Golfkúlnahríð ógnar fjölskyldu í Kópavogi 9. nóvember 2011 08:00 Golfvöllur GKG í leirdal Örvasalir og Öldusalir eru berskjaldaðir fyrir feilhöggum kylfinga á velli GKG í Leirdal. Planta á trjám til að verja byggðina.Fréttablaðið/Anton Viðvörunarskilti GKG. Íbúi við Örvasali segir líklegra að kylfingar forði sér á harðahlaupum en að þeir gefi sig fram ef þeir valdi tjóni. Í bakgrunni sést í húsin í Örvasölum. „Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu," segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. Jóna og fjölskylda hennar búa við golfvöll GKG í Leirdal. Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni vallarins vegna golfkúlna sem fljúgi inn á lóðir þeirra. „Við erum að fá kúlurnar í húsið og höfum ekki lagt í að klæða það að utan. Við vorum ekki að sækjast eftir staðsetningu við golfvöll en við eigum fatlað barn og fengum úthlutað lóð á þessum stað vegna þess," segir Jóna, sem kveðst hafa hafa kynnt sér málið fyrir fram hjá Kópavogsbæ og verið sagt að erlendur sérfræðingur teldi í lagi að hafa lóðirnar á þessum stað. „En þetta er bara ekki í lagi." Jóna segir að nágrannar golfvallarins þurfi að kaupa aukatryggingar. „Við erum tryggð fyrir tveimur golfkúlum á ári en þurfum að treysta á að þeir sem spila golf á vellinum láti okkur vita ef þeir valda tjóni," segir Jóna og bætir við að skilti hafa verið sett upp við völlinn til að benda kylfingum á þetta. „Það hlæja allir að þessum skiltum og sjá fyrir sér að menn hlaupi bara eins hratt og þeir geti og voni að enginn sjái sig." Þá bendir Jóna á að burtséð frá fjárhagslegu tjóni stafi hreinlega slysahætta af kúlnadrífunni. „Við erum með ónotaða bakgarða. Það er ekki hægt að senda börn þangað út að leika sér og ég veit að nágrannar okkar hafa áhyggjur af börnunum á göngustígunum. Ég á orðið fullan skókassa af golfkúlum," segir hún. Jóna skrifaði bænum og ákvað umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs á mánudag að sett yrði upp um 175 metra trjábelti við Ásakór og Álmakór og um 230 metra belti við Örvasali. Vinna við þetta er þegar hafin. „Þetta verður gert í samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Allt að fjögurra metra há tré á skógræktarsvæðinu á Rjúpnahæð verða flutt og þeim plantað við golfvöllinn. Stefnt er að því að þessu verði lokið fyrir vorið," segir Arna Schram. Jóna segist hafa viljað fá net sem yrði sett upp meðan völlurinn væri opinn. „Það er þakkarvert að það sé eitthvað gert en ég er ekki alveg að sjá að trén geti tekið við þessu." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Viðvörunarskilti GKG. Íbúi við Örvasali segir líklegra að kylfingar forði sér á harðahlaupum en að þeir gefi sig fram ef þeir valdi tjóni. Í bakgrunni sést í húsin í Örvasölum. „Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu," segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. Jóna og fjölskylda hennar búa við golfvöll GKG í Leirdal. Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni vallarins vegna golfkúlna sem fljúgi inn á lóðir þeirra. „Við erum að fá kúlurnar í húsið og höfum ekki lagt í að klæða það að utan. Við vorum ekki að sækjast eftir staðsetningu við golfvöll en við eigum fatlað barn og fengum úthlutað lóð á þessum stað vegna þess," segir Jóna, sem kveðst hafa hafa kynnt sér málið fyrir fram hjá Kópavogsbæ og verið sagt að erlendur sérfræðingur teldi í lagi að hafa lóðirnar á þessum stað. „En þetta er bara ekki í lagi." Jóna segir að nágrannar golfvallarins þurfi að kaupa aukatryggingar. „Við erum tryggð fyrir tveimur golfkúlum á ári en þurfum að treysta á að þeir sem spila golf á vellinum láti okkur vita ef þeir valda tjóni," segir Jóna og bætir við að skilti hafa verið sett upp við völlinn til að benda kylfingum á þetta. „Það hlæja allir að þessum skiltum og sjá fyrir sér að menn hlaupi bara eins hratt og þeir geti og voni að enginn sjái sig." Þá bendir Jóna á að burtséð frá fjárhagslegu tjóni stafi hreinlega slysahætta af kúlnadrífunni. „Við erum með ónotaða bakgarða. Það er ekki hægt að senda börn þangað út að leika sér og ég veit að nágrannar okkar hafa áhyggjur af börnunum á göngustígunum. Ég á orðið fullan skókassa af golfkúlum," segir hún. Jóna skrifaði bænum og ákvað umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs á mánudag að sett yrði upp um 175 metra trjábelti við Ásakór og Álmakór og um 230 metra belti við Örvasali. Vinna við þetta er þegar hafin. „Þetta verður gert í samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Allt að fjögurra metra há tré á skógræktarsvæðinu á Rjúpnahæð verða flutt og þeim plantað við golfvöllinn. Stefnt er að því að þessu verði lokið fyrir vorið," segir Arna Schram. Jóna segist hafa viljað fá net sem yrði sett upp meðan völlurinn væri opinn. „Það er þakkarvert að það sé eitthvað gert en ég er ekki alveg að sjá að trén geti tekið við þessu." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira