Gæðastimpill fyrir allt fræðasamfélagið 11. október 2011 04:00 Háleitt markmið Í janúar 2007 undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir rektor og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, samning um aukafjárframlag til skólans. Þá var kynnt það markmið að koma HÍ á lista 100 bestu, sem þótti frekar bratt.fréttablaðið/gva Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ, segir að mat THE skiptist í nokkra flokka, en kennsla og rannsóknir séu þar veigamestar. „Sá flokkur sem skiptir okkur mestu máli er tilvitnanir vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 100 prósent á síðustu fimm árum. Þetta sýnir og sannar að áhrif vísindamanna við skólann séu mjög mikil. Mælikvarði á gæði rannsókna er áhrif þeirra og það ber að skoða í þessu samhengi.“ Halldór segir jafnframt greinilegt að sérstök könnun sem sé gerð meðal háskólamanna skipti miklu máli. Sú könnun taki bæði til kennslu og rannsókna og sanni að orðspor íslenskra vísinda- og fræðasamfélagsins sé gott. Aðrir þættir sem skipti ekki eins miklu séu til dæmis hversu vel Íslendingum hafi gengið að afla fjármuna úr erlendum samkeppnissjóðum. Halldór segir að listi THE sé nýttur á ýmsan hátt enda gefinn út af mjög virtu bresku tímariti. Nemendur styðjist við listann þegar komi að vali á skóla en fyrir HÍ liggi mikilvægið í því að listinn auðveldi mjög að leita samstarfs um rannsóknir við bestu háskóla heims. „Það skiptir miklu að vera í þessum úrvalshópi, því hvernig sem á það er litið er þetta eins og að komast upp í úrvalsdeild.“ Öflug tengsl og samstarfsverkefni sem HÍ á með innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum spila stórt hlutverk. Stærstur er Landspítalinn í því samhengi, Íslensk erfðagreining, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hjartavernd, Matís og Hafrannsóknastofnunin svo fáeinir innlendir aðilar séu nefndir. „Við birtum greinar saman í bestu vísindatímaritum heims sem teljast báðum aðilum til tekna. Þetta er því gæðastimpill fyrir fræðasamfélagið íslenska í stærra samhengi. Reyndar er mjög hátt hlutfall greina frá Háskóla Íslands birt í sterkustu tímaritunum. Það skýrir hversu mikið er vitnað til okkar rannsókna, sem enn og aftur auðveldar okkur að tengjast þeim bestu með framtíðarsamstarf í huga.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ, segir að mat THE skiptist í nokkra flokka, en kennsla og rannsóknir séu þar veigamestar. „Sá flokkur sem skiptir okkur mestu máli er tilvitnanir vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 100 prósent á síðustu fimm árum. Þetta sýnir og sannar að áhrif vísindamanna við skólann séu mjög mikil. Mælikvarði á gæði rannsókna er áhrif þeirra og það ber að skoða í þessu samhengi.“ Halldór segir jafnframt greinilegt að sérstök könnun sem sé gerð meðal háskólamanna skipti miklu máli. Sú könnun taki bæði til kennslu og rannsókna og sanni að orðspor íslenskra vísinda- og fræðasamfélagsins sé gott. Aðrir þættir sem skipti ekki eins miklu séu til dæmis hversu vel Íslendingum hafi gengið að afla fjármuna úr erlendum samkeppnissjóðum. Halldór segir að listi THE sé nýttur á ýmsan hátt enda gefinn út af mjög virtu bresku tímariti. Nemendur styðjist við listann þegar komi að vali á skóla en fyrir HÍ liggi mikilvægið í því að listinn auðveldi mjög að leita samstarfs um rannsóknir við bestu háskóla heims. „Það skiptir miklu að vera í þessum úrvalshópi, því hvernig sem á það er litið er þetta eins og að komast upp í úrvalsdeild.“ Öflug tengsl og samstarfsverkefni sem HÍ á með innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum spila stórt hlutverk. Stærstur er Landspítalinn í því samhengi, Íslensk erfðagreining, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hjartavernd, Matís og Hafrannsóknastofnunin svo fáeinir innlendir aðilar séu nefndir. „Við birtum greinar saman í bestu vísindatímaritum heims sem teljast báðum aðilum til tekna. Þetta er því gæðastimpill fyrir fræðasamfélagið íslenska í stærra samhengi. Reyndar er mjög hátt hlutfall greina frá Háskóla Íslands birt í sterkustu tímaritunum. Það skýrir hversu mikið er vitnað til okkar rannsókna, sem enn og aftur auðveldar okkur að tengjast þeim bestu með framtíðarsamstarf í huga.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira