Óásættanlegt að bregðast ekki við 30. september 2011 07:00 Viðkvæmt Mál stúlkunnar hefur velkst í kerfinu mánuðum saman. Nú er svo komið að foreldrar hennar vilja ekki lengur senda hana í skólann.Fréttablaðið/gva Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega. „Nú veit ég ekki nákvæmlega með hvaða hætti skóla- og bæjaryfirvöld ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir, lögmaður hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur hins vegar að vera óásættanlegt í svona málum. Það blasir við.“ Foreldrarnir eru afar ósáttir við viðbrögð skólans og bæjaryfirvalda, sem hafa hafnað ósk þeirra um að drengurinn verði færður í annan skóla með þeim rökum að það sé ekki heimilt þar sem drengurinn hafi ekki brotið agareglur skólans. Hann verði því ekki færður nema með samþykki foreldra sinna. Foreldrar drengsins vísa hins vegar í mat sálfræðings sonar síns, sem ekki hafi mælt með flutningi hans á milli skóla. Þess vegna leggist þau gegn því. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. En það er brýnt að félagsmálayfirvöld í samráði við skólann komist að viðunandi niðurstöðu þannig að tryggt sé að stúlkan geti stundað skólann með sama hætti og áður,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að skólayfirvöld verði að hlutast til um að telpan fái nauðsynlega aðstoð og að fylgst verði með líðan hennar í skólanum á komandi mánuðum. „Það er mjög óheppilegt að foreldrar stúlkunnar þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við það að taka hana úr skólanum. Skóla- og félagsmálayfirvöld hljóta að vilja koma í veg fyrir slíkar málalyktir.“ Foreldrar telpunnar fullyrða að skólastjórinn hafi lofað þeim því að tryggt yrði að dóttir þeirra mundi ekki hitta drenginn í mötuneytinu eða í frímínútum. Þá hafi telpunni verið lofað stuðningsfulltrúa til að fylgja henni á milli staða í skólanum. Við þetta hafi hins vegar ekki verið staðið. Að sögn föðurins hefur dóttir hans jafnvel setið á næsta borði við drenginn í nokkur skipti á matmálstíma. Málið hefur velkst í kerfinu síðan í fyrravetur og meðal annars komið inn á borð menntamálaráðuneytisins, sem hefur ekki séð ástæðu til að grípa inn í. Í tölvubréfi sem Árni Múli Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, sendi foreldrum telpunnar í júlí segir hann bæjaryfirvöld vilja fá að útbúa skriflega greinargerð um málið áður en foreldrarnir grípi til frekari aðgerða. „Þið getið þá metið stöðuna með hliðsjón af því sem þar kemur fram og ef ykkur sýnist rétt getið þið skotið málinu til umfjöllunar hjá fjölskylduráði […] og/eða leitað með málið til annarra málskotsaðila ef ekki fæst niðurstaða hjá Akraneskaupstað sem þið getið sætt ykkur við.“ Foreldrarnir fullyrða hins vegar að greinargerðin sem Árni Múli vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skilað sér. Árni Múli vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það vildi skólastjóri skólans ekki heldur og bar við trúnaði um málefni nemenda. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega. „Nú veit ég ekki nákvæmlega með hvaða hætti skóla- og bæjaryfirvöld ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir, lögmaður hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur hins vegar að vera óásættanlegt í svona málum. Það blasir við.“ Foreldrarnir eru afar ósáttir við viðbrögð skólans og bæjaryfirvalda, sem hafa hafnað ósk þeirra um að drengurinn verði færður í annan skóla með þeim rökum að það sé ekki heimilt þar sem drengurinn hafi ekki brotið agareglur skólans. Hann verði því ekki færður nema með samþykki foreldra sinna. Foreldrar drengsins vísa hins vegar í mat sálfræðings sonar síns, sem ekki hafi mælt með flutningi hans á milli skóla. Þess vegna leggist þau gegn því. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. En það er brýnt að félagsmálayfirvöld í samráði við skólann komist að viðunandi niðurstöðu þannig að tryggt sé að stúlkan geti stundað skólann með sama hætti og áður,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að skólayfirvöld verði að hlutast til um að telpan fái nauðsynlega aðstoð og að fylgst verði með líðan hennar í skólanum á komandi mánuðum. „Það er mjög óheppilegt að foreldrar stúlkunnar þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við það að taka hana úr skólanum. Skóla- og félagsmálayfirvöld hljóta að vilja koma í veg fyrir slíkar málalyktir.“ Foreldrar telpunnar fullyrða að skólastjórinn hafi lofað þeim því að tryggt yrði að dóttir þeirra mundi ekki hitta drenginn í mötuneytinu eða í frímínútum. Þá hafi telpunni verið lofað stuðningsfulltrúa til að fylgja henni á milli staða í skólanum. Við þetta hafi hins vegar ekki verið staðið. Að sögn föðurins hefur dóttir hans jafnvel setið á næsta borði við drenginn í nokkur skipti á matmálstíma. Málið hefur velkst í kerfinu síðan í fyrravetur og meðal annars komið inn á borð menntamálaráðuneytisins, sem hefur ekki séð ástæðu til að grípa inn í. Í tölvubréfi sem Árni Múli Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, sendi foreldrum telpunnar í júlí segir hann bæjaryfirvöld vilja fá að útbúa skriflega greinargerð um málið áður en foreldrarnir grípi til frekari aðgerða. „Þið getið þá metið stöðuna með hliðsjón af því sem þar kemur fram og ef ykkur sýnist rétt getið þið skotið málinu til umfjöllunar hjá fjölskylduráði […] og/eða leitað með málið til annarra málskotsaðila ef ekki fæst niðurstaða hjá Akraneskaupstað sem þið getið sætt ykkur við.“ Foreldrarnir fullyrða hins vegar að greinargerðin sem Árni Múli vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skilað sér. Árni Múli vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það vildi skólastjóri skólans ekki heldur og bar við trúnaði um málefni nemenda. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira