Spegilmynd Jóns Páls í Heimsendi 11. október 2011 11:00 Sláandi líkindi Guðjón Þorsteinn sem vörðurinn Leó, en fyrirmyndin að útliti hans er Jón Páll Sigmarsson kraftajötunn. „Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari. Guðjón leikur kraftalega vörðinn Leó í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem frumsýnd var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þar er hann með aflitað, hvítt hár, stór gleraugu og klæddur í hlýrabol sem var einmitt einkennisbúningur frægs kraftajötuns um svipað leyti og þættirnir eiga að gerast, sjálfs Jóns Páls Sigmarssonar. Guðjón viðurkennir að þessi goðsagnakenndi íþróttakappi hafi verið hafður til hliðsjónar. „Við lögðum eiginlega upp með að Jón Páll væri spegilmyndin. Það var bara áttin sem við fórum í og við erum ekkert að reyna að breiða yfir það,“ segir Guðjón en bætir því við að útlitið sé það eina sem þeir tveir eigi sameiginlegt. Leikarinn varð svo frægur að hitta Jón Pál einu sinni, þegar hann var tíu ára, og viðurkennir að það hafi verið einstök og nánast heilög stund. „Hann var náttúrlega hálfguð í augum margra,“ segir Guðjón, en hann lagði á sig töluverða vinnu til að ná þeim vöðvamassa sem Leó skartar í þáttunum og naut meðal annars liðsinnis annars leikara, Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, við að lyfta lóðum. Jóhannes Haukur fór einmitt í svipað átak fyrir hlutverk sitt í Svörtum á leik og þá var Guðjón hjálparhellan. „Það hjálpaði mér heilmikið. Menn skiptast á að verða þreyttir og þá er gott að einhver sparki í rassinn á manni,“ útskýrir Guðjón, sem byrjaði að lyfta hálfu ári áður en tökur hófust. „Ég tók þetta síðan mjög föstum tökum síðustu tvo til þrjá mánuðina.“ - fgg Lífið Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari. Guðjón leikur kraftalega vörðinn Leó í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem frumsýnd var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þar er hann með aflitað, hvítt hár, stór gleraugu og klæddur í hlýrabol sem var einmitt einkennisbúningur frægs kraftajötuns um svipað leyti og þættirnir eiga að gerast, sjálfs Jóns Páls Sigmarssonar. Guðjón viðurkennir að þessi goðsagnakenndi íþróttakappi hafi verið hafður til hliðsjónar. „Við lögðum eiginlega upp með að Jón Páll væri spegilmyndin. Það var bara áttin sem við fórum í og við erum ekkert að reyna að breiða yfir það,“ segir Guðjón en bætir því við að útlitið sé það eina sem þeir tveir eigi sameiginlegt. Leikarinn varð svo frægur að hitta Jón Pál einu sinni, þegar hann var tíu ára, og viðurkennir að það hafi verið einstök og nánast heilög stund. „Hann var náttúrlega hálfguð í augum margra,“ segir Guðjón, en hann lagði á sig töluverða vinnu til að ná þeim vöðvamassa sem Leó skartar í þáttunum og naut meðal annars liðsinnis annars leikara, Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, við að lyfta lóðum. Jóhannes Haukur fór einmitt í svipað átak fyrir hlutverk sitt í Svörtum á leik og þá var Guðjón hjálparhellan. „Það hjálpaði mér heilmikið. Menn skiptast á að verða þreyttir og þá er gott að einhver sparki í rassinn á manni,“ útskýrir Guðjón, sem byrjaði að lyfta hálfu ári áður en tökur hófust. „Ég tók þetta síðan mjög föstum tökum síðustu tvo til þrjá mánuðina.“ - fgg
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira