Æskuvinir opna skemmtistað á Egilsstöðum 8. nóvember 2011 08:00 Framtakssamir Nýi skemmtistaðurinn verður til húsa í gömlu símstöðinni á Egilsstöðum og dregur nafn sitt af byggingunni „Nú erum við bara að bíða eftir tilskyldum leyfum og stefnan er að opna staðinn um næstu mánaðamót,“ segir Baldur Gauti Gunnarsson, einn þriggja ungra frumkvöðla sem ákváðu að hætta að sitja heima um helgar og opna í stað þess nýjan skemmtistað á Egilsstöðum. Þeir Baldur, Andri Valsson og Sigbjörn Þór Birgisson eru allir fæddir og uppaldir á Egilsstöðum og hafa á síðustu misserum flutt aftur í heimabæinn eftir námsdvöl í Reykjavík og erlendis. Þrátt fyrir stærð Egilsstaða og þjónustuhlutverk bæjarins fyrir Austurland hefur verið heldur dauft yfir skemmtanalífi íbúa síðustu mánuði. Fréttablaðið sagði frá lokun Kaffi Egilsstaða í sumar, og enginn skemmtistaður hefur verið starfræktur í bænum síðan. „Það hefur náttúrulega bara verið hundleiðinlegt. Ef ég væri tvítugur fyndist mér ekkert rosalega gaman hérna. Skemmtistaðir eru auðvitað hálfgerðar undirstöðustofnanir í samfélögum.“ Baldur segir þá félagana hafa rætt hugmyndina meira í gríni en af alvöru fyrst um sinn og ekki ákveðið að slá til fyrr en fyrir rúmum mánuði síðan. „Það þýðir ekki að væla endalaust yfir því að aðrir geri ekki hlutina, maður verður bara að gera þá sjálfur. Svo er óneitanlega mjög skemmtilegt að geta gert eitthvað fyrir samfélagið hérna.“ Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
„Nú erum við bara að bíða eftir tilskyldum leyfum og stefnan er að opna staðinn um næstu mánaðamót,“ segir Baldur Gauti Gunnarsson, einn þriggja ungra frumkvöðla sem ákváðu að hætta að sitja heima um helgar og opna í stað þess nýjan skemmtistað á Egilsstöðum. Þeir Baldur, Andri Valsson og Sigbjörn Þór Birgisson eru allir fæddir og uppaldir á Egilsstöðum og hafa á síðustu misserum flutt aftur í heimabæinn eftir námsdvöl í Reykjavík og erlendis. Þrátt fyrir stærð Egilsstaða og þjónustuhlutverk bæjarins fyrir Austurland hefur verið heldur dauft yfir skemmtanalífi íbúa síðustu mánuði. Fréttablaðið sagði frá lokun Kaffi Egilsstaða í sumar, og enginn skemmtistaður hefur verið starfræktur í bænum síðan. „Það hefur náttúrulega bara verið hundleiðinlegt. Ef ég væri tvítugur fyndist mér ekkert rosalega gaman hérna. Skemmtistaðir eru auðvitað hálfgerðar undirstöðustofnanir í samfélögum.“ Baldur segir þá félagana hafa rætt hugmyndina meira í gríni en af alvöru fyrst um sinn og ekki ákveðið að slá til fyrr en fyrir rúmum mánuði síðan. „Það þýðir ekki að væla endalaust yfir því að aðrir geri ekki hlutina, maður verður bara að gera þá sjálfur. Svo er óneitanlega mjög skemmtilegt að geta gert eitthvað fyrir samfélagið hérna.“
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira