Betra ESB fyrir íslenzka bændur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. október 2011 06:00 Fyrirhugaðar breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, sem sagt var frá í fyrradag, hljóta að fá rækilega skoðun hér á landi; hjá þeim sem taka þátt í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, hagsmunasamtökum bænda og neytenda og umhverfissamtökum. Sem stendur er engin sátt um tillögurnar í ESB og þær eru gagnrýndar úr öllum áttum, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi og landbúnaðarstefnan umdeild eins og sums staðar annars staðar. Megindrættirnir í umbótatillögunum eru að gera landbúnaðarstefnuna umhverfisvænni og skilvirkari, draga úr markaðstruflandi stuðningi við landbúnaðinn og jafna út landbúnaðarstyrkjum milli gömlu aðildarríkjanna og þeirra nýrri í Austur-Evrópu. Fyrir Íslendinga vekur athygli að framkvæmdastjórn ESB leggur til að stjórnvöldum í einstökum aðildarríkjum verði heimilað að styrkja bændur á harðbýlum svæðum sérstaklega. Í tillögunum er sömuleiðis gert ráð fyrir að stuðningur við unga bændur, sem eru að byrja búskap, verði aukinn. Setja á þak á stuðning við stór verksmiðjubú en leggja meiri áherzlu á að styðja sjálfbæran fjölskyldubúskap. Að þessu leyti gæti landbúnaðarstefna ESB verið að þróast með hagstæðum hætti fyrir íslenzka hagsmuni, rétt eins og sjávarútvegsstefnan. Að öðru leyti þýða tillögurnar að landbúnaðarstefna ESB færist enn lengra frá þeirri stefnu, sem nú er rekin hér á landi. Stuðningur verður færður úr framleiðslutengdum styrkjum og mun í meira mæli en áður miðast við búsetu, að bændur gangi vel um landið, auki líffræðilega fjölbreytni þess, gefi dýralífi svigrúm og plægi ekki upp beitiland. Þessar áherzlur eru ólíkar þeim sem nú ríkja í íslenzkri landbúnaðarstefnu, þar sem framleiðslutengdur stuðningur er ríkjandi. En spyrja má hvort það væri slæmt að stuðningur við íslenzkan landbúnað færðist í það horf sem ESB áformar. Í því sambandi þarf meðal annars að hafa í huga að tillögur framkvæmdastjórnar ESB eru öðrum þræði viðbrögð við tillögum, sem árum saman hafa verið til umræðu á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) og gera ráð fyrir að opinber stuðningur við landbúnað minnki og dregið verði stórlega úr markaðstruflandi framleiðslustyrkjum. Íslenzkir bændur þurfa að velta fyrir sér hver staða þeirra verður, náist samkomulag um nýtt regluverk í WTO. Verða þeir þá óviðbúnir, staddir á berangri úreltrar landbúnaðarstefnu, eða verður íslenzkur landbúnaður orðinn hluti af stærri heild, þar sem menn hafa hugsað til framtíðar og lagað landbúnaðarkerfið að nýju viðskiptaumhverfi? Það er að minnsta kosti ástæða til þess að bændur og aðrir hagsmunaaðilar skoði vel hverju endurskoðun landbúnaðarstefnu ESB kann að breyta um það hversu hagstæð ESB-aðild gæti orðið íslenzkum landbúnaði. Og kannski ætti ekki að útiloka fyrirfram að útkoman gæti orðið áhugaverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Fyrirhugaðar breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, sem sagt var frá í fyrradag, hljóta að fá rækilega skoðun hér á landi; hjá þeim sem taka þátt í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, hagsmunasamtökum bænda og neytenda og umhverfissamtökum. Sem stendur er engin sátt um tillögurnar í ESB og þær eru gagnrýndar úr öllum áttum, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi og landbúnaðarstefnan umdeild eins og sums staðar annars staðar. Megindrættirnir í umbótatillögunum eru að gera landbúnaðarstefnuna umhverfisvænni og skilvirkari, draga úr markaðstruflandi stuðningi við landbúnaðinn og jafna út landbúnaðarstyrkjum milli gömlu aðildarríkjanna og þeirra nýrri í Austur-Evrópu. Fyrir Íslendinga vekur athygli að framkvæmdastjórn ESB leggur til að stjórnvöldum í einstökum aðildarríkjum verði heimilað að styrkja bændur á harðbýlum svæðum sérstaklega. Í tillögunum er sömuleiðis gert ráð fyrir að stuðningur við unga bændur, sem eru að byrja búskap, verði aukinn. Setja á þak á stuðning við stór verksmiðjubú en leggja meiri áherzlu á að styðja sjálfbæran fjölskyldubúskap. Að þessu leyti gæti landbúnaðarstefna ESB verið að þróast með hagstæðum hætti fyrir íslenzka hagsmuni, rétt eins og sjávarútvegsstefnan. Að öðru leyti þýða tillögurnar að landbúnaðarstefna ESB færist enn lengra frá þeirri stefnu, sem nú er rekin hér á landi. Stuðningur verður færður úr framleiðslutengdum styrkjum og mun í meira mæli en áður miðast við búsetu, að bændur gangi vel um landið, auki líffræðilega fjölbreytni þess, gefi dýralífi svigrúm og plægi ekki upp beitiland. Þessar áherzlur eru ólíkar þeim sem nú ríkja í íslenzkri landbúnaðarstefnu, þar sem framleiðslutengdur stuðningur er ríkjandi. En spyrja má hvort það væri slæmt að stuðningur við íslenzkan landbúnað færðist í það horf sem ESB áformar. Í því sambandi þarf meðal annars að hafa í huga að tillögur framkvæmdastjórnar ESB eru öðrum þræði viðbrögð við tillögum, sem árum saman hafa verið til umræðu á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) og gera ráð fyrir að opinber stuðningur við landbúnað minnki og dregið verði stórlega úr markaðstruflandi framleiðslustyrkjum. Íslenzkir bændur þurfa að velta fyrir sér hver staða þeirra verður, náist samkomulag um nýtt regluverk í WTO. Verða þeir þá óviðbúnir, staddir á berangri úreltrar landbúnaðarstefnu, eða verður íslenzkur landbúnaður orðinn hluti af stærri heild, þar sem menn hafa hugsað til framtíðar og lagað landbúnaðarkerfið að nýju viðskiptaumhverfi? Það er að minnsta kosti ástæða til þess að bændur og aðrir hagsmunaaðilar skoði vel hverju endurskoðun landbúnaðarstefnu ESB kann að breyta um það hversu hagstæð ESB-aðild gæti orðið íslenzkum landbúnaði. Og kannski ætti ekki að útiloka fyrirfram að útkoman gæti orðið áhugaverð.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun