Þjónusta sérfræðilækna muni hækka um 15% á næsta ári 29. október 2011 02:00 Tillögur að breytingum kynntar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra setti á fót starfshóp til að koma með tillögur að úrbótum í heilbrigðiskerfinu og voru niðurstöður hópsins kynntar formlega í gær.fréttablaðið/vilhelm Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. „Þeir vilja fá hækkanir sem ríkið og Sjúkratryggingar hafa ekki haft peninga í. Þeir vilja kjarasamninga en við höfum viljað fá meiri aðgangsstýringu hjá þeim,“ segir Guðbjartur. „Líka til þess að lækka kostnaðinn við þann hluta svo við höfum meira svigrúm annars staðar, því allt er þetta jú einn pottur.“ Í skýrslu Boston Consulting Group sem kynnt var í gær, þar sem greint er skipulag og staða heilbrigðiskerfisins, kemur fram að hér á landi séu hlutfallslega fleiri heimsóknir til sérfræðilækna en í samanburðarlöndunum og það valdi auknum kostnaði. Sérfræðilæknar séu líka hlutfallslega fleiri miðað við fjölda heimilislækna. Kostnaður vegna sérfræðilækna hafi aukist um 7 prósent síðan 2008 meðan fjárútlát til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafi lækkað. Einnig þurfi að bæta greiðslukerfi til sérfræðilækna. Þá sé sérfræðiþjónusta misdreifð um landið, en hún er langmest á höfuðborgarsvæðinu. „Spurningin er hvaða tæki við höfum til þess að ná tökum á þessu á sama tíma og við viljum auðvitað halda þjónustunni í landinu. Þetta er mjög vandrataður vegur en ég treysti á það að heilbrigðisstéttir í landinu finni sameiginlega lausn,“ segir Guðbjartur. Það skipti sköpum úti á landi að sérfræðilæknar komi reglulega og sinni sjúklingum. „Þannig er það í dag en þeir óttast að missa þetta ef við skerum of mikið niður. Þá er spurning hvort það séu Sjúkratryggingar sem borgi þá og þeir komi sem slíkir eða hvort kvótinn sé hjá stofnuninni og þeir geti sótt sér sérfræðingana sjálfir. En þetta er hárfín og erfið lína.“ Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni í góðu standi. „Við dekkum landið nokkuð vel. Sérfræðingar fara út á land í reglubundnar heimsóknir og það hefur gengið vel,“ segir hann. „En ég viðurkenni það að rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík fækkar heimsóknum til sérfræðilækna. En það þýðir ekki að það eigi að girða fyrir þjónustuna í Reykjavík.“ Kristján segir að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið varðandi misdreifða þjónustu um landið kunni að vera réttmætt en annað sé einfaldlega ópraktískt og því ekki gert. Hann er ekki bjartsýnn á að samningar náist við ríkið á næstunni. Allt bendi til þess að á komandi ári verði verðhækkanir á þjónustu um 15 prósent. „Ný viðmiðunargjaldskrá og reglugerð um endurgreiðslur munu koma innan tíðar. Við erum nánast komin í tannlæknapakkann, hækkanirnar lenda allar á sjúklingunum,“ segir Kristján og bætir við að sérfræðilæknar hafi gefið eftir tíu prósenta verðbótahækkun árið 2009. Nú séu liðin tvö og hálft ár og læknar vilji fara að fá þá launahækkun sem þeir hafi samningsbundinn rétt á. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. „Þeir vilja fá hækkanir sem ríkið og Sjúkratryggingar hafa ekki haft peninga í. Þeir vilja kjarasamninga en við höfum viljað fá meiri aðgangsstýringu hjá þeim,“ segir Guðbjartur. „Líka til þess að lækka kostnaðinn við þann hluta svo við höfum meira svigrúm annars staðar, því allt er þetta jú einn pottur.“ Í skýrslu Boston Consulting Group sem kynnt var í gær, þar sem greint er skipulag og staða heilbrigðiskerfisins, kemur fram að hér á landi séu hlutfallslega fleiri heimsóknir til sérfræðilækna en í samanburðarlöndunum og það valdi auknum kostnaði. Sérfræðilæknar séu líka hlutfallslega fleiri miðað við fjölda heimilislækna. Kostnaður vegna sérfræðilækna hafi aukist um 7 prósent síðan 2008 meðan fjárútlát til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafi lækkað. Einnig þurfi að bæta greiðslukerfi til sérfræðilækna. Þá sé sérfræðiþjónusta misdreifð um landið, en hún er langmest á höfuðborgarsvæðinu. „Spurningin er hvaða tæki við höfum til þess að ná tökum á þessu á sama tíma og við viljum auðvitað halda þjónustunni í landinu. Þetta er mjög vandrataður vegur en ég treysti á það að heilbrigðisstéttir í landinu finni sameiginlega lausn,“ segir Guðbjartur. Það skipti sköpum úti á landi að sérfræðilæknar komi reglulega og sinni sjúklingum. „Þannig er það í dag en þeir óttast að missa þetta ef við skerum of mikið niður. Þá er spurning hvort það séu Sjúkratryggingar sem borgi þá og þeir komi sem slíkir eða hvort kvótinn sé hjá stofnuninni og þeir geti sótt sér sérfræðingana sjálfir. En þetta er hárfín og erfið lína.“ Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni í góðu standi. „Við dekkum landið nokkuð vel. Sérfræðingar fara út á land í reglubundnar heimsóknir og það hefur gengið vel,“ segir hann. „En ég viðurkenni það að rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík fækkar heimsóknum til sérfræðilækna. En það þýðir ekki að það eigi að girða fyrir þjónustuna í Reykjavík.“ Kristján segir að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið varðandi misdreifða þjónustu um landið kunni að vera réttmætt en annað sé einfaldlega ópraktískt og því ekki gert. Hann er ekki bjartsýnn á að samningar náist við ríkið á næstunni. Allt bendi til þess að á komandi ári verði verðhækkanir á þjónustu um 15 prósent. „Ný viðmiðunargjaldskrá og reglugerð um endurgreiðslur munu koma innan tíðar. Við erum nánast komin í tannlæknapakkann, hækkanirnar lenda allar á sjúklingunum,“ segir Kristján og bætir við að sérfræðilæknar hafi gefið eftir tíu prósenta verðbótahækkun árið 2009. Nú séu liðin tvö og hálft ár og læknar vilji fara að fá þá launahækkun sem þeir hafi samningsbundinn rétt á. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira