Ljúfur og trylltur Tom Waits 27. október 2011 22:00 Síðasta mánudag sendi Tom Waits frá sér plötuna Bad as Me, en hún er hans fyrsta plata með nýju efni síðan meistaraverkið Real Gone kom út fyrir sjö árum. Trausti Júlíusson skoðaði þennan umdeilda listamann. Bandaríski tónlistarmaðurinn Tom Waits kallar fram óvenjusterk viðbrögð hjá fólki. Margir dýrka hann og líta á hann sem meistara sem eigi sér engan sinn líka, en svo eru þeir til sem þola hann ekki og fá ógleði af því einu að heyra hrjúfa röddina. Og það virðist ekki vera mikið þarna á milli. Annað hvort elska menn Tom Waits eða þeir hata hann. Ég hef lengi tilheyrt fyrrnefnda hópnum og þess vegna var ég fljótur að stökkva til þegar ég heyrði af Bad as Me, nýju Tom Waits-plötunni sem kom út á mánudaginn og er hans fyrsta plata með nýju efni í sjö ár. Gerir það sem honum sýnistTom Waits hefur gert nákvæmlega það sem honum sýnist síðustu ár. Hann gefur út þegar hann vill og það sem hann vill. Eftir að samningur hans við Island-fyrirtækið kláraðist samdi hann við Anti-útgáfuna og árið 1999 kom út fyrsta plata þess samstarfs, Mule Variations, sem náði miklum vinsældum. Síðan komu tvær sama daginn, Alice og Blood Money (2002), og svo Real Gone (2004). Auk þess sendi hann frá sér þreföldu safnplötuna Orphans árið 2006, en á henni var áður óútgefið eða illfáanlegt efni, og tónleikaplötuna Glitter and Doom fyrir tveimur árum. Tónlistarlega eru þessar plötur nokkuð fjölbreyttar. Það má segja að allan ferilinn hafi Tom Waits flakkað á milli rólegrar og ljúfrar tónlistar og ýktrar og æstrar. Stundum blandast þetta fullkomlega á sömu plötunni, til dæmis á Mule Variations, en svo eru líka ljúfar plötur (Closing Time, Blue Valentine) og trylltar (Real Gone). Á nýju plötunni Bad as Me eru lög úr báðum þessum deildum. Platan byrjar með látum með laginu Chicago og lögin Bad as Me, Raised Right Men, Satisfied og Hell Broke Luce eru sömuleiðis æst og kraftmikil, en svo eru róleg lög inni á milli, þar á meðal Face to the Highway og Back in the Crowd. Keith Richards meðal gestaTom Waits var tekinn í Frægðarhöll rokksins fyrr á árinu. Þegar hann tók við þessari eftirsóttu heiðursnafnbót sagði hann m.a. og beindi orðum sínum til bransamannanna í salnum: „Menn segja að ég eigi engin metsölulög og að ég sé erfiður í samstarfi. Og þeir segja það eins og það sé eitthvað slæmt!" Waits á samt ekki í vandræðum með að fá tónlistarmenn til að vinna með sér. Á meðal þeirra sem spila á Bad as Me má nefna sjálfan Keith Richards, David Hidalgo úr Los Lobos og gítarleikarann og hljómsveitarstjórann Marc Ribot, sem hefur mikið unnið með Waits. Eins og áður segir eru skoðanir mjög skiptar á Tom Waits. Gagnrýnendur hafa samt nánast undantekningarlaust tekið nýju plötunni vel. Þegar þetta er skrifað er hún með 9/10 á Metacritic-vefsíðunni, en það er meðaleinkunn 27 gagnrýnenda. Bresku blöðin Independent, Telegraph og Clash eru á meðal þeirra miðla sem gefa henni hæstu einkunn. Bad as Me er fín plata. Þeir sem kunna að meta Tom Waits verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Það er samt ólíklegt að hún snúi þeim sem þola hann ekki… Fréttir Lífið Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira
Síðasta mánudag sendi Tom Waits frá sér plötuna Bad as Me, en hún er hans fyrsta plata með nýju efni síðan meistaraverkið Real Gone kom út fyrir sjö árum. Trausti Júlíusson skoðaði þennan umdeilda listamann. Bandaríski tónlistarmaðurinn Tom Waits kallar fram óvenjusterk viðbrögð hjá fólki. Margir dýrka hann og líta á hann sem meistara sem eigi sér engan sinn líka, en svo eru þeir til sem þola hann ekki og fá ógleði af því einu að heyra hrjúfa röddina. Og það virðist ekki vera mikið þarna á milli. Annað hvort elska menn Tom Waits eða þeir hata hann. Ég hef lengi tilheyrt fyrrnefnda hópnum og þess vegna var ég fljótur að stökkva til þegar ég heyrði af Bad as Me, nýju Tom Waits-plötunni sem kom út á mánudaginn og er hans fyrsta plata með nýju efni í sjö ár. Gerir það sem honum sýnistTom Waits hefur gert nákvæmlega það sem honum sýnist síðustu ár. Hann gefur út þegar hann vill og það sem hann vill. Eftir að samningur hans við Island-fyrirtækið kláraðist samdi hann við Anti-útgáfuna og árið 1999 kom út fyrsta plata þess samstarfs, Mule Variations, sem náði miklum vinsældum. Síðan komu tvær sama daginn, Alice og Blood Money (2002), og svo Real Gone (2004). Auk þess sendi hann frá sér þreföldu safnplötuna Orphans árið 2006, en á henni var áður óútgefið eða illfáanlegt efni, og tónleikaplötuna Glitter and Doom fyrir tveimur árum. Tónlistarlega eru þessar plötur nokkuð fjölbreyttar. Það má segja að allan ferilinn hafi Tom Waits flakkað á milli rólegrar og ljúfrar tónlistar og ýktrar og æstrar. Stundum blandast þetta fullkomlega á sömu plötunni, til dæmis á Mule Variations, en svo eru líka ljúfar plötur (Closing Time, Blue Valentine) og trylltar (Real Gone). Á nýju plötunni Bad as Me eru lög úr báðum þessum deildum. Platan byrjar með látum með laginu Chicago og lögin Bad as Me, Raised Right Men, Satisfied og Hell Broke Luce eru sömuleiðis æst og kraftmikil, en svo eru róleg lög inni á milli, þar á meðal Face to the Highway og Back in the Crowd. Keith Richards meðal gestaTom Waits var tekinn í Frægðarhöll rokksins fyrr á árinu. Þegar hann tók við þessari eftirsóttu heiðursnafnbót sagði hann m.a. og beindi orðum sínum til bransamannanna í salnum: „Menn segja að ég eigi engin metsölulög og að ég sé erfiður í samstarfi. Og þeir segja það eins og það sé eitthvað slæmt!" Waits á samt ekki í vandræðum með að fá tónlistarmenn til að vinna með sér. Á meðal þeirra sem spila á Bad as Me má nefna sjálfan Keith Richards, David Hidalgo úr Los Lobos og gítarleikarann og hljómsveitarstjórann Marc Ribot, sem hefur mikið unnið með Waits. Eins og áður segir eru skoðanir mjög skiptar á Tom Waits. Gagnrýnendur hafa samt nánast undantekningarlaust tekið nýju plötunni vel. Þegar þetta er skrifað er hún með 9/10 á Metacritic-vefsíðunni, en það er meðaleinkunn 27 gagnrýnenda. Bresku blöðin Independent, Telegraph og Clash eru á meðal þeirra miðla sem gefa henni hæstu einkunn. Bad as Me er fín plata. Þeir sem kunna að meta Tom Waits verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Það er samt ólíklegt að hún snúi þeim sem þola hann ekki…
Fréttir Lífið Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira