Deila um dagsektir 8. nóvember 2011 08:00 Brennt Umhverfisstofnun hefur lengi krafist úrbóta í mengunarmálum í Eyjum. Því hefur nú verið mætt undir hótunum um sviptingu starfsleyfis.fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunarorðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfsleyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðunarorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunarúrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mánuði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunarvarnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunarmörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsluna starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkjumörk starfsleyfis og því grundvallast dagsektir á mengun í úrgangsvatni. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunarorðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfsleyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðunarorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunarúrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mánuði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunarvarnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunarmörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsluna starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkjumörk starfsleyfis og því grundvallast dagsektir á mengun í úrgangsvatni. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira