Hita upp fyrir veigamestu jazzveislu Íslendinga erlendis 2. nóvember 2011 13:00 Gítarleikarinn Ómar hitar upp fyrir Barbican Center á Jazzklúbbnum Múlanum í kvöld. Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslenskum böndum. „Við komum fram laugardaginn 12. nóvember á sviði sem verður tileinkað íslenskum tónum. Ásamt okkur leika Samúel Jón Samúelsson Big Band, Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og Frelsissveit Hauks Gröndal," segir Ómar spenntur yfir komandi Bretlandsferð. Hann lofar jafnframt að rafmagnaður djass verði leikinn á Múlanum í kvöld. „Við erum með tvo trommuleikara og rafmagnsbassa, sem er ekki mjög algengt í djassi. Við hugsum svolítið út fyrir djassrammann." Íslensku jazzsveitirnar koma fram í Barbican Centre 12. nóvember þar sem íslenskur jazz mun hljóma samfleytt frá kl. 15 til 19. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið er fyrir kynningu sem þessari á London Jazz Festival og án efa ein veigamesta jazzveisla sem Íslendingar hafa staðið fyrir erlendis. Verkefnið er tilkomið eftir þátttöku ÚTÓN og Jazzhátíðar Reykjavíkur í þýsku hátíðinni Jazzahead. Þar buðu forsvarsmenn London Jazz Festival ofangreindum listamönnum eftir að hafa heyrt tónlist þeirra og hitt þá í Þýskalandi. Af því tilefni kom ritstjóri Jazzwise á Jazzhátíð Reykjavíkur og í nýjasta tölublaði tímaritsins er mikil umfjöllun um íslenskan jazz og þá listamenn sem koma fram í London í blaðinu. Iceland Express og Sendiráð Íslands í London eru samstarfsaðilar verkefnisins. Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN segir ánægjulegt að sjá hversu mikill árangur og tengsl hafi náðst í fyrsta skipti sem ÚTÓN setti upp bás á Jazzahead. „Við munum halda áfram þessari kynningu og taka þátt í Jazzahead aftur á næsta ári. Þetta er greinilega ráðstefna sem skilar árangri sem skiptir máli." Pétur Grétarsson segir að með þessu hafi tekist að lenda einu mikilvægasta samstarfsverkefni sem Jazzhátíð Reykjavíkur hefur staðið fyrir en þetta er í fyrsta skipti sem formlegt samstarf af þessu tagi gengur eftir. Sveitirnar hita einnig upp fyrir London með jazzveislu í sal FÍH í Rauðagerði næstkomandi sunnudag klukkan 16. Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Labbar sextán þúsund skref á dag í París Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslenskum böndum. „Við komum fram laugardaginn 12. nóvember á sviði sem verður tileinkað íslenskum tónum. Ásamt okkur leika Samúel Jón Samúelsson Big Band, Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og Frelsissveit Hauks Gröndal," segir Ómar spenntur yfir komandi Bretlandsferð. Hann lofar jafnframt að rafmagnaður djass verði leikinn á Múlanum í kvöld. „Við erum með tvo trommuleikara og rafmagnsbassa, sem er ekki mjög algengt í djassi. Við hugsum svolítið út fyrir djassrammann." Íslensku jazzsveitirnar koma fram í Barbican Centre 12. nóvember þar sem íslenskur jazz mun hljóma samfleytt frá kl. 15 til 19. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið er fyrir kynningu sem þessari á London Jazz Festival og án efa ein veigamesta jazzveisla sem Íslendingar hafa staðið fyrir erlendis. Verkefnið er tilkomið eftir þátttöku ÚTÓN og Jazzhátíðar Reykjavíkur í þýsku hátíðinni Jazzahead. Þar buðu forsvarsmenn London Jazz Festival ofangreindum listamönnum eftir að hafa heyrt tónlist þeirra og hitt þá í Þýskalandi. Af því tilefni kom ritstjóri Jazzwise á Jazzhátíð Reykjavíkur og í nýjasta tölublaði tímaritsins er mikil umfjöllun um íslenskan jazz og þá listamenn sem koma fram í London í blaðinu. Iceland Express og Sendiráð Íslands í London eru samstarfsaðilar verkefnisins. Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN segir ánægjulegt að sjá hversu mikill árangur og tengsl hafi náðst í fyrsta skipti sem ÚTÓN setti upp bás á Jazzahead. „Við munum halda áfram þessari kynningu og taka þátt í Jazzahead aftur á næsta ári. Þetta er greinilega ráðstefna sem skilar árangri sem skiptir máli." Pétur Grétarsson segir að með þessu hafi tekist að lenda einu mikilvægasta samstarfsverkefni sem Jazzhátíð Reykjavíkur hefur staðið fyrir en þetta er í fyrsta skipti sem formlegt samstarf af þessu tagi gengur eftir. Sveitirnar hita einnig upp fyrir London með jazzveislu í sal FÍH í Rauðagerði næstkomandi sunnudag klukkan 16.
Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Labbar sextán þúsund skref á dag í París Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp