Góð helgi framundan í kvikmyndahúsum 29. september 2011 18:00 Stórskotalið Marion Cotillard og Matt Damon leika aðalhlutverkin í kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, sem frumsýnd verður um helgina. nordicphotos/Getty Bíónörd ættu að eiga góða helgi fram undan því nýjasta kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Soderbergh hafa verið mislagðar hendur að undanförnu en miðað við leikhóp myndarinnar ætti fátt að geta klikkað; Jude Law, Matt Damon, Kate Winslet, Laurence Fishburne og Marion Cotillard svo fáeinir séu nefndir. Myndin tekst reyndar á við kunnuglegt stef í kvikmyndasögunni, segir frá því þegar lífshættulegur vírus herjar á jarðarbúa og lamar allt samfélagið. Myndin fær 7,3 á imdb. com og 84 prósent gagnrýnenda eru ánægðir með hana samkvæmt rottentomatoes.com. Eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni er íslenska kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra frumsýnd um helgina og hið sama má segja um Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar. Myndin er framlag Íslands í forval Óskarsverðlaunanna og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda á kvikmyndahátíðum um allan heim. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Margrét Helga Jóhannesdóttir og Theódór Júlíusson. Ítarlega verður rætt við Rúnar í helgarblaði Fréttablaðsins. Loks fá börnin eitthvað fyrir sinn snúð því kvikmyndin Rauðhetta 2: Rauða gegn hinu illa er komin í sýningar. Rauðhetta heldur áfram að rannsaka dularfulla glæpi í ævintýraskóginum og að þessu sinni reynir hún að finna út úr dularfullu hvarfi Hans og Grétu. Myndin er sýnd með íslensku og ensku tali. Birgitta Haukdal talar fyrir Rauðhettu í íslensku útgáfunni. - fgg Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Sjá meira
Bíónörd ættu að eiga góða helgi fram undan því nýjasta kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Soderbergh hafa verið mislagðar hendur að undanförnu en miðað við leikhóp myndarinnar ætti fátt að geta klikkað; Jude Law, Matt Damon, Kate Winslet, Laurence Fishburne og Marion Cotillard svo fáeinir séu nefndir. Myndin tekst reyndar á við kunnuglegt stef í kvikmyndasögunni, segir frá því þegar lífshættulegur vírus herjar á jarðarbúa og lamar allt samfélagið. Myndin fær 7,3 á imdb. com og 84 prósent gagnrýnenda eru ánægðir með hana samkvæmt rottentomatoes.com. Eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni er íslenska kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra frumsýnd um helgina og hið sama má segja um Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar. Myndin er framlag Íslands í forval Óskarsverðlaunanna og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda á kvikmyndahátíðum um allan heim. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Margrét Helga Jóhannesdóttir og Theódór Júlíusson. Ítarlega verður rætt við Rúnar í helgarblaði Fréttablaðsins. Loks fá börnin eitthvað fyrir sinn snúð því kvikmyndin Rauðhetta 2: Rauða gegn hinu illa er komin í sýningar. Rauðhetta heldur áfram að rannsaka dularfulla glæpi í ævintýraskóginum og að þessu sinni reynir hún að finna út úr dularfullu hvarfi Hans og Grétu. Myndin er sýnd með íslensku og ensku tali. Birgitta Haukdal talar fyrir Rauðhettu í íslensku útgáfunni. - fgg
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Sjá meira