Frjáls för, fáfræði og fordómar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Sú staðreynd að pólskir ríkisborgarar rændu skartgripabúð hefur komið af stað einkennilegri umræðu um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, sem kveður á um afnám vegabréfaeftirlits og frjálsa för milli aðildarríkjanna. Því hefur verið haldið fram að hingað flæði glæpamenn frá Rúmeníu og Búlgaríu um áramótin, af því að þá fái þessi ríki aðild að Schengen. Það er reyndar vitleysa; það sem gerist um áramótin er að hömlur á rétti borgara þessara ríkja til að koma hingað til lands í atvinnuleit verða felldar niður. Sá réttur byggist á EES-samningnum, ekki Schengen. Sömuleiðis hefur því verið haldið fram að við ættum að hætta þátttöku í Schengen-samstarfinu af því að þá gætum við komið í veg fyrir óhindraða för glæpamanna til landsins eins og eyríkið Bretland geri. Að standa utan Schengen hefur þó ekki hjálpað Bretum mikið í baráttu við útlendar glæpaklíkur; austur-evrópsk gengi stjórna þar stórum hluta undirheimanna. Sum þeirra eiga líklega greiðari leið að landinu í krafti EES-reglna um frjálsa för launþega, en það á ekki við um t.d. rússneska og albanska glæpahópa, sem einnig eru stórtækir í Bretlandi. Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, var í útvarpsþætti á Bylgjunni í fyrradag með muninn á Schengen- og EES-samstarfinu á hreinu en vildi hætta þátttöku í hvoru tveggja nema hægt væri að semja um að loka landinu fyrir útlendingum. Frelsið hefði kannski verið í lagi á meðan Evrópusambandið samanstóð aðallega af þróuðum hagkerfum, en staðan hefði breytzt eftir að fátækari ríki Austur-Evrópu urðu aðilar að EES. Jón telur að hingað hafi komið alltof margir útlendingar, sem Ísland ráði ekkert við. Það er sjálfsagt að ræða hvort aðild Íslands að alþjóðlegu samstarfi geti haft í för með sér að skipulögð glæpastarfsemi hér færist í vöxt, en það hlýtur að mega gera þá kröfu að sú umræða fari fram á grundvelli réttra upplýsinga og án fordóma gegn heilu þjóðunum. Enn sem komið er hafa miklu fleiri Íslendingar en útlendingar framið vopnuð rán á Íslandi. Michelsen-ræningjarnir bjuggu ekki á Íslandi, heldur komu hingað sem ferðamenn. Og það er vafamál að það hefði nokkru breytt þótt kíkt hefði verið í vegabréfin þeirra. Frjáls för launþega á EES hefur ekki valdið neinum teljandi vandræðum á Íslandi. Það hefur aðildin að Schengen ekki gert heldur. Þvert á móti hafa löggæzluyfirvöld í gegnum það samstarf fengið aðgang að upplýsingum og aðstoð sem þau hefðu ekki notið annars. Í krafti upplýsinga frá erlendum lögregluembættum hefur þannig nokkrum sinnum verið gripið til heimilda í Schengen-sáttmálanum til að hindra för grunaðra glæpamanna og vísa þeim úr landi. Hverjir áttu þá í hlut? Jú, Vítisenglar frá hinum þróuðu hagkerfum Noregi og Danmörku. Ætli skipulögð glæpastarfsemi í Búlgaríu sé meiri ógn við íslenzkan almenning en norrænu glæpagengin? Alþjóðleg glæpastarfsemi er eðli málsins samkvæmt alþjóðlegt vandamál. Menn ná ekki tökum á því vandamáli með því að loka landamærum fyrir hinum stóra meirihluta sem ekkert illt hefur í hyggju, heldur með því að vinna saman gegn glæpagengjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Sú staðreynd að pólskir ríkisborgarar rændu skartgripabúð hefur komið af stað einkennilegri umræðu um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, sem kveður á um afnám vegabréfaeftirlits og frjálsa för milli aðildarríkjanna. Því hefur verið haldið fram að hingað flæði glæpamenn frá Rúmeníu og Búlgaríu um áramótin, af því að þá fái þessi ríki aðild að Schengen. Það er reyndar vitleysa; það sem gerist um áramótin er að hömlur á rétti borgara þessara ríkja til að koma hingað til lands í atvinnuleit verða felldar niður. Sá réttur byggist á EES-samningnum, ekki Schengen. Sömuleiðis hefur því verið haldið fram að við ættum að hætta þátttöku í Schengen-samstarfinu af því að þá gætum við komið í veg fyrir óhindraða för glæpamanna til landsins eins og eyríkið Bretland geri. Að standa utan Schengen hefur þó ekki hjálpað Bretum mikið í baráttu við útlendar glæpaklíkur; austur-evrópsk gengi stjórna þar stórum hluta undirheimanna. Sum þeirra eiga líklega greiðari leið að landinu í krafti EES-reglna um frjálsa för launþega, en það á ekki við um t.d. rússneska og albanska glæpahópa, sem einnig eru stórtækir í Bretlandi. Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, var í útvarpsþætti á Bylgjunni í fyrradag með muninn á Schengen- og EES-samstarfinu á hreinu en vildi hætta þátttöku í hvoru tveggja nema hægt væri að semja um að loka landinu fyrir útlendingum. Frelsið hefði kannski verið í lagi á meðan Evrópusambandið samanstóð aðallega af þróuðum hagkerfum, en staðan hefði breytzt eftir að fátækari ríki Austur-Evrópu urðu aðilar að EES. Jón telur að hingað hafi komið alltof margir útlendingar, sem Ísland ráði ekkert við. Það er sjálfsagt að ræða hvort aðild Íslands að alþjóðlegu samstarfi geti haft í för með sér að skipulögð glæpastarfsemi hér færist í vöxt, en það hlýtur að mega gera þá kröfu að sú umræða fari fram á grundvelli réttra upplýsinga og án fordóma gegn heilu þjóðunum. Enn sem komið er hafa miklu fleiri Íslendingar en útlendingar framið vopnuð rán á Íslandi. Michelsen-ræningjarnir bjuggu ekki á Íslandi, heldur komu hingað sem ferðamenn. Og það er vafamál að það hefði nokkru breytt þótt kíkt hefði verið í vegabréfin þeirra. Frjáls för launþega á EES hefur ekki valdið neinum teljandi vandræðum á Íslandi. Það hefur aðildin að Schengen ekki gert heldur. Þvert á móti hafa löggæzluyfirvöld í gegnum það samstarf fengið aðgang að upplýsingum og aðstoð sem þau hefðu ekki notið annars. Í krafti upplýsinga frá erlendum lögregluembættum hefur þannig nokkrum sinnum verið gripið til heimilda í Schengen-sáttmálanum til að hindra för grunaðra glæpamanna og vísa þeim úr landi. Hverjir áttu þá í hlut? Jú, Vítisenglar frá hinum þróuðu hagkerfum Noregi og Danmörku. Ætli skipulögð glæpastarfsemi í Búlgaríu sé meiri ógn við íslenzkan almenning en norrænu glæpagengin? Alþjóðleg glæpastarfsemi er eðli málsins samkvæmt alþjóðlegt vandamál. Menn ná ekki tökum á því vandamáli með því að loka landamærum fyrir hinum stóra meirihluta sem ekkert illt hefur í hyggju, heldur með því að vinna saman gegn glæpagengjunum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun