Málið sem mun ekki gleymast Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 7. október 2011 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst í dag tilkynna formlega um stofnun starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Andlát sakborninga og ný gögn í málinu hafa enn einu sinni dregið þetta vafasama mál fram í dagsljósið. Innanríkisráðherrann hefur þegar sagt að málið verði ekki látið kyrrt liggja þó að ekki hafi verið ljóst til hvaða aðgerða hægt er að grípa. Meðal þeirra sem hafa gert alvarlegar athugasemdir eru ekki bara sakborningar, aðstandendur og verjendur þeirra, heldur einnig aðrir lögfræðingar auk rannsóknarlögreglumanna og fangavarða sem að málinu komu á sínum tíma. Nú síðast, í kjölfar góðrar umfjöllunar Stöðvar 2, hefur komið fram einhver færasti réttarsálfræðingur heimsins, Gísli Guðjónsson, sem telur að nauðsynlegt sé að rannsaka málið á ný. Gísli hefur meðal fjölda annarra mála komið að máli Guildford-fjórmenninganna, fjögurra ungmenna í Bretlandi sem voru ranglega dæmd fyrir sprengjuárás á svipuðum tíma og ungmennin hér á landi voru dæmd. Sakborningarnir í því máli fengu fyrir nokkrum árum afsökunarbeiðni frá forsætisráðherra Bretlands. Fyrir þeim sem ekki voru fæddir þegar allt þetta átti sér stað hefur málið virkað reyfarakennt og skáldskap líkast á köflum. Nánast ómögulegt er að setja sig inn í það ástand og þá múgæsingu sem ríkti í þjóðfélaginu þá. Allt bendir þó til þess að þarna hafi ekki verið rétt staðið að málum, sakborningar hafi ekki notið sannmælis. Ólíklegt er að nokkurn tímann skýrist að fullu hvað kom fyrir tvímenningana sem báðir hurfu sporlaust fyrir nokkrum áratugum. Jafnvel þó að ekki verði hægt að taka málið upp að nýju fyrir dómstólum hlýtur að vera hægt að komast til botns í því hvers konar meðferð sakborningarnir hlutu og hvar var brotið á þeim. Ný lög um rannsóknarnefndir virðast nánast sniðin að máli sem þessu, en í greinargerð með þeim segir að þegar mál hafi tiltekna þyngd, sem kunni að birtast í því að það hafi lengi verið í opinberri umræðu án þess að öldur hafi lægt, sé réttlætanlegt að skipa rannsóknarnefnd. Að öðrum kosti má skipa sérstaka sannleiksnefnd, eins og lagt hefur verið til á Alþingi. Rétt er hjá Björgvini G. Sigurðssyni, flutningsmanni tillögunnar, að mikilvægt er fyrir samfélagið að þessi mál verði loksins gerð upp. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvers eðlis starfshópur innanríkisráðuneytisins verður. Undanfarin ár hefur verið flett ofan af mörgum málum hér á landi þar sem brotið hefur verið á einstaklingum með einum eða öðrum hætti. Ágætlega hefur verið unnið að því að skipa rannsóknarnefndir og taka á málum sem áður fyrr voru þögguð niður. Þetta er því kjörinn tími til að bæta Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á þann lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst í dag tilkynna formlega um stofnun starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Andlát sakborninga og ný gögn í málinu hafa enn einu sinni dregið þetta vafasama mál fram í dagsljósið. Innanríkisráðherrann hefur þegar sagt að málið verði ekki látið kyrrt liggja þó að ekki hafi verið ljóst til hvaða aðgerða hægt er að grípa. Meðal þeirra sem hafa gert alvarlegar athugasemdir eru ekki bara sakborningar, aðstandendur og verjendur þeirra, heldur einnig aðrir lögfræðingar auk rannsóknarlögreglumanna og fangavarða sem að málinu komu á sínum tíma. Nú síðast, í kjölfar góðrar umfjöllunar Stöðvar 2, hefur komið fram einhver færasti réttarsálfræðingur heimsins, Gísli Guðjónsson, sem telur að nauðsynlegt sé að rannsaka málið á ný. Gísli hefur meðal fjölda annarra mála komið að máli Guildford-fjórmenninganna, fjögurra ungmenna í Bretlandi sem voru ranglega dæmd fyrir sprengjuárás á svipuðum tíma og ungmennin hér á landi voru dæmd. Sakborningarnir í því máli fengu fyrir nokkrum árum afsökunarbeiðni frá forsætisráðherra Bretlands. Fyrir þeim sem ekki voru fæddir þegar allt þetta átti sér stað hefur málið virkað reyfarakennt og skáldskap líkast á köflum. Nánast ómögulegt er að setja sig inn í það ástand og þá múgæsingu sem ríkti í þjóðfélaginu þá. Allt bendir þó til þess að þarna hafi ekki verið rétt staðið að málum, sakborningar hafi ekki notið sannmælis. Ólíklegt er að nokkurn tímann skýrist að fullu hvað kom fyrir tvímenningana sem báðir hurfu sporlaust fyrir nokkrum áratugum. Jafnvel þó að ekki verði hægt að taka málið upp að nýju fyrir dómstólum hlýtur að vera hægt að komast til botns í því hvers konar meðferð sakborningarnir hlutu og hvar var brotið á þeim. Ný lög um rannsóknarnefndir virðast nánast sniðin að máli sem þessu, en í greinargerð með þeim segir að þegar mál hafi tiltekna þyngd, sem kunni að birtast í því að það hafi lengi verið í opinberri umræðu án þess að öldur hafi lægt, sé réttlætanlegt að skipa rannsóknarnefnd. Að öðrum kosti má skipa sérstaka sannleiksnefnd, eins og lagt hefur verið til á Alþingi. Rétt er hjá Björgvini G. Sigurðssyni, flutningsmanni tillögunnar, að mikilvægt er fyrir samfélagið að þessi mál verði loksins gerð upp. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvers eðlis starfshópur innanríkisráðuneytisins verður. Undanfarin ár hefur verið flett ofan af mörgum málum hér á landi þar sem brotið hefur verið á einstaklingum með einum eða öðrum hætti. Ágætlega hefur verið unnið að því að skipa rannsóknarnefndir og taka á málum sem áður fyrr voru þögguð niður. Þetta er því kjörinn tími til að bæta Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á þann lista.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun