Kvartað yfir verndun og nýtingu á náttúru - fréttaskýring 8. nóvember 2011 05:30 þjórsárver Verði drögin samþykkt óbreytt verða Þjórsárver gerð að griðlandi. Það þýðir að ekki verður af Norðlingaölduveitu.fréttablaðið/vilhelm Hvar stendur rammaáætlun? Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk. Langt ferli liggur að baki tillögunni og því er fráleitt lokið. Umsagnarfrestur rennur út á föstudaginn og ljóst er að fleiri umsagnir eiga eftir að koma inn. Engin náttúruverndarsamtök hafa til að mynda sent inn umsögn en ljóst er að mörg hver hyggja á það. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þar á bæ sé unnið að umsögn. Hann segir ferlið opið og gott og taki að mörgu leyti mið af því sem þekkist í nágrannalöndunum. Margir hafa gagnrýnt þann tíma sem farið hefur í vinnuna, en Árni segir slíka gagnrýni ekki skila miklu. „Við erum komin á þennan stað með þessa vinnu, með skýrslu í umsagnarferli. Í sjálfu sér er tilgangslítið að gagnrýna það svo mikið. Meginatriðið er að ná niðurstöðu sem er ásættanleg.“ Meðal innkominna umsagna má nefna sjö frá einstaklingum og tíu frá bæjarfélögum. Þá hafa Rarik, Samorka og Fallorka sent inn umsagnir, auk Orkusölunnar. Af umsögnum má sjá að um málamiðlun er að ræða. Ýmist er kvartað yfir því að svæði falli í verndar- eða nýtingarflokk og einstaka sinnum að þau séu færð úr öðrum hvorum flokknum í biðflokk. Gjástykki virðist vera umdeilt svæði, en það fellur undir verndarflokk samkvæmt tillögunni. Bent er á að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi, staðfestu af umhverfisráðherra, sé gert ráð því að nýta allt að 45 megavött á svæðinu. Árni segir mesta akkinn í drögunum að fá færi á að vernda ósnortin svæði. Í þeim felist verðmæti, enda séu ekki mörg slík eftir í Evrópu. Þá segir hann fagnaðarefni að ekki verði af Norðlingaölduveitu, en samkvæmt drögunum verða Þjórsárver friðland. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Sjá meira
Hvar stendur rammaáætlun? Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk. Langt ferli liggur að baki tillögunni og því er fráleitt lokið. Umsagnarfrestur rennur út á föstudaginn og ljóst er að fleiri umsagnir eiga eftir að koma inn. Engin náttúruverndarsamtök hafa til að mynda sent inn umsögn en ljóst er að mörg hver hyggja á það. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þar á bæ sé unnið að umsögn. Hann segir ferlið opið og gott og taki að mörgu leyti mið af því sem þekkist í nágrannalöndunum. Margir hafa gagnrýnt þann tíma sem farið hefur í vinnuna, en Árni segir slíka gagnrýni ekki skila miklu. „Við erum komin á þennan stað með þessa vinnu, með skýrslu í umsagnarferli. Í sjálfu sér er tilgangslítið að gagnrýna það svo mikið. Meginatriðið er að ná niðurstöðu sem er ásættanleg.“ Meðal innkominna umsagna má nefna sjö frá einstaklingum og tíu frá bæjarfélögum. Þá hafa Rarik, Samorka og Fallorka sent inn umsagnir, auk Orkusölunnar. Af umsögnum má sjá að um málamiðlun er að ræða. Ýmist er kvartað yfir því að svæði falli í verndar- eða nýtingarflokk og einstaka sinnum að þau séu færð úr öðrum hvorum flokknum í biðflokk. Gjástykki virðist vera umdeilt svæði, en það fellur undir verndarflokk samkvæmt tillögunni. Bent er á að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi, staðfestu af umhverfisráðherra, sé gert ráð því að nýta allt að 45 megavött á svæðinu. Árni segir mesta akkinn í drögunum að fá færi á að vernda ósnortin svæði. Í þeim felist verðmæti, enda séu ekki mörg slík eftir í Evrópu. Þá segir hann fagnaðarefni að ekki verði af Norðlingaölduveitu, en samkvæmt drögunum verða Þjórsárver friðland. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Sjá meira