Kisan kveður Laugaveg 18. nóvember 2011 14:00 Þórunn Anspach og Olivier Brémond hafa notið þess að reka Kisuna við Laugaveg síðastliðin ár. Fréttablaðið/Anton „Auðvitað finnst okkur þetta mjög sorgleg staða, að þurfa að hætta. Þetta er nú einu sinni fyrsta búðin okkar og það hefur verið yndislegt að reka hana og upplifa allan þennan stuðning frá fólki. Svo ekki sé talað um hversu gaman var að geta komið með þessa fallegu hluti til landsins.“ Þetta segir Þórunn Anspach en hún og eiginmaður hennar Olivier Brémond hyggjast loka verslun sinni Kisunni á Laugavegi 7 í lok desember. Kisan er lífsstílsverslun sem selur munaðarvörur frá hinum ýmsu heimshornum, gjafavöru, listabækur, snyrtivörur og fatnað og hefur verið rekin við góðar undirtektir á Íslandi í fimm ár. Að sögn Þórunnar liggja ýmsar ástæður að baki ákvörðuninni um að loka versluninni. „Gengissveiflur setja stórt strik í reikninginn. Innflutningur er orðinn þungur sem gerir okkur erfitt að halda vörunum á viðráðanlegu verði fyrir Íslendinga og þar af leiðandi höfum við þurft að treysta á ferðamenn. Við sáum því fram á að þurfa annaðhvort að hækka verðið verulega eða hefja sölu á munum sem eru ekki í sama gæðaflokki en það samræmist einfaldlega ekki upphaflegu hugmyndinni að baki búðinni.“ Olivier segir ekki bæta úr skák að Kisan hafi tvívegis á árinu orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum sem höfðu á brott með sér umtalsvert fé og önnur verðmæti. Auk þess hafi tíðni þjófnaða aukist verulega í versluninni frá árinu 2008. „Við höfum einfaldlega ekki haft tíma til að bregðast við öllu héðan frá New York þar sem við höfum komið okkur fyrir og opnað verslun,“ segir Olivier og getur þess að þar í borg gangi reksturinn hins vegar eins og í sögu. „Við opnuðum á versta tíma, eða seint 2008, en höfum verið að sækja í okkur veðrið og erum komin með ört stækkandi hóp fastakúnna. Útlitið er gott.“ Af þeim sökum segir hann þau hjón stefna að því að leggja meiri rækt við verslunarrekstur í New York. Stefnan sé að opna þar aðra búð í sams konar stíl síðla árs 2012 eða 2013. Sú komi til með að bera uppruna sínum viss merki. „Íslenskar vörur munu eftir sem áður fá sinn sess hjá okkur og ætlum við að selja vörur frá Kron by Kronkron, Farmers Market og 66° Norður.“ Innt eftir því hvort Kisan sé þá farin af landi brott fyrir fullt og allt, segir Þórunn allt útlit fyrir það. „Hins vegar er best að útiloka ekki neitt, og aldrei að vita nema við opnum aftur verslun einhvern tímann á Íslandi þegar betur árar.“ roald@frettabladid.is Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Auðvitað finnst okkur þetta mjög sorgleg staða, að þurfa að hætta. Þetta er nú einu sinni fyrsta búðin okkar og það hefur verið yndislegt að reka hana og upplifa allan þennan stuðning frá fólki. Svo ekki sé talað um hversu gaman var að geta komið með þessa fallegu hluti til landsins.“ Þetta segir Þórunn Anspach en hún og eiginmaður hennar Olivier Brémond hyggjast loka verslun sinni Kisunni á Laugavegi 7 í lok desember. Kisan er lífsstílsverslun sem selur munaðarvörur frá hinum ýmsu heimshornum, gjafavöru, listabækur, snyrtivörur og fatnað og hefur verið rekin við góðar undirtektir á Íslandi í fimm ár. Að sögn Þórunnar liggja ýmsar ástæður að baki ákvörðuninni um að loka versluninni. „Gengissveiflur setja stórt strik í reikninginn. Innflutningur er orðinn þungur sem gerir okkur erfitt að halda vörunum á viðráðanlegu verði fyrir Íslendinga og þar af leiðandi höfum við þurft að treysta á ferðamenn. Við sáum því fram á að þurfa annaðhvort að hækka verðið verulega eða hefja sölu á munum sem eru ekki í sama gæðaflokki en það samræmist einfaldlega ekki upphaflegu hugmyndinni að baki búðinni.“ Olivier segir ekki bæta úr skák að Kisan hafi tvívegis á árinu orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum sem höfðu á brott með sér umtalsvert fé og önnur verðmæti. Auk þess hafi tíðni þjófnaða aukist verulega í versluninni frá árinu 2008. „Við höfum einfaldlega ekki haft tíma til að bregðast við öllu héðan frá New York þar sem við höfum komið okkur fyrir og opnað verslun,“ segir Olivier og getur þess að þar í borg gangi reksturinn hins vegar eins og í sögu. „Við opnuðum á versta tíma, eða seint 2008, en höfum verið að sækja í okkur veðrið og erum komin með ört stækkandi hóp fastakúnna. Útlitið er gott.“ Af þeim sökum segir hann þau hjón stefna að því að leggja meiri rækt við verslunarrekstur í New York. Stefnan sé að opna þar aðra búð í sams konar stíl síðla árs 2012 eða 2013. Sú komi til með að bera uppruna sínum viss merki. „Íslenskar vörur munu eftir sem áður fá sinn sess hjá okkur og ætlum við að selja vörur frá Kron by Kronkron, Farmers Market og 66° Norður.“ Innt eftir því hvort Kisan sé þá farin af landi brott fyrir fullt og allt, segir Þórunn allt útlit fyrir það. „Hins vegar er best að útiloka ekki neitt, og aldrei að vita nema við opnum aftur verslun einhvern tímann á Íslandi þegar betur árar.“ roald@frettabladid.is
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira