Hafnfirsku veiðifélagi helst illa á sófasettum 30. september 2011 06:00 Við djúpavatn Einhvers staðar situr nú einhver í íburðarmiklu en illa fengnu ítölsku sófasetti sem þar til um síðustu helgi var helsta stofustássið í húsi Stangveiðifélags Hafnarfjarðar við Djúpavatn á Reykjanesi.mYND/hALLDÓR gUNNARSSON „Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stolið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn. Ekki er lengra síðan en í fyrra að öðru leðursófasetti var stolið úr einu veiðihúsa Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. Það var við Hlíðarvatn. „Það var notað, flöskugrænt sófasett – alveg forljótt. Ég hélt við værum örugg því enginn myndi vilja grænt sófasett en það var nú samt tekið,“ segir Vilborg Reynisdóttir, gjaldkeri félagsins og má glöggt heyra að gjaldkeranum blöskrar smekkleysi þjófanna sem voru á ferð við Hlíðarvatn í fyrra. Sófasettið í veiðihúsinu við Hlíðarvatn var keypt notað en það sem var í Djúpavatni var að sögn Hans keypt nýtt út úr búð og það var dýrt jafnvel þótt afsláttur hafi fengist. Veiðifélagið fær engar tryggingarbætur þar sem lykill fyrir veiðimenn er geymdur við húsið. Alvanalegt er að veiðihús séu ólæst á sumrin. „Þetta er því tilfinnanlegt tjón fyrir okkur,“ segir Hans. Vilborg segir hrikalegt að menn geti einfaldlega valsað um og tekið hluti ófrjálsri hendi. „Þeir hafa þurft að vera sterkir og með stóran bíl. Þetta sófasett í Djúpavatni var þannig að ég hélt að það þyrfti að rífa húsið til að koma því inn, það var svo stórt,“ segir hún. Þjófnaðurinn úr húsinu við Djúpavatn uppgötvaðist á þriðjudag þegar umsjónarmaður fór til að ganga frá veiðihúsinu fyrir veturinn. „Hann kom að opnum svaladyrunum með gardínurnar blaktandi út,“ segir Vilborg sem kveður síðast vitað um mannaferðir þar áður við húsið á fimmtudaginn í síðustu viku. Djúpavatn er vestan við Sveifluháls á Reykjanesi. Hans segir það nánast árvisst að farið sé inn í veiðihús sem ýmis félög eru með við Hlíðarvatn. „Þeir hafa jafnvel stolið hnífaparabökkunum úr skúffunum og mjólkurglösum úr skápunum. En það er langt síðan við höfum lent í svona hremmingum í Djúpavatni. Tvisvar sinnum var húsið þó nánast tæmt. Þá voru teknir ofnar, eldavélar og sófar – allur pakkinn.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira
„Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stolið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn. Ekki er lengra síðan en í fyrra að öðru leðursófasetti var stolið úr einu veiðihúsa Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. Það var við Hlíðarvatn. „Það var notað, flöskugrænt sófasett – alveg forljótt. Ég hélt við værum örugg því enginn myndi vilja grænt sófasett en það var nú samt tekið,“ segir Vilborg Reynisdóttir, gjaldkeri félagsins og má glöggt heyra að gjaldkeranum blöskrar smekkleysi þjófanna sem voru á ferð við Hlíðarvatn í fyrra. Sófasettið í veiðihúsinu við Hlíðarvatn var keypt notað en það sem var í Djúpavatni var að sögn Hans keypt nýtt út úr búð og það var dýrt jafnvel þótt afsláttur hafi fengist. Veiðifélagið fær engar tryggingarbætur þar sem lykill fyrir veiðimenn er geymdur við húsið. Alvanalegt er að veiðihús séu ólæst á sumrin. „Þetta er því tilfinnanlegt tjón fyrir okkur,“ segir Hans. Vilborg segir hrikalegt að menn geti einfaldlega valsað um og tekið hluti ófrjálsri hendi. „Þeir hafa þurft að vera sterkir og með stóran bíl. Þetta sófasett í Djúpavatni var þannig að ég hélt að það þyrfti að rífa húsið til að koma því inn, það var svo stórt,“ segir hún. Þjófnaðurinn úr húsinu við Djúpavatn uppgötvaðist á þriðjudag þegar umsjónarmaður fór til að ganga frá veiðihúsinu fyrir veturinn. „Hann kom að opnum svaladyrunum með gardínurnar blaktandi út,“ segir Vilborg sem kveður síðast vitað um mannaferðir þar áður við húsið á fimmtudaginn í síðustu viku. Djúpavatn er vestan við Sveifluháls á Reykjanesi. Hans segir það nánast árvisst að farið sé inn í veiðihús sem ýmis félög eru með við Hlíðarvatn. „Þeir hafa jafnvel stolið hnífaparabökkunum úr skúffunum og mjólkurglösum úr skápunum. En það er langt síðan við höfum lent í svona hremmingum í Djúpavatni. Tvisvar sinnum var húsið þó nánast tæmt. Þá voru teknir ofnar, eldavélar og sófar – allur pakkinn.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira