. „Þetta voru hálfdrættingar og fengu ekki fullan hlut,“ lýsir Ómar Útsvarsliði Kópavogs síðustu tvö árin. Hann segir hins vegar að knattspyrnulið Breiðabliks hafi haldið uppi heiðri bæjarins undanfarin tvö ár með því að vinna fyrst bikarmeistaratitil og síðan Íslandsmeistaratitil í fyrra. Í ár sé slíku ekki að heilsa. „Kópavogur er nafli alheimsins og það er ábyrg skylda okkar að minna á okkur reglulega. Við erum alltaf bestir í einhverju á hverju ári,“ segir Ómar Stefánsson.- gar
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira