Þjóðverjar styðja hraðara ferli í viðræðum Íslendinga og ESB 12. október 2011 03:45 Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir. „Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur. Góðar líkur eru á því að tveir kaflar aðildarsamnings Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verði ræddir og kláraðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fram fer eftir viku, að mati Össurar. Kaflarnir sem um ræðir eru annar kaflinn, sem snýst um frjálsa för fólks innan ESB, og sá sjöundi, en hann lýtur að hugverkarétti. Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla. Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins. Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma og ákveðið var að Íslendingar og Þjóðverjar fyndu sameiginlegt rannsóknarverkefni þar. Össur segir að við nýtingu auðlinda á norðurslóðum verði að halda í heiðri þá grundvallarreglu að fylgja ströngustu umhverfiskröfum.- kóp Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir. „Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur. Góðar líkur eru á því að tveir kaflar aðildarsamnings Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verði ræddir og kláraðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fram fer eftir viku, að mati Össurar. Kaflarnir sem um ræðir eru annar kaflinn, sem snýst um frjálsa för fólks innan ESB, og sá sjöundi, en hann lýtur að hugverkarétti. Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla. Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins. Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma og ákveðið var að Íslendingar og Þjóðverjar fyndu sameiginlegt rannsóknarverkefni þar. Össur segir að við nýtingu auðlinda á norðurslóðum verði að halda í heiðri þá grundvallarreglu að fylgja ströngustu umhverfiskröfum.- kóp
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira