Vinsælasta hljómsveit Íslands 30. september 2011 10:00 vinsæl Hljómsveitin Of Monsters and Men nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. fréttablaðið/stefán Hljómsveitin Of Monsters and Men á bæði vinsælustu plötuna og vinsælasta lagið á Íslandi. Nýtt lag er væntanlegt sem heitir King and Lionheart. „Þetta er ógeðslega skemmtilegt. Það er alveg geggjað að það sé tekið svona vel í þetta,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Hljómsveitin, sem vann Músíktilraunir í fyrra, situr í efsta sæti Tónlistans með sína fyrstu plötu, My Head Is an Animal, og er þar fyrir ofan Helga Björns og Reiðmenn vindanna. Á aðeins tveimur vikum hefur platan selst í um fimm hundruð eintökum. Sveitin er einnig í efsta sæti Lagalistans á undan Mugison með hið vinsæla Little Talks sem hefur hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans í sumar. „Little Talks gekk framar vonum. Það kom okkur svolítið á óvart að það var spilað á öllum stöðum,“ segir Nanna Bryndís. „Svo vorum við að vona það besta með plötuna. Það er búin að fara mikil vinna og tími í þetta og okkur þykir öllum rosalega gaman að sjá að það séu einhverjir að fíla þetta.“ My Head Is an Animal, sem hefur að geyma huggulegt og grípandi þjóðlagapopp, átti upphaflega að koma út í febrúar, síðan í lok mars og eftir það í lok júlí. Núna er hún loksins komin út. Að sögn Nönnu Bryndísar vanmátu þau tímann sem fór í upptökuferlið og því urðu þau að fresta plötunni hvað eftir annað. „Við vildum gera þetta eins flott og við gátum. Við vildum ekki vinna þetta undir einhverri tímapressu.“ Tvennir útgáfutónleikar Of Monsters and Men verða í Gamla bíói 6. október og er uppselt á þá síðari. Enn eru örfáir miðar eftir á þá fyrri. Á Airwaves-hátíðinni um miðjan október spilar hljómsveitin síðan á fimm til sex tónleikum, þar af á þrennum sem eru hluti af formlegu dagskránni. Miðað við vinsældir Nönnu Bryndísar og félaga má búast við því að erlendir útsendarar eigi eftir að leggja við hlustir. „Þessi Airwaves-hátíð er orðin svo stór að það kemur þangað hellingur af útsendurum þannig að það er um að gera að standa sig vel.“ Nýjasta lagið sem er farið í spilun af plötunni nefnist King and Lionheart og mun það vafalítið fylgja Little Talks fast á eftir í vinsældum. Næstu tónleikar Of Monsters and Men verða í verslun 12 Tóna í kvöld kl. 18. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men á bæði vinsælustu plötuna og vinsælasta lagið á Íslandi. Nýtt lag er væntanlegt sem heitir King and Lionheart. „Þetta er ógeðslega skemmtilegt. Það er alveg geggjað að það sé tekið svona vel í þetta,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Hljómsveitin, sem vann Músíktilraunir í fyrra, situr í efsta sæti Tónlistans með sína fyrstu plötu, My Head Is an Animal, og er þar fyrir ofan Helga Björns og Reiðmenn vindanna. Á aðeins tveimur vikum hefur platan selst í um fimm hundruð eintökum. Sveitin er einnig í efsta sæti Lagalistans á undan Mugison með hið vinsæla Little Talks sem hefur hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans í sumar. „Little Talks gekk framar vonum. Það kom okkur svolítið á óvart að það var spilað á öllum stöðum,“ segir Nanna Bryndís. „Svo vorum við að vona það besta með plötuna. Það er búin að fara mikil vinna og tími í þetta og okkur þykir öllum rosalega gaman að sjá að það séu einhverjir að fíla þetta.“ My Head Is an Animal, sem hefur að geyma huggulegt og grípandi þjóðlagapopp, átti upphaflega að koma út í febrúar, síðan í lok mars og eftir það í lok júlí. Núna er hún loksins komin út. Að sögn Nönnu Bryndísar vanmátu þau tímann sem fór í upptökuferlið og því urðu þau að fresta plötunni hvað eftir annað. „Við vildum gera þetta eins flott og við gátum. Við vildum ekki vinna þetta undir einhverri tímapressu.“ Tvennir útgáfutónleikar Of Monsters and Men verða í Gamla bíói 6. október og er uppselt á þá síðari. Enn eru örfáir miðar eftir á þá fyrri. Á Airwaves-hátíðinni um miðjan október spilar hljómsveitin síðan á fimm til sex tónleikum, þar af á þrennum sem eru hluti af formlegu dagskránni. Miðað við vinsældir Nönnu Bryndísar og félaga má búast við því að erlendir útsendarar eigi eftir að leggja við hlustir. „Þessi Airwaves-hátíð er orðin svo stór að það kemur þangað hellingur af útsendurum þannig að það er um að gera að standa sig vel.“ Nýjasta lagið sem er farið í spilun af plötunni nefnist King and Lionheart og mun það vafalítið fylgja Little Talks fast á eftir í vinsældum. Næstu tónleikar Of Monsters and Men verða í verslun 12 Tóna í kvöld kl. 18. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira