Samkeppni um fé Þórður Snær Júlíusson skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Fréttablaðið hefur á undanförnum vikum greint ítarlega frá áhrifum íslensku bankanna á innlenda samkeppnismarkaði með eignarhaldi þeirra á fyrirtækjum. Samkvæmt úttekt Fjármálaeftirlitsins (FME) voru fyrirtækin sem þeir eiga í 132 talsins í byrjun nóvember. Bankarnir hafa brugðist ókvæða við þessari talningu og birtu í kjölfarið upplýsingar um eðli þessara fyrirtækja. Með hafa fylgt skýringar um að flest fyrirtækjanna séu annaðhvort í minnihlutaeigu bankanna, geymd í dótturfélögum eða séu ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki á neytendamarkaði. Þess vegna sé skakkt að setja eignarhaldið fram með þeim hætti sem FME gerði. Þessar skýringar halda ekki að öllu leyti. Ef hófsamlega er talið er ekki hægt að sjá betur en að stóru viðskiptabankarnir þrír eigi samanlagt, beinan eða óbeinan, hlut í á fjórða tug rekstrarfélaga sem keppa á samkeppnismarkaði. Þeir eiga þau ekki öll að fullu leyti, eru meira að segja ekki meirihlutaeigendur flestra þeirra, en eiga samt í þeim. Skilgreint hlutverk banka er að hámarka arðsemi eigna sinna. Hvort sem eignarhluturinn er 1% eða 100% hafa bankarnir því alltaf eigendahagsmuni af framgangi fyrirtækjanna. En bankar eru líka stærstu þjónustuaðilar nánast alls atvinnulífsins. Þeir ráða yfir fjármögnun þess. Það ríkir samkeppni milli fyrirtækja um að fá lánað sem mest fé og á sem bestum kjörum. Þegar bankarnir eru farnir að eiga fyrirtækin líka skapast hætta á að það eignarhald liti þjónustuhlutverkið. Sérstaklega þegar sömu bankar hafa fjármögnun keppinauta í höndum sér. Vegna þessarar stöðu eru lög í gildi sem segja að bankar megi ekki eiga fyrirtæki í óskyldum rekstri. Sumarið 2010 var 12 mánaða tímaramma bætt við lögin. Frá 25. júní síðastliðnum hafa bankar þurft að sækja um undanþágur frá þessum lögum ef þeir hafa haldið á eignarhlut í fyrirtæki í meira en eitt ár. 74 undanþágubeiðnir hafa borist til FME. Þær hafa allar verið samþykktar. Lengsti fresturinn er fram til 1. apríl 2012 en í flestum tilfellum hafa bankarnir frest fram að áramótum til að losa sig við eignarhlutina. Eða sækja um enn lengri frest. Aðstæður á Íslandi eru fordæmalausar. Hægt er að sýna því vissan skilning að það taki tíma að endurskipuleggja atvinnulíf heils lands. En þegar efnahags- og viðskiptaráðherra, sem fer líka með málefni FME, lagði fram ofangreinda breytingartillögu á lögum um fjármálafyrirtæki þá hlýtur það að hafa verið skýr vilji hans að lögin yrðu virt eins og þau standa. Annars hefði tímaramminn verið lengri. Undanþágur eiga að vera undanþágur, ekki regla. Því skýtur skökku við þegar meirihluti fyrirtækja í eigu bankanna er undanþeginn reglunni. Sú staða sem er uppi skapar tortryggni í garð bankanna. Tortryggni sem þeir hafa illa efni á. Í síðustu birtu könnun MMR um traust til bankakerfisins kom fram að einungis 5,9% aðspurðra báru mikið traust til þess. Rúmlega 75% treystu því lítið. Þetta traust mun ekki aukast af sjálfu sér. Bankarnir þurfa að vinna sér inn fyrir því. Góð byrjun væri að starfa í anda þeirra laga sem gilda um starfsemi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Fréttablaðið hefur á undanförnum vikum greint ítarlega frá áhrifum íslensku bankanna á innlenda samkeppnismarkaði með eignarhaldi þeirra á fyrirtækjum. Samkvæmt úttekt Fjármálaeftirlitsins (FME) voru fyrirtækin sem þeir eiga í 132 talsins í byrjun nóvember. Bankarnir hafa brugðist ókvæða við þessari talningu og birtu í kjölfarið upplýsingar um eðli þessara fyrirtækja. Með hafa fylgt skýringar um að flest fyrirtækjanna séu annaðhvort í minnihlutaeigu bankanna, geymd í dótturfélögum eða séu ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki á neytendamarkaði. Þess vegna sé skakkt að setja eignarhaldið fram með þeim hætti sem FME gerði. Þessar skýringar halda ekki að öllu leyti. Ef hófsamlega er talið er ekki hægt að sjá betur en að stóru viðskiptabankarnir þrír eigi samanlagt, beinan eða óbeinan, hlut í á fjórða tug rekstrarfélaga sem keppa á samkeppnismarkaði. Þeir eiga þau ekki öll að fullu leyti, eru meira að segja ekki meirihlutaeigendur flestra þeirra, en eiga samt í þeim. Skilgreint hlutverk banka er að hámarka arðsemi eigna sinna. Hvort sem eignarhluturinn er 1% eða 100% hafa bankarnir því alltaf eigendahagsmuni af framgangi fyrirtækjanna. En bankar eru líka stærstu þjónustuaðilar nánast alls atvinnulífsins. Þeir ráða yfir fjármögnun þess. Það ríkir samkeppni milli fyrirtækja um að fá lánað sem mest fé og á sem bestum kjörum. Þegar bankarnir eru farnir að eiga fyrirtækin líka skapast hætta á að það eignarhald liti þjónustuhlutverkið. Sérstaklega þegar sömu bankar hafa fjármögnun keppinauta í höndum sér. Vegna þessarar stöðu eru lög í gildi sem segja að bankar megi ekki eiga fyrirtæki í óskyldum rekstri. Sumarið 2010 var 12 mánaða tímaramma bætt við lögin. Frá 25. júní síðastliðnum hafa bankar þurft að sækja um undanþágur frá þessum lögum ef þeir hafa haldið á eignarhlut í fyrirtæki í meira en eitt ár. 74 undanþágubeiðnir hafa borist til FME. Þær hafa allar verið samþykktar. Lengsti fresturinn er fram til 1. apríl 2012 en í flestum tilfellum hafa bankarnir frest fram að áramótum til að losa sig við eignarhlutina. Eða sækja um enn lengri frest. Aðstæður á Íslandi eru fordæmalausar. Hægt er að sýna því vissan skilning að það taki tíma að endurskipuleggja atvinnulíf heils lands. En þegar efnahags- og viðskiptaráðherra, sem fer líka með málefni FME, lagði fram ofangreinda breytingartillögu á lögum um fjármálafyrirtæki þá hlýtur það að hafa verið skýr vilji hans að lögin yrðu virt eins og þau standa. Annars hefði tímaramminn verið lengri. Undanþágur eiga að vera undanþágur, ekki regla. Því skýtur skökku við þegar meirihluti fyrirtækja í eigu bankanna er undanþeginn reglunni. Sú staða sem er uppi skapar tortryggni í garð bankanna. Tortryggni sem þeir hafa illa efni á. Í síðustu birtu könnun MMR um traust til bankakerfisins kom fram að einungis 5,9% aðspurðra báru mikið traust til þess. Rúmlega 75% treystu því lítið. Þetta traust mun ekki aukast af sjálfu sér. Bankarnir þurfa að vinna sér inn fyrir því. Góð byrjun væri að starfa í anda þeirra laga sem gilda um starfsemi þeirra.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun