Landar stóru hlutverki í sjónvarpsþætti vestanhafs 29. september 2011 15:00 Aníta Briem leikur aðalhlutverkið í pilot-þætti sem er skrifaður og leikstýrt af Cynthiu Mort en hún er ábyrg fyrir sjónvarpsþáttum á borð við Will & Grace og Roseanne. NordicPhotos/Getty Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. „Ég var einstaklega heilluð af þessu verkefni því mér finnst heimurinn vera í þannig ástandi að það er í loftinu að fólk sé að leita að sannleika og nýrri sýn á lífið. Persónan mín getur ekki fundið frið nema hún finni að hún geti látið eitthvað gott af sér leiða," segir Anita og bætir því við að hún hafi fátt nema gott um Mort að segja. „Hún er einstakur rithöfundur og leikstjóri og okkur kom strax ákaflega vel saman. Við fundum fyrir sterkri tengingu og erum að plana frekara samstarf."Frances Fisher.Mort er þekkt nafn innan bandaríska sjónvarps- og kvikmyndabransans og er meðal annars ábyrg fyrir þáttum á borð við Will & Grace og Roseanne og skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One. Mort komst á forsíður helstu glanstímarita heims þegar hún var sögð vera ástkona bandarísku óskarsverðlaunaleikkonunnar Jodie Foster en þær unnu einmitt saman að kvikmyndinni The Brave One. Meðal annarra leikkvenna í þættinum Radical eru þær Lori Petty, sem margir ættu að kannast við úr Point Break og sjónvarpsþáttunum House, og svo Frances Fisher en hún lék stóra rullu í Óskarsverðlaunamyndunum The Unforgiven og Titanic. „Fisher leikur mömmu mína og við höfðum einmitt verið að leita að verkefni til að gera saman," segir Anita sem verður gestur Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðin í Sjónvarpinu í kvöld.Lori Petty.Nýlega var síðan tilkynnt að Anita myndi leika listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Hollywood-stjarnan Nick Stahl mun leika ljóðskáldið Stein Steinarr. „Kvikmyndin fjallar um stórbrotið, ástríðufullt og flókið samband Steins og Louisu. Ég er mikill aðdáenda þeirra beggja og lít á þetta sem gífurlega ábyrgð og jafnmikinn heiður." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. „Ég var einstaklega heilluð af þessu verkefni því mér finnst heimurinn vera í þannig ástandi að það er í loftinu að fólk sé að leita að sannleika og nýrri sýn á lífið. Persónan mín getur ekki fundið frið nema hún finni að hún geti látið eitthvað gott af sér leiða," segir Anita og bætir því við að hún hafi fátt nema gott um Mort að segja. „Hún er einstakur rithöfundur og leikstjóri og okkur kom strax ákaflega vel saman. Við fundum fyrir sterkri tengingu og erum að plana frekara samstarf."Frances Fisher.Mort er þekkt nafn innan bandaríska sjónvarps- og kvikmyndabransans og er meðal annars ábyrg fyrir þáttum á borð við Will & Grace og Roseanne og skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One. Mort komst á forsíður helstu glanstímarita heims þegar hún var sögð vera ástkona bandarísku óskarsverðlaunaleikkonunnar Jodie Foster en þær unnu einmitt saman að kvikmyndinni The Brave One. Meðal annarra leikkvenna í þættinum Radical eru þær Lori Petty, sem margir ættu að kannast við úr Point Break og sjónvarpsþáttunum House, og svo Frances Fisher en hún lék stóra rullu í Óskarsverðlaunamyndunum The Unforgiven og Titanic. „Fisher leikur mömmu mína og við höfðum einmitt verið að leita að verkefni til að gera saman," segir Anita sem verður gestur Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðin í Sjónvarpinu í kvöld.Lori Petty.Nýlega var síðan tilkynnt að Anita myndi leika listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Hollywood-stjarnan Nick Stahl mun leika ljóðskáldið Stein Steinarr. „Kvikmyndin fjallar um stórbrotið, ástríðufullt og flókið samband Steins og Louisu. Ég er mikill aðdáenda þeirra beggja og lít á þetta sem gífurlega ábyrgð og jafnmikinn heiður." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira