Lögreglumenn fundu endurmarkað lamb 8. nóvember 2011 07:30 Sauðfé Bændur treysta sér sjaldan til að kæra sauðaþjófnað.Fréttablaðið/Gva Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú meintan þjófnað á hrútlambi í Skorradal fyrr í haust. Í síðustu viku barst tilkynning um að lambið væri mögulega að finna í girðingu rétt utan við Akranes. „Það var nýbúið að endurmarka lambið. Fróðir menn töldu sig þekkja gamla markið þar undir og lambinu hefur verið skilað til þess sem tilkynnti um málið í upphafi," segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Borgarnesi. Hann segir eiganda fjárins í girðingunni sem er frístundabóndi ekki hafa gefið haldbærar skýringar á því hvernig lambið komst til hans. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir að á undanförnum árum hafi verið upplýst um fáeina sauðaþjófnaði auk þess sem grunsemdir hafi vaknað um sauðaþjófnaði vegna lélegra heimta á haustin. „Ég man hins vegar ekki eftir máli sem hefur endað með dómi jafnvel þótt það hafi verið upplýst. Sammerkt með þessum málum er að menn hafa ekki treyst sér til þess að kæra þar sem um nágranna hefur verið að ræða. En það eru dæmi um að menn hafi náð sáttum um bætur." Það er mat Ólafs að taka eigi hart á sauðaþjófnaði. „Öll afskipti af búfé og dýrum varða við dýravelferð. Ef mál verða kærð á lögregla að taka þau alvarlega. Skýrslutaka lögreglu verður að vera vönduð þannig að skýrsla haldi vatni."- ibs Fréttir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú meintan þjófnað á hrútlambi í Skorradal fyrr í haust. Í síðustu viku barst tilkynning um að lambið væri mögulega að finna í girðingu rétt utan við Akranes. „Það var nýbúið að endurmarka lambið. Fróðir menn töldu sig þekkja gamla markið þar undir og lambinu hefur verið skilað til þess sem tilkynnti um málið í upphafi," segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Borgarnesi. Hann segir eiganda fjárins í girðingunni sem er frístundabóndi ekki hafa gefið haldbærar skýringar á því hvernig lambið komst til hans. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir að á undanförnum árum hafi verið upplýst um fáeina sauðaþjófnaði auk þess sem grunsemdir hafi vaknað um sauðaþjófnaði vegna lélegra heimta á haustin. „Ég man hins vegar ekki eftir máli sem hefur endað með dómi jafnvel þótt það hafi verið upplýst. Sammerkt með þessum málum er að menn hafa ekki treyst sér til þess að kæra þar sem um nágranna hefur verið að ræða. En það eru dæmi um að menn hafi náð sáttum um bætur." Það er mat Ólafs að taka eigi hart á sauðaþjófnaði. „Öll afskipti af búfé og dýrum varða við dýravelferð. Ef mál verða kærð á lögregla að taka þau alvarlega. Skýrslutaka lögreglu verður að vera vönduð þannig að skýrsla haldi vatni."- ibs
Fréttir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira