Tveir með stöðu grunaðs í lífeyrissvikamáli 26. október 2011 06:00 Í reiðufé Lífeyririnn var tekinn út í reiðufé jafnóðum og hann var lagður inn á reikning. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt komin með rannsókn sína á máli þar sem í ljós kom að Tryggingastofnun hafði haldið áfram að greiða út ellilífeyri á bankareikning konu í tíu ár eftir að hún lést úti í Bandaríkjunum. Lífeyririnn var greiddur inn á reikning hér heima en tekinn út af honum jafnóðum. Leikur grunur á að þeir sem það gerðu hafi nýtt sér fjármunina í eigin þágu. Tveir einstaklingar hafa stöðu grunaðs í málinu. Það var árið 2000 sem konan, sem var íslenskur ríkisborgari, lést úti í Bandaríkjunum, þar sem hún hafði búið frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Hún var á níræðisaldri þegar hún lést. Af óútskýrðum ástæðum var andlát konunnar ekki skráð hér heima, þannig að Tryggingastofnun hélt áfram að greiða út lífeyri í hennar nafni. Alls greiddi stofnunin um fjórtán milljónir króna í tíu ár eftir andlát hennar en ekkert gaf stofnuninni tilefni til að hætta lífeyrisgreiðslunum, þar sem dánartilkynning hafði ekki borist til Þjóðskrár og þaðan áfram til Tryggingastofnunar. Virðist helst sem dánarvottorð hafi aldrei borist til Íslands frá Bandaríkjunum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu yfirheyrt fólk sem talið er tengjast málinu. Ellilífeyrir konunnar var lagður inn hér heima en tekinn út í reiðufé um leið og hann barst inn á reikninginn, samkvæmt upplýsingum blaðsins. - jss Fréttir Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt komin með rannsókn sína á máli þar sem í ljós kom að Tryggingastofnun hafði haldið áfram að greiða út ellilífeyri á bankareikning konu í tíu ár eftir að hún lést úti í Bandaríkjunum. Lífeyririnn var greiddur inn á reikning hér heima en tekinn út af honum jafnóðum. Leikur grunur á að þeir sem það gerðu hafi nýtt sér fjármunina í eigin þágu. Tveir einstaklingar hafa stöðu grunaðs í málinu. Það var árið 2000 sem konan, sem var íslenskur ríkisborgari, lést úti í Bandaríkjunum, þar sem hún hafði búið frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Hún var á níræðisaldri þegar hún lést. Af óútskýrðum ástæðum var andlát konunnar ekki skráð hér heima, þannig að Tryggingastofnun hélt áfram að greiða út lífeyri í hennar nafni. Alls greiddi stofnunin um fjórtán milljónir króna í tíu ár eftir andlát hennar en ekkert gaf stofnuninni tilefni til að hætta lífeyrisgreiðslunum, þar sem dánartilkynning hafði ekki borist til Þjóðskrár og þaðan áfram til Tryggingastofnunar. Virðist helst sem dánarvottorð hafi aldrei borist til Íslands frá Bandaríkjunum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu yfirheyrt fólk sem talið er tengjast málinu. Ellilífeyrir konunnar var lagður inn hér heima en tekinn út í reiðufé um leið og hann barst inn á reikninginn, samkvæmt upplýsingum blaðsins. - jss
Fréttir Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Sjá meira