Að fara ekki í jólaköttinn 30. nóvember 2011 21:00 Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður hefur sent frá sér fimmta spilastokkinn. Í þetta sinn miðast spilið við yngstu börnin og heitir Jólakötturinn. Fréttablaðið/Valli Þetta spil er hugsað fyrir yngstu börnin sem eru rétt að byrja að læra að spila," segir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður sem hefur sent frá sér spilastokkinn Jólaköttinn. „Jólakötturinn er spil eins og Svarti Pétur og markmið spilsins er að enda ekki í jólakettinum. Í stokknum eru tvö spil með hverjum jólasveini, eitt spil með jólakettinum og regluspil á íslensku og ensku. Teikningarnar eru eftir Rán Flygenring en búningar jólasveinanna eru byggðir á hugmyndavinnu Kristínar Sigurðardóttur." Stefán Pétur er enginn nýgræðingur í spilaframleiðslu, Jólakötturinn er fimmta spilið sem hann setur á markað. Hin heita Bóndinn, Hrútaspilið, Veiðimann og Stóðhestaspilið. „Bóndinn og Veiðimann eru um leið uppskriftabækur," segir hann. „Í Bóndanum eru 55 gómsætar uppskriftir og myndir af helstu afurðum íslenskra bænda og í Veiðimann eru myndir af 19 fisktegundum og 57 uppskriftir að ljúffengum fiskréttum.JólakattarspilinÍ Bóndanum skiptast uppskriftirnar í fjóra flokka; á hjörtunum eru hollar uppskriftir, á spöðunum eru sveitalegar uppskriftir með aðeins meira af smjöri og rjóma, á tíglunum eru matarboðsuppskriftir sem eru aðeins flóknari og á laufunum eru fjölskyldu- og barnvænar uppskriftir. Sama gildir um Veiðimann, nema þar eru allar uppskriftirnar að fiskréttum.“ fridrikab@frettabladid.is Jólafréttir Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Þetta spil er hugsað fyrir yngstu börnin sem eru rétt að byrja að læra að spila," segir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður sem hefur sent frá sér spilastokkinn Jólaköttinn. „Jólakötturinn er spil eins og Svarti Pétur og markmið spilsins er að enda ekki í jólakettinum. Í stokknum eru tvö spil með hverjum jólasveini, eitt spil með jólakettinum og regluspil á íslensku og ensku. Teikningarnar eru eftir Rán Flygenring en búningar jólasveinanna eru byggðir á hugmyndavinnu Kristínar Sigurðardóttur." Stefán Pétur er enginn nýgræðingur í spilaframleiðslu, Jólakötturinn er fimmta spilið sem hann setur á markað. Hin heita Bóndinn, Hrútaspilið, Veiðimann og Stóðhestaspilið. „Bóndinn og Veiðimann eru um leið uppskriftabækur," segir hann. „Í Bóndanum eru 55 gómsætar uppskriftir og myndir af helstu afurðum íslenskra bænda og í Veiðimann eru myndir af 19 fisktegundum og 57 uppskriftir að ljúffengum fiskréttum.JólakattarspilinÍ Bóndanum skiptast uppskriftirnar í fjóra flokka; á hjörtunum eru hollar uppskriftir, á spöðunum eru sveitalegar uppskriftir með aðeins meira af smjöri og rjóma, á tíglunum eru matarboðsuppskriftir sem eru aðeins flóknari og á laufunum eru fjölskyldu- og barnvænar uppskriftir. Sama gildir um Veiðimann, nema þar eru allar uppskriftirnar að fiskréttum.“ fridrikab@frettabladid.is
Jólafréttir Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira