Vilja heimsyfirráð á netinu 12. október 2011 09:00 live project Benedikt Freyr Jónsson, Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason sem standa að Live Project.fréttablaðið/stefán Vefsíðan Live Project ætlar að gera tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves góð skil. Framtíðarsýn stofnenda síðunnar er að gera hana þá skemmtilegustu á netinu. Það verður nóg að gerast á íslensku vefsíðunni Live Project í tengslum við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem hefst í dag. Live Project er rauntíma myndbrota- og ljósmyndasíða þar sem allir geta deilt upplifun sinni í beinni útsendingu. Mennirnir á bak við hana eru Benedikt Freyr Jónsson, Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Um fimmtán manns starfa við síðuna meðan á Airwaves stendur til að fanga stemninguna á tónleikum. Mest áhersla er lögð á að taka upp efni með íslensku hljómsveitunum. Að auki eru gestir Airwaves hvattir til að setja á síðuna eigin upplifun af hátíðinni. „Það verður öllu safnað saman í tímaröð í beinni útsendingu og það geta allir tekið þátt með því að deila sínu efni,“ segir Hörður. Live Project býður upp á þá nýjung á Airwaves að fólk getur leigt sér einkaherbergi á Kex Hosteli og farið þar í alvöru karókí. Fólkið er einnig hvatt til að setja skemmtileg karókí-myndbrot úr herberginu inn á síðuna. Á skemmtistaðnum Austur verður Icelandair með fjölmiðlamiðstöð og þar verða sýndar beinar útsendingar í gegnum Live Project. Sérstakt pláss fyrir vefsíðuna verður einnig á Visir.is. Live Project hefur áður verið á Hróarskelduhátíðinni og á Popaganda í Svíþjóð. „Það hefur verið rosalega vel tekið í þetta,“ segir Hörður. „Þetta er líka svo skemmtilegt. Það er gaman að horfa á þetta bæði á meðan hátíðin er í gangi og eftir hana.“ Spurður hvert Live Project stefni í framtíðinni segir hann: „Við viljum verða einu sinni til tvisvar í mánuði með útsendingar héðan og þaðan úr heiminum. Við stefnum á að vera hin eina sanna lýðútsendingarsíða hátíða.“ Hingað til hafa þeir félagar fjármagnað vefsíðuna sjálfir, með hjálp Símans, Icelandair og fleiri aðila. Þeirra von er sú að vefsíðan eigi eftir að festa sig í sessi úti um allan heim og meiri peningur komi þá í kassann. „Við stefnum á að þetta verði okkar lífsviðurværi. Við stefnum á að gera þetta að skemmtilegustu vefsíðu internetsins. Það er okkar sýn,“ segir Hörður. „Ég er búinn að lofa stofnmeðlimi mínum Benz ef við myndum meika það. Daníel Freyr er mikill aðdáandi Benz og honum var lofað þessu í upphafi.“ Slóð síðunnar á netinu er Liveproject.me. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Vefsíðan Live Project ætlar að gera tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves góð skil. Framtíðarsýn stofnenda síðunnar er að gera hana þá skemmtilegustu á netinu. Það verður nóg að gerast á íslensku vefsíðunni Live Project í tengslum við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem hefst í dag. Live Project er rauntíma myndbrota- og ljósmyndasíða þar sem allir geta deilt upplifun sinni í beinni útsendingu. Mennirnir á bak við hana eru Benedikt Freyr Jónsson, Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Um fimmtán manns starfa við síðuna meðan á Airwaves stendur til að fanga stemninguna á tónleikum. Mest áhersla er lögð á að taka upp efni með íslensku hljómsveitunum. Að auki eru gestir Airwaves hvattir til að setja á síðuna eigin upplifun af hátíðinni. „Það verður öllu safnað saman í tímaröð í beinni útsendingu og það geta allir tekið þátt með því að deila sínu efni,“ segir Hörður. Live Project býður upp á þá nýjung á Airwaves að fólk getur leigt sér einkaherbergi á Kex Hosteli og farið þar í alvöru karókí. Fólkið er einnig hvatt til að setja skemmtileg karókí-myndbrot úr herberginu inn á síðuna. Á skemmtistaðnum Austur verður Icelandair með fjölmiðlamiðstöð og þar verða sýndar beinar útsendingar í gegnum Live Project. Sérstakt pláss fyrir vefsíðuna verður einnig á Visir.is. Live Project hefur áður verið á Hróarskelduhátíðinni og á Popaganda í Svíþjóð. „Það hefur verið rosalega vel tekið í þetta,“ segir Hörður. „Þetta er líka svo skemmtilegt. Það er gaman að horfa á þetta bæði á meðan hátíðin er í gangi og eftir hana.“ Spurður hvert Live Project stefni í framtíðinni segir hann: „Við viljum verða einu sinni til tvisvar í mánuði með útsendingar héðan og þaðan úr heiminum. Við stefnum á að vera hin eina sanna lýðútsendingarsíða hátíða.“ Hingað til hafa þeir félagar fjármagnað vefsíðuna sjálfir, með hjálp Símans, Icelandair og fleiri aðila. Þeirra von er sú að vefsíðan eigi eftir að festa sig í sessi úti um allan heim og meiri peningur komi þá í kassann. „Við stefnum á að þetta verði okkar lífsviðurværi. Við stefnum á að gera þetta að skemmtilegustu vefsíðu internetsins. Það er okkar sýn,“ segir Hörður. „Ég er búinn að lofa stofnmeðlimi mínum Benz ef við myndum meika það. Daníel Freyr er mikill aðdáandi Benz og honum var lofað þessu í upphafi.“ Slóð síðunnar á netinu er Liveproject.me. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira