Óútreiknanleg St. Vincent 29. september 2011 09:00 áhugaverð Nýjasta plata St. Vincent hefur fengið mjög góða dóma hjá gagnrýnendum. nordicphotos/getty Þriðja sólóplata bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent kom út fyrir skemmstu. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að þar sé á ferðinni mikið meistarastykki. St. Vincent gaf fyrr í mánuðinum út sína þriðju sólóplötu, Strange Mercy. Gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi og telja mikið spunnið í þessa bandarísku tónlistarkonu. St. Vincent heitir réttu nafni Annie Clark og er 29 ára. Hún fæddist í Oklahoma en ólst upp í Dallas. Fljótlega fékk hún mikinn áhuga á tónlist og byrjaði að læra á gítar. Hún stundaði nám við hinn fræga tónlistarskóla Berklee í borginni Boston þangað til hún hætti þremur árum síðar. Þegar heim til Dallas var komið gekk Clark til liðs við hljómsveitina The Polyphonic Spree skömmu fyrir tónleikaferð hennar um Evrópu. Árið 2006 hætti hún í þeirri sveit og fór að spila með Sufjan Stevens. Hún kom einmitt fram með honum á tónleikum í Fríkirkjunni á þessum tíma og hitaði sömuleiðis upp fyrir hann. Sama ár hóf Clark upptökur á sinni fyrstu sólóplötu undir nafninu St. Vincent. Það er tilvísun í kaþólska læknasetrið Saint Vincent þar sem ljóðskáldið Dylan Thomas frá Wales lést árið 1953. Frumburðurinn Marry Me kom út 2007 hjá útgáfunni Beggars Banquet. Gripurinn fékk góða dóma hjá gagnrýnendum og var St. Vincent líkt við Kate Bush og David Bowie. Útsetningarnar þóttu hressilegar og lögin aðgengileg þrátt fyrir ýmis skringileg hljóð og óvenjulega hljóðfæraskipanina en St. Vincent notar fiðlur, selló, flautur, trompet og klarinett iðulega í lögum sínum. Sjálf spilar hún á gítar, bassa, orgel og píanó. Eftir að hafa verið á löngu tónleikaferðalagi hóf St. Vincent upptökur á nýrri plötu 2008. Ári síðar kom Actor út á vegum 4AD Records og fékk platan enn meiri athygli en sú fyrsta. Með nýju plötunni, Strange Mercy, hefur St. Vincent svo stimplað sig rækilega inn því víðast hvar hefur platan fengið frábæra dóma, þar á meðal fullt hús hjá The Observer og The Telegraph, fjórar stjörnur af fimm í Mojo, Q, Clash og The Guardian og 90 af 100 mögulegum hjá Pitchfork. Tónlistin þykir óútreiknanleg og útsetningarnar margbrotnar þar sem ýmsum tónlistarstefnum, svo sem rokki, raftónlist, djassi og fönki, er hrært saman í áhugaverðan tónlistargraut. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þriðja sólóplata bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent kom út fyrir skemmstu. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að þar sé á ferðinni mikið meistarastykki. St. Vincent gaf fyrr í mánuðinum út sína þriðju sólóplötu, Strange Mercy. Gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi og telja mikið spunnið í þessa bandarísku tónlistarkonu. St. Vincent heitir réttu nafni Annie Clark og er 29 ára. Hún fæddist í Oklahoma en ólst upp í Dallas. Fljótlega fékk hún mikinn áhuga á tónlist og byrjaði að læra á gítar. Hún stundaði nám við hinn fræga tónlistarskóla Berklee í borginni Boston þangað til hún hætti þremur árum síðar. Þegar heim til Dallas var komið gekk Clark til liðs við hljómsveitina The Polyphonic Spree skömmu fyrir tónleikaferð hennar um Evrópu. Árið 2006 hætti hún í þeirri sveit og fór að spila með Sufjan Stevens. Hún kom einmitt fram með honum á tónleikum í Fríkirkjunni á þessum tíma og hitaði sömuleiðis upp fyrir hann. Sama ár hóf Clark upptökur á sinni fyrstu sólóplötu undir nafninu St. Vincent. Það er tilvísun í kaþólska læknasetrið Saint Vincent þar sem ljóðskáldið Dylan Thomas frá Wales lést árið 1953. Frumburðurinn Marry Me kom út 2007 hjá útgáfunni Beggars Banquet. Gripurinn fékk góða dóma hjá gagnrýnendum og var St. Vincent líkt við Kate Bush og David Bowie. Útsetningarnar þóttu hressilegar og lögin aðgengileg þrátt fyrir ýmis skringileg hljóð og óvenjulega hljóðfæraskipanina en St. Vincent notar fiðlur, selló, flautur, trompet og klarinett iðulega í lögum sínum. Sjálf spilar hún á gítar, bassa, orgel og píanó. Eftir að hafa verið á löngu tónleikaferðalagi hóf St. Vincent upptökur á nýrri plötu 2008. Ári síðar kom Actor út á vegum 4AD Records og fékk platan enn meiri athygli en sú fyrsta. Með nýju plötunni, Strange Mercy, hefur St. Vincent svo stimplað sig rækilega inn því víðast hvar hefur platan fengið frábæra dóma, þar á meðal fullt hús hjá The Observer og The Telegraph, fjórar stjörnur af fimm í Mojo, Q, Clash og The Guardian og 90 af 100 mögulegum hjá Pitchfork. Tónlistin þykir óútreiknanleg og útsetningarnar margbrotnar þar sem ýmsum tónlistarstefnum, svo sem rokki, raftónlist, djassi og fönki, er hrært saman í áhugaverðan tónlistargraut. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira