Tónlist

Ísland hentar Vampillia afar vel

Vampillia í Gróðurhúsinu þar sem hún tekur upp nýjustu plötu sína. fréttablaðið/anton
Vampillia í Gróðurhúsinu þar sem hún tekur upp nýjustu plötu sína. fréttablaðið/anton
Japanska hljómsveitin Vampillia er stödd hér á landi til að taka upp nýja plötu, auk þess sem hún hitar upp fyrir Ham á föstudagskvöld.

Upptökurnar fara fram í Gróðurhúsinu en Vampillia gaf fyrr á þessu ári út plötuna Alchemic Heart. Þar komu kunnir tónlistarmenn úr noise-geiranum við sögu, þar á meðal meðlimir japönsku hljómsveitanna Boredoms og Ruins.

„Við spilum tónlist sem enginn þekkir,“ segja meðlimir Vampillia dularfullir, spurðir nánar út í hljómsveitina. „Hljómsveitin var stofnuð fyrir fimm árum vegna þess að við vildum hlusta á tónlist sem enginn hafði áður heyrt.“ Á ferli sínum hefur Vampillia gefið út eina konsept-plötu og hina fyrrnefndu Alchemic Heart.

Meðlimir sveitarinnar segja að Ísland hafi hentað mjög vel fyrir upptökur á nýju plötunni. Eftir að þeim lýkur heldur hljómsveitinu svo tónleika í Noregi, Belgíu og Bretlandi.

Fyrst spilar Vampillia þó á Gauknum á föstudaginn og er tilhlökkunin mikil hjá þeim fyrir tónleikunum. Þar verður fyrsta sjö tommu smáskífa Ham kynnt. Hún inniheldur lögin Sviksemi og hið óútgefna Tveir dalir. Ghostigital kemur líka fram og fer miðasala fram á Midi.is. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×