Meðal fremstu hönnuða 3. nóvember 2011 10:00 Hönnun Sigrúnar Höllu Unnarsdóttur sem útskrifaðist með master í fatahönnun frá Kolding school of design í sumar, hefur verið valin til framleiðslu og sölu í Evrópu af nýju dönsku fyrirtæki.fréttablaðið/vilhelm „Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust," segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu. Muuse.com fór í loftið í sumar með það að markmiði að bjóða 25 efnilegustu útskriftarnemum frá bestu hönnunarskólum heims hverju sinni að selja vörur beint til neytenda. Flíkurnar eru framleiddar á saumastofu Muuse í Kaupmannahöfn eftir pöntunum, svo fjárhagsleg áhætta hönnuðanna er engin. „Þetta er frábært tækifæri, því eftir útskrift hefur maður oft lítið bakland til að koma línunni í framleiðslu sjálfur. Þau hafa einnig boðið mér að hanna aðra línu inn á síðuna og eru dugleg að koma á samstarfi milli hönnuðanna og annarra greina, til dæmis kvikmyndagerðarfólks og fleira í þeim dúr," segir Sigrún. Útskriftarlína hennar vakti þó ekki einungis athygli Muuse en um hana hefur verið fjallað á heimasíðu Dazed and confused, dönsku tískusíðunni Costume.dk og víðar. Einnig fékk Sigrún boð um þátttöku í hönnunarkeppninni Designers nest í Danmörku í sumar og var ein af fimm þátttakendum í samkeppni á vegum stórfyrirtækis í tískuheiminum. „Ég má ekkert segja um það verkefni og var látin skrifa undir samning um að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki þetta er. Keppnininni verður sjónvarpað í Evrópu í janúar," segir hún leyndardómsfull. Sigrún Halla er nú flutt heim og hefur komið sér upp vinnustofu í Hafnarastræti. Þar er hún með nokkur járn í eldinum, meðal annars hönnunarverkefnið Norðaustan 10 þar sem hópur hönnuða vinnur með austfirskt hráefni. Hún segir heimalandið hafa kallað þó hlutirnir hafi verið farnir að rúlla vel í Danmörku. „Mig langaði til að freista gæfunnar hér," segir hún. „Ég er svo heimakær." heida@frettabladid.is Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust," segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu. Muuse.com fór í loftið í sumar með það að markmiði að bjóða 25 efnilegustu útskriftarnemum frá bestu hönnunarskólum heims hverju sinni að selja vörur beint til neytenda. Flíkurnar eru framleiddar á saumastofu Muuse í Kaupmannahöfn eftir pöntunum, svo fjárhagsleg áhætta hönnuðanna er engin. „Þetta er frábært tækifæri, því eftir útskrift hefur maður oft lítið bakland til að koma línunni í framleiðslu sjálfur. Þau hafa einnig boðið mér að hanna aðra línu inn á síðuna og eru dugleg að koma á samstarfi milli hönnuðanna og annarra greina, til dæmis kvikmyndagerðarfólks og fleira í þeim dúr," segir Sigrún. Útskriftarlína hennar vakti þó ekki einungis athygli Muuse en um hana hefur verið fjallað á heimasíðu Dazed and confused, dönsku tískusíðunni Costume.dk og víðar. Einnig fékk Sigrún boð um þátttöku í hönnunarkeppninni Designers nest í Danmörku í sumar og var ein af fimm þátttakendum í samkeppni á vegum stórfyrirtækis í tískuheiminum. „Ég má ekkert segja um það verkefni og var látin skrifa undir samning um að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki þetta er. Keppnininni verður sjónvarpað í Evrópu í janúar," segir hún leyndardómsfull. Sigrún Halla er nú flutt heim og hefur komið sér upp vinnustofu í Hafnarastræti. Þar er hún með nokkur járn í eldinum, meðal annars hönnunarverkefnið Norðaustan 10 þar sem hópur hönnuða vinnur með austfirskt hráefni. Hún segir heimalandið hafa kallað þó hlutirnir hafi verið farnir að rúlla vel í Danmörku. „Mig langaði til að freista gæfunnar hér," segir hún. „Ég er svo heimakær." heida@frettabladid.is
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira