Rík krafa lögreglumanna að fá verkfallsrétt 30. september 2011 03:00 Samstaða Lögreglumenn lögðu áherslu á kröfur sínar um leiðréttingu á launakjörum með kröfugöngu að fjármálaráðuneytinu í gær.Fréttablaðið/Vilhelm Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðugöngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna. „Það er rík krafa innan hópsins um að fá aftur verkfallsréttinn,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Hann segir það vopn þó bitlausara í höndum lögreglumanna en annarra hópa þar sem alltaf sé hægt að skikka stóran hluta þeirra til að vinna þrátt fyrir verkfall. Forsvarsmenn landssambandsins áttu fund með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta og samninganefnd ríkisins í fjármálaráðuneytinu í gær. Niðurstaða fundarins var að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að tryggja viðunandi niðurstöðu um laun lögreglumanna. „Við megum engan tíma missa, það skiptir okkur miklu að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Steinar. Vinnuhópurinn fundar í fyrsta skipti klukkan 13 í dag. Steinar óttast atgervisflótta úr stéttinni haldi fram sem horfir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef ekki tekst að ná ásættanlegri niðurstöðu munu þeir lögreglumenn sem eiga þess kost að fara í önnur störf á næstunni gera það.“ - bj Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðugöngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna. „Það er rík krafa innan hópsins um að fá aftur verkfallsréttinn,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Hann segir það vopn þó bitlausara í höndum lögreglumanna en annarra hópa þar sem alltaf sé hægt að skikka stóran hluta þeirra til að vinna þrátt fyrir verkfall. Forsvarsmenn landssambandsins áttu fund með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta og samninganefnd ríkisins í fjármálaráðuneytinu í gær. Niðurstaða fundarins var að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að tryggja viðunandi niðurstöðu um laun lögreglumanna. „Við megum engan tíma missa, það skiptir okkur miklu að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Steinar. Vinnuhópurinn fundar í fyrsta skipti klukkan 13 í dag. Steinar óttast atgervisflótta úr stéttinni haldi fram sem horfir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef ekki tekst að ná ásættanlegri niðurstöðu munu þeir lögreglumenn sem eiga þess kost að fara í önnur störf á næstunni gera það.“ - bj
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira